Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2016, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2016, Síða 22
Vikublað 21.–23. júní 201618 Lífsstíll É g ætla rétt að skreppa út á Velli í Hafnarfirði að sækja mat,“ sagði vinur minn þar sem ég sat hjá honum í heimsókn síðdegis á föstudegi nýverið. Ég hváði vitaskuld, enda ekki bein­ línis skemmtilegt að keyra þá leið á alversta umferðartímanum í viku­ lokin. „Ég mundi keyra frá Akureyri til þeirra að sækja mér mat,“ sagði vinurinn áður en hann var rokinn. Skömmu síðar var ég gestkom­ andi í Grafarvogi, og varð þá vitni að svipaðri senu. Manneskja með fullu viti ákvað að „skreppa“ á Vellina til að draga björg í bú. Ljóst var að þetta þyrfti að kanna nánar. Staðurinn sem var vinum mínum svona hugleikinn reyndist vera taí­ lenski veitingastaðurinn Ban Kúnn, sem staðsettur er í sama húsi og Bónus á Völlunum í Hafnarfirði. Það eru hjónin Natthawat Voramool og Svavar G. Jónsson sem reka staðinn saman, og hafa gert á þriðja ár. „Ég var nú spurð­ ur hvort það væri ekki í lagi með mig þegar við vorum að undirbúa opnun­ ina,“ segir Svavar, „fólk kallaði okkur klikkaða og vildi vita hvort við ættum virkilega þessa pen­ inga til að tapa. Flestir bjuggust við að hér mundum við sitja í hálft ár, án þess að einn ein­ asti gestur kæmi, og hunskast svo burtu með skottið milli lappanna.“ Annað kom þó á daginn, því allt frá opnun staðarins í janúar 2014 hefur verið nóg að gera á degi hverjum, og fljótt varð ljóst að fólki líkaði það sem boðið var upp á. „ Kúnnarnir biðu hér í röðum nánast frá fyrsta degi, svo þetta hefur verið ævintýri líkast.“ Natthawat hafði lengi gengið um með þann draum að stofna eigið fyrir tæki, en hann er menntaður við­ skiptafræðingur og kennari, auk þess sem hann lærði taílenska matargerð í heimalandinu. Hann kom til Íslands árið 2004 og kynntist Svavari ári síðar, fyrir helbera tilviljun niðri í miðbæ. Þeir urðu strax kærustu par og gengu síðar í hjónaband. Svavar hafði unnið við ýmislegt, meðal annars verið lög­ regluþjónn og öryggisvörður, en var atvinnulaus og alveg að detta af bót­ um þegar þeir slógu til. „Okkur lang­ aði að opna staðinn í miðbæ Hafnar­ fjarðar, en fundum ekkert hentugt húsnæði. Lendingin var því hérna á Völlunum og við sjáum ekki eftir því.“ Ban kúnn þýðir heima hjá þér á taílensku, og það hafa Svavar og Natthawat að leiðarljósi. „Fólki á að líða vel hjá okkur. Við viljum að and­ rúmsloftið sé afslappað og heimilis­ legt. Fólki finnst maturinn góður, og við heyrum að það kunni vel að meta hversu hreint og snyrtilegt umhverfið er. Við erum með marga fastakúnna, og sumir koma reglulega langt að til að borða hjá okkur. Það er til dæmis fjölskylda á Selfossi sem kemur mjög reglulega til okkar. Síðast héldu þau upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims hér hjá okkur.“ Blaðakona og ljósmyndari sem heimsóttu Svavar og Natthawat voru GlerborG Mörkinni 4, reykjavík | SíMi 565 0000 | www.GlerborG.iS Er bíllinn klár fyrir sumarið? Við einföldum líf bíleigandans Ferðabox Reiðhjóla- grindur Þverslár Taílenska undrið á Völlunum n Gómsætir réttirnir laða að matgæðinga úr öllum áttum n Voru álitnir klikkaðir í byrjun Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Flestir bjuggust við að hér mundum við sitja í hálft ár, án þess að einn einasti gestur kæmi, og hunskast svo burtu með skottið milli lappanna.“ Hjónin Svavar og Natthawat hafa rekið Ban Kúnn saman í tvö og hálft ár. Pad-thai Vinsælasti rétturinn á matseðlinum. Nam-tok Heiti réttarins þýðir foss og er dregið af því að vökva sem kjötið gefur frá sér við steikingu er jafnóðum hellt af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.