Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2016, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2016, Side 24
Vikublað 21.–23. júní 201620 Menning U mtalaðasta listaverk síðustu viku var vafalaust gjörningurinn Nektarskrið, eða Naked Crawl, sem Curver Thoroddsen sýndi á opnun menn- ingarhátíðar Íslendinga, Air d‘Islande, í Marseille á 17. júní. Curver skreið nakinn um gólf í kok- teilboðinu í Théâtre de la Criée í rúm- lega klukkutíma, en þar voru meðal annars mennta- og menningarmála- ráðherra, formaður KSÍ og fjallkonan, sem flutti ljóð eftir Jónas Hallgrímsson á nokkrum tungumálum. Gjörningur Curvers hefur fengið blendnar viðtökur, sumir hafa endur- gert gjörninginn og birt myndir á netinu en aðrir hafa bölsótast yfir hon- um í kommentakerfum vefmiðla. Curver segir í samtali við DV að nektarskrið sé sparigjörningur sem hann flytji ekki nema við sérstök tæki- færi, enda taki hann mikið á líkamlega, hann fái brunasár og smáskurði, þar sem hann dregur sig áfram á höndun- um eftir mörkum rýmisins. Hann segir inntak gjörningsins vera algjörlega opið fyrir túlkun áhorf- andans enda fylgi honum engar frek- ari upplýsingar. „Fyrir mitt leyti fjall- ar hann um okkur mannskepnurnar, barning okkar í gegnum lífið og þær hindranir sem okkur mæta,“ segir Curver en þó geti fleiri áhugaverð hug- renningatengsl kviknað við áhorf á gjörninginn. „Meðan ég var að gera gjörn- inginn í þetta skiptið var ég mikið að hugsa um allt flóttafólkið og þann hrylling sem það er að upplifa. Í raun- inni eru þau „að skríða“ gjörsamlega varnarlaus um alla Evrópu að leita að skjóli og frið. Á meðan erum við Evrópu búarnir í brjálæðislega dýrum ferðum til Frakklands til að horfa á fót- boltaleiki og borða góðan mat,“ segir Curver, sem segist þrátt fyrir vanga- velturnar hafa stutt íslenska landsliðið á vellinum í Marseille á laugardag. n GOTT ÚRVAL FÆÐUBÓTAREFNA Glæsibæ • Netverslun: www.sportlif.is Gera upp sögufrægt hús í Aþenu sem listarými n Eva Ísleifsdóttir myndlistarkona er í alþjóðlegum hópi sem byggir upp nýtt verkefnarými í miðborg Aþenu n „Aþena er borg sem tifar“ Í slenska myndlistarfólkið Eva Ís- leifsdóttir og Brynjar Helgason eru í alþjóðlegum hópi lista- manna, arkitekta og hönnuða sem vinna nú að því að gera upp sögufrægt en niðurnítt hús í miðborg Aþenu í Grikklandi og byggja þar upp listarými með vinnustofum og sýningarrými. Markmið hópsins, sem safnar nú fyrir verkefninu á hópfjár- mögnunarsíðunni We Make It, er að skapa alþjóðlegan vettvang þar sem mismunandi skapandi grein- ar og geta mæst og átt í samtali og þannig myndað nýjar og áhugaverð- ar tengingar, auk þess sem unnið verður að samstarfsverkefnum með samfélögum í nágrenni hússins. Féllu fyrir borginni Hópurinn sem nefnist A-Dash á uppruna sinn í vinnustofudvöl Evu Ísleifsdóttur í Aþenu árið 2015 þar sem hún kynntist svissnesku lista- konunni Noemi Niederhauser. „ Okkur kom svo vel saman og féllum algjörlega fyrir borginni þannig að við tókumst í hendur að lokinni dvöl og ákváðum að flytja til Aþenu á nýju ári,“ segir Eva. Fljótlega eftir að þær höfðu upp- fyllt loforðið bættust Zoe og Catriona Gallagher í hópinn og ekki leið að löngu þar til sú hugmynd kviknaði að gera upp sögufrægt hús í eigu fjöl- skyldu Zoe sem lista- og verkefna- rými. Húsið er byggt um 1900 í ný- klassískum stíl og er friðað, en engu að síður hefur það verið í niður- níðslu undanfarin ár. „Vegna fjárskorts og áhugaleysis stjórnvalda hefur húsið að mestu leyti grotnað niður og er að verða að rústum – eins og svo mörg hús í Aþenu. Hér eru ótal tóm og yfirgefin hús, en stjórnvöld hafa jú meira að hugsa um varðandi lífsskilyrði borgar búa og flóttamannavandann sem geisar. Það er mikið atvinnu- leysi, heimilisleysi og almenn krísa,“ segir Eva. Að lokum bættust Benjamin Cohen og Brynjar Helgason í hópinn. „Af einskærum áhuga og vináttu komu þeir til Aþenu til þess að hjálpa við að gera upp húsið,“ segir Eva. Sögufrægt hús öðlast nýtt líf Eva segir bygginguna og staðsetn- inguna vera um margt sögufræga, þar ku gríska frelsishetjan Yannis Makriyannis hafa dvalist um hríð og þar var síðar vinsæll veitinga- staður um margra ára skeið. Þegar hópurinn hefur unnið í húsinu hefur því verið mikið um að eldra fólk úr hverfinu kíki inn, rifji upp minningar sínar af staðnum og forvitnist um hvað muni rísa næst í þessu forn- fræga húsi. „Við sjáum fyrir okkur að húsið verði lifandi vera, með sinn karakter og sögu. Húsið er tveggja hæða og hægt að ganga inn í það að framan- og aftanverðu. Svo erum við með port eða garð þar sem hægt verður að setjast út og sýna bíómyndir og myndbandsverk. Einnig eru hug- myndir um að hafa súpukvöld einu sinni til tvisvar í mánuði. Þar væri þá „Við sjáum fyrir okkur að húsið verði lifandi vera, með sinn karakter og sögu. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Skreið nakinn undir ræðu ráðherra Curver sýndi gjörninginn Nektarskrið á 17. júní í Marseille Nektarskrið Curver sýndi gjörninginn Nektarskrið á meðan Illugi Gunnarsson, mennta- og menningar- málaráðherra, flutti ræðu á opnun menn- ingarhátíðar í Marseille. MyNd JóhaNNeS SteFáNSSoN Hollywood-leikarinn Anton Yelchin, sem er þekktastur fyrir leik sinn í Star Trek- myndunum, lést í bílslysi á sunnudag. Hann var aðeins 27 ára gamall. Í lok síðustu viku var opnuð ný álma Tate-nútímalistasafns-ins í London. Álman er hönnuð af svissnesku stjörnuarkitektun- um Herzog og de Meuron, en það eru þeir sömu og hönnuðu aðalbyggingu safnsins í gömlu orkuveri við ána Thames. Nýja byggingin, sem er kölluð The Switch House, er 10 hæðir og í henni eru þrjú gallerí og þakhæð með útsýni yfir borgina. Með nýju byggingunni getur safnið, sem er eitt mikil- vægasta listasafn heims í dag, sýnt 60% fleiri verk hverju sinni. Talandi um söfn, þá verð-ur opnað nýtt safn í Älmhult í Svíþjóð í lok júní tileinkað sænska húsgagnarisanum IKEA. Á safninu verður saga húsgagna- fyrirtækisins sögð í máli og Billy- hillum, og starfsemi fyrirtækis- ins kynnt. Safnið verður staðsett í byggingunni sem hýsti fyrstu IKEA- verslunina árið 1958. Að- gangseyrir er 60 sænskar krónur fyrir al- menning en frítt fyrir starfsmenn IKEA. Úr listheiminum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.