Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2016, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2016, Síða 25
Vikublað 21.–23. júní 2016 Menning 21 Retor Fræðsla - Hlíðasmára 8, Kópavogi - Sími: 519 4800 - www.retor.is Íslensku- kennsla fyrir erlent starfsafl eldað ofan í alla sem koma og fólk gæti spjallað um lífið og tilveruna – nú eða bara borðað og ekkert spjall- að. Í grunninn er þetta einstakt tæki- færi til að gera upp þetta sérstaka hús áður enn það eyðileggst og skapa frá- bærar vinnustofur og sýningarrými í hjarta Aþenu,“ segir Eva. Andrými í lifandi borg „Aþena er borg sem tifar, Aþena er lifandi,“ segir Eva um ástæður þess að hópurinn hafi laðast að grísku höfuðborginni. „Þegar maður segir fólki hvað- an maður er, hlær það oft og spyr af hverju maður hafi verið að koma hingað frá Íslandi ? Ég segi oft „because of the micro-climate“,“ út- skýrir Eva. Virðist þér þá vera meiri möguleik- ar í Grikklandi fyrir svona grasrótar- verkefni en annars staðar? „Það er gróska í myndlist þarna, það er spurning hvort það sé þetta andrými sem gefur færi á því. Það er samt ekki þannig að það úi og grúi af galleríum og verkefnarýmum, heldur eru þetta frekar einstakir við- burðir sem listamenn standa sjálfir fyrir. En eftir hrun verður yfirleitt eitthvert rof, það myndast eitthvert rými. Það er eins og hvatinn til að gera hlutina sjálfur verði sterkari – „ef ég geri það ekki, þá gerir það enginn!““ segir Eva og nefnir nokkur önnur svipuð verkefni í Aþenu þar sem hópar fólks hafa tekið sig saman og gert upp niðurnídd hús og skapað líflegan vettvang fyrir list og nærsamfélög. „Það er líka mikið um myndlistar- verkefni sem koma annars staðar að úr heiminum, með fjármagn annars staðar að úr Evrópu. En það er mikil- vægt fyrir okkur að vera ekki bara einangraður hópur af erlendum listamönnum sem heldur sig út af fyrir sig í sínum vinnustofum og sýn- ingarrýmum. Við viljum samstarf við gríska myndlistarmenn og verkefni sem eru frá Aþenu,“ segir Eva. Hópurinn stendur nú fyrir hóp- fjármögnun til að fjármagna lag- færingu og vinnu við húsið á vefsíð- unni We Make It. „Hópfjármögnun varð fyrir valinu af því að við höfðu heyrt af góðum árangri ýmissa ver- kefna sem annars var erfitt að finna peninga fyrir. Við erum líka að skoða styrki samhliða söfnuninni, þá mögulega styrki sem tengjast varð- veislu menningarminja, eða sam- starfsverkefnum listamanna frá þessum löndum.“ Hægt er að leggja A-dash hópnum lið og styrkja verkefnið á vefsíðunni https://wemakeit.com/projects/a- dash-project-space-athens n Búa til listarými í miðborg Aþenu Tveir íslenskir myndlistar- menn eru í hópnum A-Dash sem gerir nú upp sögufrægt hús í grísku höfuðborginni Aþenu og skapar þar nýtt listarými. Mynd A-dAsh „Aþena er borg sem tifar. „Eftir hrun verður yfirleitt eitthvert rof, það myndast eitt- hvert rými. Það er eins og hvatinn til að gera hlutina sjálfur verði sterkari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.