Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 2
Uppboð gegn ofbeldi UN Women á Íslandi buðu upp þrjár Fokk ofbeldi húfur í Kringlunni í gær. Húfurnar voru hannaðar af Ernu Einarsdóttur, yfirhönnuði Geysis, Hildi Yeoman fatahönnuði og myndlistarkonunni Elínu Hansdóttur. Aðeins eitt eintak var gert af hverri húfu og var uppboðið haldið í samstarfi við Vodafone. Þorsteinn Guðmundsson, leikari og uppistandari, stýrði uppboðinu. Friðrik Dór söng fyrir gesti og gangandi. Fréttablaðið/Eyþór Veður Vaxandi suðaustanátt með morgninum, fyrst suðvestan til, víða stormur eða rok síðdegis. Snjókoma eða slydda og síðan rigning. Talsverð eða mikil rigning um tíma suðaustanlands seint í dag. Hlýnar í veðri. sjá síðu 24 sAMFÉLAG 45 prósent landsmanna telja hæfilegum fjölda flóttafólks veitt hæli hér á landi. Fjórðungur telur of marga fá hæli. Þetta eru niðurstaðar nýrrar könnunar MMR. Tæplega 31 prósent taldi að of fáum væri veitt hér hæli. Yngra fólk var líklegra til að telja að of fáum væri veitt hæli hér á landi og sömu sögu er að segja af lang- skólagengnum. Rúmlega helmingur stuðnings- manna Pírata taldi að of fáum væri veitt hæli hér á landi en hlutfallið var lægst hjá Framsóknar- og Sjálf- stæðismönnum eða tæp tíu prósent hjá hvorum flokki. Könnun MMR var gerð dagana 10. til 15. febrúar og var heildarfjöldi svarenda 908 einstaklingar. – jóe Innflytjendur hæfilega margir FLuGsAMGönGur „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa með- vitund,“ segir Guðrún Gísladóttir. Hún var farþegi með vél Icelandair sem lenti í miklum vandræðum vegna veðurs í Bretlandi í gær. Farþegaþotan átti að lenda á flugvelli í Manchester en varð frá að hverfa vegna veðurhamsins. Stormurinn Doris reið yfir Bret- land og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vélin setti stefnuna á Liverpool en þar var ástandið ekkert betra að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, og sneri því vélin aftur til Manchester og lenti þar. Flugstjóri vélarinnar lýsti yfir neyðarástandi vegna eldsneytis til að fá forgang í lendingu. „Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma,“ segir Guðjón. „Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt. Flugfreyjurnar tilkynntu svo að það væri ekki hægt að svara nein- um spurningum því flugmennirnir væru í símanum að tala við flugum- ferðarstjóra,“ segir Guðrún enn í töluverðu áfalli. „Allt í einu tók ég eftir á skjánum fyrir framan mig að við áttum að lenda í Manchester eftir fjórar mínútur og flugstjórinn hrein- lega negldi vélinni niður á braut- ina. Hún hristist allan tímann og maður fann hvernig beltið togaði í mann. En flugstjórarnir eiga mikið hrós skilið að koma okkur niður á jörðina því ég hélt í alvörunni að þetta væri mitt síðasta. Að ná þessu svona var glæsilegt,“ segir Guðrún. „Þarna var mikil ókyrrð í lofti og eðlilegt að fólk fái ónotatilfinningu svo ekki sé meira sagt,“ segir Guð- jón Arngrímsson. benediktboas@365.is Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lend- ingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hristingi. Flugstjórinn hrein- lega negldi vélinni niður á brautina. Hún hristist allan tímann og maður fann hvernig beltið togaði í mann. Guðrún Gísladóttir OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 | LAUGARDAGA 11 - 16 BÆJARLIND 16 | 201 KÓPAVOGUR | SÍMI 553 7100 | LINAN.IS Flugvél icelandair siglir hér lygnari sjó en var yfir Englandi í gær. Mynd/icElandair uMhverFisMáL „Við fáum þetta bréf í hádeginu í dag. Við þurfum að svara því fyrir 7. mars og það er hreinlega ekki búið að taka neina ákvörðun um hvernig því verður svarað,“ segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfis- mála hjá United Silicon. Kristleifur vísar þar til bréfs frá Umhverfisstofnun vegna kísilverk- smiðju United Silicon í Helguvík. Í bréfinu segir að Umhverfis- stofnun áformi að láta fram fara verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Í úttektinni er gert ráð fyrir að orsök og upp- tök lyktar og mengunar frá verk- smiðjunni verði athuguð nánar og úrbætur lagðar fram hvað varðar mengunarbúnað og rekstur. Stofnunin áformar að þar til úttekt hefur farið fram verði rekstur verksmiðjunnar takmarkaður við einn ljósbogaofn. Hugsanlegt sé að stöðva þurfi rekstur tímabundið til að framkvæma nauðsynlegar úrbætur. Kristleifur segir einn ljósbogaofn vera í notkun í verksmiðjunni. Þá eigi fyrirtækið eftir að rýna betur í bréfið. Hann segist ekki viss um hvað felist í umræddri takmörkun. „Við ætlum að funda um bréfið á morgun og rýna um hvað málið snýst og hvaða svör við getum haft fyrir Umhverfisstofnun.“ – þea Rýnt í bréf í verksmiðju United Silicon. Fréttablaðið/VilhElM Fjórðungur Íslendinga telur of marga fá hæli í landinu. 2 4 . F e b r ú A r 2 0 1 7 F ö s T u D A G u r2 F r É T T i r ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -3 7 F 4 1 D 1 3 -3 6 B 8 1 D 1 3 -3 5 7 C 1 D 1 3 -3 4 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.