Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 6
torfunni að draga ítrekað í gegnum hana með stórum flottrollum. „Það er ómögulegt að segja nokk- uð um það. Það kunna einhverjir er skipta máli að halda það, en það eru hreinar getgátur,“ segir Ólafur sem telur það líka ómögulegt að meta hvort hrygningargangan sé stærri en mælingar Hafrannsóknastofnunar gerðu ráð fyrir í byrjun mánaðar. Ólafur var á leið á miðin í gær, og ætlaði að reyna að ná „einhverju áður en brælir“, en veðurspáin fyrir loðnumiðin er afleit. Sagan kennir að aðstæður til veiða gætu verið aðrar þegar gefur á sjó aftur, en Ólafur játar því að veðrið hefur gríðarlega mikið að segja um hvernig gengur á loðnu- vertíðinni á næstu vikum. svavar@frettabladid.is Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið að því undanfarin misseri að auka aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins með því að gera reikninga úr bókhaldi ríkisins aðgengilega almenningi. Verkefnið er unnið í samræmi við fjármálastefnu fyrir árin 2017-2022, fjárlög fyrir árið 2017 og stefnu- áætlun ríkisstjórnarinnar um að stíga markviss skref til þess að opna bókhald ríkisins. Til stendur að opna sérstakan vef, opnirreikningar.is, þar sem birtir verða greiddir reikningar úr fjárhagskerfi ríkisins. Þar verður hægt að velja færslur út frá númeri stofnana, tegunda og/eða kennitölu birgja og dagsetningu. Einnig verður mögulegt að skoða fylgiskjöl með reikningum. Sérstaklega hefur verið hugað að öryggismálum og sjónarmiðum um persónuvernd og fyrirkomulag birtingar verður með þeim hætti að viðkvæmar persónuupplýsingar verða undanþegnar, s. s. vegna læknis- heimsókna, bóta- eða launagreiðslna. Mögulegt verður að takmarka birtingu fylgiskjala einstakra reikninga vegna öryggis- og persónuverndar- sjónarmiða eða viðkvæmra viðskiptahagsmuna, t.a.m. þegar birting er til þess fallin að raska samkeppni. Gert er ráð fyrir að vefurinn opnirreikningar.is fari í loftið innan tíðar. Til að byrja með verði þar að finna upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta, en ekki verða birtar upplýsingar aftur í tímann. Stofnanir ríkisins verða hluti af verkefninu í áföngum og er gert ráð fyrir að innleiðing stofnana í A-hluta ríkissjóðs taki um eitt ár. Í tengslum við birtingu greiðsluupplýsinga er birgjum bent á að ekki er æskilegt að viðkvæmar persónuupplýsingar eða aðrar upplýsingar sem varða viðkvæma öryggis- eða viðskiptahagmuni birtist í línum reikninga. Af þessum sökum er mikilvægt að birgjar hugi að uppsetningu þeirra reikninga sem gefnir eru út á þeirra vegum til ríkisins. Líkur eru á að reikningar sem eru rangt uppsettir verði endursendir. Nánari upplýsingar eru veittar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og hægt er að senda fyrirspurn á netfangið postur@fjr.is sjávarútvegur „Maður hefur kannski einu sinni áður á áratuga- langri starfsævi fengið eitt kast sem var ellefu hundruð tonn, eða eitthvað slíkt. Núna eru fleiri, fleiri bátar að rykkja þessu upp sama daginn,“ segir Ólafur Einarsson, skipstjóri á Heimaey VE – 1, skipi Ísfélags Vestmannaeyja, um atgang- inn á loðnumiðunum í vikunni. Eins og komið hefur fram hefur verið mokveiði á loðnumiðunum hjá öllum flotanum frá því að veiðar hófust á mánudag. Það er miklu meira að sjá af loðnu en verið hefur undanfarin ár – og horfa menn reyndar nokkuð langt aftur til að finna hliðstæðu. Eru dæmi um að skip hafi fengið 1.500 tonn í kasti, sem er hreint út sagt ævintýraleg veiði. Ólafur, en Heimaey lá við bryggju eftir sína aðra löndun á vertíðinni þegar Fréttablaðið hafði samband í gærdag, segir að útlitið hafi verið virkilega gott í vikunni. „Þetta er búið að vera miklu öflugra en síðustu vertíðir. Það eru miklu þéttari lóðningar og svo er mun minna en var í fyrra af hval – hann hefur nóg að éta einhvers staðar annars staðar, væntanlega loðnu fyrir austan og norðan land,“ segir Ólafur. Sú kenning hefur verið nefnd við Fréttablaðið að það skipti máli að ekkert af þeirri loðnu sem norsku skipin tóku, eitthvað um 60.000 tonn, var tekið í flottroll – en kenn- ingin er að það splundri loðnu- Óvenjumikil veiði og friður fyrir hval Ólafur Einarsson, skipstjóri á Heimaey VE, man ekki aðra eins veiði og hefur verið fyrstu daga vertíðarinnar. Fréttablaðið/Óskar Íslenskir og norskir loðnuskipstjórar eru sammála um að ekki hafi sést meiri loðna á miðunum um langt ára- bil. Veiðin sé ævintýra- leg. Friður er fyrir hval, öfugt við síðustu vertíðir og bendir til að víða sé loðna. Veður setur strik í reikninginn næstu daga. kjaramál Stjórn Orkuveitu Reykja- víkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 pró- sent frá 1. febrúar. Með ákvörðuninni hækka heild- arlaun Bjarna í 2,8 milljónir króna. Inni í þeirri tölu er 147 þúsund króna greiðsla á mánuði sem sam- svara á mánaðarlegu skattmati rík- isskattstjóra á hlunnindum „enda nýtur forstjóri ekki afnota af bifreið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur“, segir í svari frá fyrirtækinu. Þá er inni í heildarupphæðinni tvisvar sinnum 230 þúsund krónur á mánuði fyrir að gegna stjórnarfor- mennsku í tveimur dótturfélögum OR; Orku náttúrunnar og Gagna- veitu Reykjavíkur. Með hækkuninni hafa laun Bjarna verið meira en tvöfölduð frá því hann tók við forstjórastarfinu 1. mars 2011, fyrir sex árum. Þá voru mánaðarlaun hans 1.340 þúsund krónur að því er hann upplýsti á þeim tíma. Hækkunin er nánar til- tekið 108 prósent. Til samanburðar hefur almenn launavísitala sam- kvæmt Hagstofunni hækkað um 54 prósent á þessu tímabili. Þegar stjórn Orkuveitunnar tók málið fyrir 16. janúar síðastliðinn var byggt á minnisblöðum svokall- aðrar starfskjaranefndar fyrirtækis- ins varðandi launamál forstjórans og innri endurskoðanda. Ekki er Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011 laun bjarna bjarnasonar, forstjóra Orkuveitunnar, hafa hækkað hlutfallslega tvö- falt meira en almennt hjá launafólki síðustu sex árin. Fréttablaðið/GVa hægt að skoða hvað þar segir. „Minnisblöð, sem afhent eru á fundum stjórnar, teljast til vinnu- gagna og því undanþegin upplýs- ingarétti. Er beiðni um aðgang því hafnað,“ segir í svari frá Orkuveit- unni sem hins vegar sendi ofan- greindar upplýsingar um launa- kjörin. Í þeim kemur einnig fram að mánaðarlaun innri endurskoð- anda fyrirtækisins voru hækkuð um 6,9 prósent og eru nú 1.550 þúsund krónur. – gar Maður hefur kannski einu sinni áður á áratugalangri starfs- ævi fengið eitt kast sem var ellefu hundruð tonn, eða eitt- hvað slíkt. Núna eru fleiri, fleiri bátar að rykkja þessu upp sama daginn. Ólafur Einarsson, skipstjóri á Heimaey VE Minnisblöð, sem afhent eru á fundum stjórnar, teljast til vinnu- gagna og því undanþegin upplýsingarétti. Orkuveita Reykjavíkur 1.500 tonn af loðnu hafa fengist í sumum köstum á vertíðinni. Talið er máli skipta fyrir góð aflabrögð á vertíðinni nú að Norðmenn hafi ekki í þetta sinn splundrað loðnu- torfunni með því að draga flottroll í gegnum hana. 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f Ö s t u D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -5 F 7 4 1 D 1 3 -5 E 3 8 1 D 1 3 -5 C F C 1 D 1 3 -5 B C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.