Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 38
heilsa og fegurð Kynningarblað 24. febrúar 201712 Enn bætast við sannanir fyrir því að skamm- tímafasta geti stuðlað að varanlegu þyngd- artapi. Og í rauninni þarf ekki að fasta alveg heldur er nóg að fækka hitaeiningum niður í kringum 750 á „föstu“dögunum. Fleiri og lengri föstur gera hins vegar ekki endilega hlutfallslega jafnmikið gagn. Samkvæmt rann- sókn sem gerð var við rannsóknarstofu í lang- lífi við Suður-Kaliforníu háskóla eiga þeir sem fylgja föstumataræði, sem byggir mest á ómettaðri fitu fimm daga í mánuði, von á að missa í kringum kíló á mánuði án þess að gera nokkrar aðrar breytingar á sínum lífsstíl. En þar með er ekki öll sagan sögð því blóð- rannsóknir sýna fram á lægri kólesterólgildi í blóði, lægri blóðþrýsting og minni líkamsfitu hjá þeim sem fylgdu mataræðinu miðað við samanburðarhópinn. Þau sýndu einnig minni bólgumyndun í líkamanum sem er talin tengj- ast krabbameini og hjartasjúkdómum og betri stjórn á blóðsykri sem er stór áhættuþáttur í sykursýki, en samanburðarhópur. Þessi rann- sókn bætist þar með í hóp þeirra rannsókna sem staðfesta gildi föstu í áttina að auknu heilbrigði og langlífi. Rannsóknin birtist í tímaritinu Science Transla- tional Medicine. http://stm.sciencemag.org/ content/9/377/eaai8700 Föstur gera gagn Andvökunæt- ur skila slæm- um degi. Góður nætur- svefn er und- irstaða góðrar heilsu. Dr. Erla Björnsdóttir mun fjalla um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu á Borgarbókasafni Menningarhúsi í Spönginni mánudaginn 27. febrúar. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Betri svefn – grunnstoð heilsu og fjallar Erla meðal annars um algengustu svefnvandamálin og fer yfir góðar svefnvenjur. Erla hefur haldið nám- skeið og fræðslufyrirlestra um svefnvandamál og er með doktors- próf í svefnrannsóknum frá lækna- deild HÍ í samstarfi við Háskólann í Pennsylvaníu. Hún hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og sinnt þeirri meðferð undanfarin ár. Rannsóknir Erlu fjalla um samband svefnleys- is, andlegrar heilsu og kæfisvefns og hafa vísindagreinar eftir hana birst í virtustu fræðiritum heims á sviði svefnrannsókna. Erla starf- ar hjá Sálfræðiráðgjöfinni þar sem hún sinnir m.a. meðferð við svefn- leysi. Um þessar mundir er Erla að skrifa bók um svefn sem ætluð er almenningi. fyrirlesturinn hefst kukkan 17.15 og er aðgangur ókeypis.  Betri svefn 1. Leggstu á bakið og beygðu hnén en iljar eiga að vera á gólfi. Lyftu mjöðmunum upp en láttu hand- leggi liggja samhliða búknum. Réttu vel úr hægri fætinum í um 10 sekúndur. Skiptu svo um fót og gerðu eins, samtals tíu sinn- um. 2. Sestu með fætur beint fram. Snúðu efri hluta líkamans til hægri og settu báðar hend- ur í gólf við læri. Teygðu vel á í 10 sekúndur. Snúðu þér svo til vinstri og endurtaktu æfinguna í 10 skipti. 3. Stattu með beint bak og hæfi- legt bil á milli fótanna. Beygðu þig aðeins í hnjánum, beygðu þig rólega fram og taktu með báðum höndum utan um kálfana. Haltu þér í þessari stöðu í eina til tvær mínútur. Réttu hægt og rólega úr þér. Beygðu þig betur í hnjánum ef staðan er óþægileg. 4. Sestu á gólfið og með iljarnar saman og hnén beygð í sitthvora áttina. Taktu utan um fæturna, beygðu þig vel fram og haltu stöðunni í um eina mínútu. Réttu rólega úr þér og gerðu æfinguna 10 sinnum. 5. Stattu í báða fætur. Dragðu hægri fótinn að búknum og haltu honum þannig í um hálfa mínútu. Réttu úr fætinum og gerðu eins með vinstri fæti. Endurtaktu æf- inguna í nokkur skipti. Æfingar gegn stirðleika 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 3 -6 9 5 4 1 D 1 3 -6 8 1 8 1 D 1 3 -6 6 D C 1 D 1 3 -6 5 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.