Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 22
„Það hlýtur að mega rekja flestar góðar og jákvæð­ ar umsagnir í erlendum miðlum um íslenska matargerð, um hvað Reyjavík er æðisleg og veitinga­ staðirnir smart og flottir og kokk­ arnir klárir, til Food and Fun. Allavega að talsverðu leyti,“ segir Siggi Hall, matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri matarhátíðar­ innar Food and Fun, en hún brest­ ur á með látum í Reykjavík mið­ vikudaginn 1. mars. Hátíðin var sett á laggirnar árið 2002 og fer hún nú fram í sextánda sinn. „Food and Fun var sameiginlegt átak sem farið var í af Iceland­ air, Iceland Naturally, íslenskum landbúnaði og Reykjavíkurborg en markaðssetning á íslenska lamba­ kjötinu stóð þá sem hæst í Banda­ ríkjunum og með góðum árangri. Okkur fannst að það mætti kynna Ísland á fjölbreyttari hátt, ekki bara sem fjöll og firnindi heldur kynna íslenskan mat, tónlist og lífsstíl. Við ákváðum því að gera matarfestival á Íslandi á svipuðum nótum og verið var að gera með ís­ lenska tónlist á Iceland Airwaves. Ég var fenginn til að búa þennan viðburð til ásamt Baldvini Jóns­ syni og Magnúsi Stephensen frá Icelandair, ég varð framkvæmda­ stjóri árið 2004 og hef verið það síðan,“ segir Siggi. „Fyrst voru fengnir jafnmarg­ ir kokkar frá Bandaríkjunum og Evrópu til að fara í samstarf með íslenskum veitingastöðum. Kokk­ arnir unnu með íslenskt hráefni og bjuggu til matseðla og allt var á einu verði. Planið var að gera úr þessu skemmtilega viku og það tókst. Hátíðin sló í gegn og hefur í raun slegið í gegn á hverju ein­ asta ári. Hún hefur að sjálfsögðu þróast gegnum árin en heldur þó nokkuð sama formi. Hún hefur stækkað en fjöldi veitingastaða í Reykjavík hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Þegar við vorum að byrja vorum við í vandræðum með að fylla í öll pláss en nú verð­ um við að vísa frá. Food and Fun er orðið að föstum lið í þjóðlífinu, bara eins og þjóðhátíð og Þorláks­ messa,“ segir Siggi. Laðar gesti að Food and Fun hefur frá upphafi farið fram í byrjun mars. Til­ gangur tímasetningarinnar var að teygja úr ferðamannatímanum og fá fólk til að heimsækja landið þó kuldalegt geti verið um að lit­ ast á þessum tíma árs. Í dag er þó varla hægt að tala um jaðartíma í ferðamannaiðnaðinum, túristar streyma til Íslands allan ársins hring. Siggi segir Food and Fun eiga að hluta til heiðurinn af því. Ekki bara vegna umfjöllunar um hátíðina í Reykjavík í erlendum miðlum, Food and Fun hefur einn­ ig farið í víking út. „Við höfum ekki bara verið með Food and Fun hér heima held­ ur höfum við sett upp viðburða­ kynningar undir merkjum Food and Fun og Íslands víða um heim, meðal annars í stórborgum eins og New York og Washington, Boston, St. Pétursborg og París. Við höfum einnig slegið upp Food and Fun undir íslenskum merkjum í Finn­ landi, á Spáni og víðar. Þá fara ís­ lenskir kokkar út og vinna með veitingahúsum á þessum stöðum. Þetta hefur tekist afar vel. Food and Fun í Finnlandi er til dæmis að verða ein vinsælasta matarhá­ tíð Finnlands,“ segir Siggi. engir hrútspungar í sparifötum „Íslensk matargerð er fyrst og fremst nútímaleg. Það er ekki verið að tala um að færa hrúts­ punga og þennan gamla íslenska mat í nútímabúning, heldur er verið að búa til fína og flotta rétti úr þessu frábæra hráefni sem Ís­ land hefur alið af sér,“ útskýrir Siggi inntur eftir því hvað sé sér­ stakt við íslenska matargerð. „Ísland er fyrst og fremst matvælaframleiðsluland, ein af stærri fiskveiðiþjóðum í heimi og með landbúnað sem er engu líkur. Lambakjötið okkar, þó það hljómi eins og klisja, er mjög sér­ stakt kjöt fyrir það hvernig féð er alið og hvernig það fóðrar sig sjálft og frjálst. Fiskurinn er ferskur og svo held ég að marg­ ir átti sig hreinlega ekki á hversu vönduð grænmetisframleiðsla fer hér fram. Hér er komin fram fjórða kynslóð af tómatræktend­ um, bara eins og vínframleiðend­ ur í Frakklandi. Hér er ræktað við hreint vatn í hreinu lofti sem skilar sér í matinn. Svo eigum við alla þessa frábæru kokka sem hafa lært um allan heim og færa kunnáttuna heim svo veit­ ingastaðirnir blómstra. Íslensk matreiðsla er að svo mörgu leyti öðruvísi en til dæmis dönsk eða sænsk matreiðsla. Það er einhver sérstakur tónn í henni, bara eins og við þekkjum í íslenskri tón­ list.“ frægð á food and fun Siggi segir Food and Fun hafa skotið mörgum matreiðslumönnum upp á stjörnuhimininn í bransan­ um. Hann nefnir hinn danska René Redzepi, eiganda veitingastaðarins Noma, en hann státar af tveimur Michelin­stjörnum. „René kom óþekktur og tók þátt í Food and Fun á sínum tíma, sló í gegn og fór í sín fyrstu blaða­ viðtöl í framhaldi af því. Gunnar Karl Gíslason, kenndur við Dill, er nú þekktasti kokkur okkar Ís­ lendinga með nýfengna Michelin­ stjörnu upp á vasann. Hann opnaði veitingastað í New York og verð ég ekki að leyfa mér að segja að sam­ bönd hans og kynni gegnum Food and Fun hafi örugglega hjálpað til,“ segir Siggi Hall glettinn. Hann lofar glæsilegri matar­ hátíð sem enginn megi missa af. „Það hefur aldrei verið sterkara teymi af kokkum á Food and Fun en í ár. Þetta verður stórkostlegt.“ Planið var að gera úr þessu skemmtilega viku og það tókst. Hátíðin sló í gegn og hefur í raun slegið í gegn á hverju einasta ári. Hún hefur að sjálfsögðu þróast gegnum árin en heldur þó nokkuð sama formi. Hún hefur stækk- að en fjöldi veitingastaða í Reykjavík hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Siggi Hall Siggi Hall lofar frábærri skemmtun og matarupplifun á Food and Fun. „Lambakjötið okkar, þó það hljómi eins og klisja, er mjög sérstakt kjöt fyrir það hvernig féð er alið og hvernig það fóðrar sig sjálft og frjálst.“ myndir /Sigurjón ragnar Íslensk matreiðsla er að svo mörgu leyti öðruvísi en til dæmis dönsk eða sænsk. ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Íslensk matargerð er fyrst og fremst nútímaleg. Það er ekki verið að tala um að færa hrútspunga og þennan gamla íslenska mat í nútímabúning, heldur er verið búa til fína og flotta rétti úr þessu frábæra hráefni sem Ísland hefur alið af sér. Siggi Hall Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér i i Veitingastaðir, kaffi hús ísbúðir & booztbarir velja Vitamix blandara 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f Ö S T U D a G U r2 f ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ i ∙ l í f S S T í l l 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -6 9 5 4 1 D 1 3 -6 8 1 8 1 D 1 3 -6 6 D C 1 D 1 3 -6 5 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.