Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2017, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 24.02.2017, Qupperneq 10
Viðskipti Húsnæðisskortur er í sumum minni bæjum en þrátt fyrir það er húsnæðisverð oft þriðjungur af því sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum þorpum standa fjölmörg hús á sölu óhreyfð um árabil. Eftir stendur spurningin hvers vegna ungt fólk leggur ekki land undir fót og kaupir sér sína fyrstu eign í minni byggðarlögum, í stað þess að vera fast á leigumarkaði eða þurfa að sætta sig við lakari húsakost á höfuð­ borgarsvæðinu en vonir stóðu til. „Þar sem er erfitt að selja íbúðir, þorir fólk ekki að kaupa íbúðir,“ segir Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrr­ verandi stjórnarformaður Byggða­ stofnunar. „En víða er alveg ofboðsleg eftirspurn eftir leiguhúsnæði og það er ekki jafn mikill munur á verði á leigumarkaðnum á mörgum minni stöðum samanborið við leiguverð á höfuðborgarsvæðinu.“ Þóroddur bendir á að hvergi sé sama fasteignaverð en vöxtur sé í um það bil 75 til 100 kílómetra fjar­ lægð frá stærri þéttbýlisstöðum með öflugri þjónustu. Fólk kaupi til dæmis ódýrt á Dalvík en vinni á Akureyri. „Þetta kallast „counter urbanisa­ tion“. Þetta er sem sagt ekki úthverfa­ væðing heldur er fólk að flytja í sjálfstæð byggðarlög sem eru í seil­ ingarfjarlægð.“ Þóroddur segir þó fleira spila inn í en tregðu við að kaupa húsnæði sem erfitt gæti reynst að selja að nýju. Þjónusta á sumum jaðarsvæðum sé með eindæmum slæm. „Þú getur keypt hús á Raufarhöfn sem er í 100 km fjarlægð frá Húsavík, en hvað ætlarðu að gera þar? Auðvit­ að eru dæmi um að fólk vinni vinnu þar sem engu skiptir hvar það er stað­ sett, svo framarlega sem nettengingin er í lagi. En ef þú býrð í þorpi ásamt öðrum 120 og búðin er opin í tvo klukkutíma á dag þá er það kannski ekki vænlegur kostur.“ Á Bíldudal í Vesturbyggð hefur um nokkra hríð verið uppgangur. Svo er komið að fasteignaskortur er á svæð­ inu. Það virðist þó ekki leiða til hækk­ unar fasteignaverðs og lögmálið um framboð og eftirspurn á því ekki við. „Bankarnir, sérstaklega Íbúðalána­ sjóður, hafa verið rosalega tregir. Ef þú kemur með kaupsamning sem er með hærra verði en hugmynd bank­ ans um hvað hús á þessu svæði kostar, þá neita þeir að viðurkenna hann. Vítahringurinn sem þú situr svo fastur í er að á meðan fasteignaverðið er lægra en byggingakostnaðurinn þá byggir enginn.“ Þóroddur nefnir dæmi um útgerð á Raufarhöfn sem réð til sín 20 starfs­ menn en síðan var ekki nægt hús­ næði á staðnum. Mörg hús stóðu auð en eru nýtt sem sumarhús.. Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi sveitarstjóri í Vesturbyggð, nefnir dæmi um fasteignakaup á Bíldudal. „Jafnvel þó komið væri á sam­ komulag á milli seljanda og kaup­ anda upp á 20 milljónir þá sagði bankinn að honum þætti húsið ekki meira virði en 15 milljónir og lánaði þá bara fyrir því.“ Undanfarið hafa ýmis störf verið auglýst í Vesturbyggð en húsnæðis­ skortur er viðvarandi. „Það er dálítið erfitt að horfa upp á að það vantar húsnæði fyrir íbúa en á meðan sjáum við góð fjölskylduhús notuð sem sumarhús í eina til tvær vikur á ári.“ Bankarnir halda verði niðri á landsbyggðinni Húsnæðisskortur er í sumum minni bæjum án þess að lögmál um framboð og eftirspurn nái til fasteignaverðs. Prófessor segir fólk tregt til að kaupa þar sem endursala er erfið. Verð er oft þriðjungur af því sem er á höfuðborgarsvæðinu. Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is Bankarnir, sérstak- lega Íbúðalána- sjóður, hafa verið rosalega tregir. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri #islenskaoperan · Miðasala: opera.is HRÍFANDI UPPLIFUN ÓPERA / LEIKRIT EFTIR POULENC & COCTEAU SÍÐUSTU SÝNINGAR TRYGGIÐ YKKUR MIÐA „Fallegur samruni óperu og leikrits“ (JS/Fréttablaðið) www.varmaclothing.com Nú er hægt að versla Varma á netinu 740 Neskaupstaður 225,3 m2 einbýlishús 36.000.000 krónur fermetraverð 159.786 kr. 340 stykkishólmur 181,2 m2 einbýlishús 40.000.000 krónur fermetraverð 220.750 kr. 465 Bíldudalur 107,6 m2 einbýlishús 29.900.000 krónur fermetraverð 277.881 kr. 245 saNdgerði 162,3 m2 einbýlishús 29.900.000 krónur fermetraverð 184.226 kr. 815 ÞorlákshöfN 202,2 m2 einbýlishús 28.000.000 krónur fermetraverð 138.476 kr. 640 húsavík 172,3 m2 einbýlishús 29.500.000 krónur fermetraverð 171.213 kr. sAMGÖNGUR Bannað er að fljúga drónum innan tveggja kílómetra frá áætlunarflugvöllum og 1,5 kíló­ metrum frá öðrum flugvöllum. Einnig er bannað að fljúga drónum ofar 130 metrum óháð þyngd þeirra. Þetta felst í ákvörðun Samgöngu­ stofu. Ákvörðunin sækir lagastoð í lög um loftferðir. Sé flug drónans lægra en hæstu byggingar í nágrenninu má fljúga dróna innan þess svæðis sem tak­ markast af ákvörðuninni. Þá má einnig fljúga dróna á svæðinu fáist leyfi frá rekstraraðila flugvallarins. Ákvörðunin felur meðal annars í sér að óheimilt er að fljúga dróna í vesturbæ Reykjavíkur og sömu sögu er að segja af miðborginni, við Kringluna, yfir öllum Fossvogi og á Kársnesi í Kópavogi. Að auki verður óheimilt að fljúga dróna í stærstum hluta Keflavíkur. Ákvörðun Samgöngustofu verður í gildi þar til reglugerð um notkun og starfrækslu dróna hefur fengið samþykki ráðherra. Slík reglugerð hefur verið í vinnslu í innanríkis­ ráðuneytinu og er nú í umsagnar­ ferli. – jóe Bannsvæði fyrir drónana myndin sýnir það svæði þar sem flug dróna er nú óheimilt. myNd/samgöNgustofa 2 4 . f e b R ú A R 2 0 1 7 f Ö s t U D A G U R10 f R é t t i R ∙ f R é t t A b L A ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -6 E 4 4 1 D 1 3 -6 D 0 8 1 D 1 3 -6 B C C 1 D 1 3 -6 A 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.