Fréttablaðið - 14.06.2017, Side 14

Fréttablaðið - 14.06.2017, Side 14
Fótbolti „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir 1-0 tap gegn Brasilíu, einu besta kvennalandsliði heims í gærkvöldi. Marta, sem er jafnan talin besta knattspyrnukona allra tíma, skor- aði eina mark leiksins á 67. mínútu. Hún slapp þá inn fyrir vörn Íslands og setti boltann undir Guðbjörgu Gunnarsdóttur og inn. Svekkjandi niðurstaða eftir flottan leik. Eitthvað til að byggja á Freyr segir að frammistaðan hafi verið góð og horfir, eðlilega, ekki í úrslitin enda um vináttulands- leik að ræða og aðalatriðið að liðið spili sig enn betur saman fyrir stóru stundina, en nú er rúmur mánuður þangað til flautað verður til leiks í Hollandi þar sem stelpurnar okkar verða vonandi hrókar alls fagn- aðar. Að tapa 1-0 gegn einu besta liði heims er engin skömm og það tekur Freyr undir: Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Ísland hefur leik á EM í Hollandi eftir rúman mánuð. Íslenska liðið spilaði sinn síðasta vináttuleik í gær gegn firnasterkum Brössum og tapaði með minnsta mun. Þjálfarinn horfir jákvæðum augum á framhaldið. Brasilíski markvörðurinn Barbara lendir hér í kröppum dansi við samherja og mótherja í leiknum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. FréttaBLaðið/anton Brink „Ég sagði það fyrir leikinn og ætla standa við það að úrslitin skipta ekki máli,“ sagði Freyr. „Frammistaðan var geggjuð eftir minni tilfinningu og eftir þeim upp- lýsingum sem ég fékk í hálfleik um hvernig tölfræðin var. Þetta er eitt- hvað til að byggja á og ég er stoltur af liðinu.“ Vantaði endahnútinn Frammistaða Íslands í leiknum var eins og áður segir mjög góð, en það sem vantaði var að koma boltanum yfir línuna. Holningin á liðinu var mjög góð og það lítur ansi vel út fyrir Evrópumótið. Aðaláhyggju- efni Freys er nú hvernig liðið ætlar að skora mörk í sumar. „Auðvitað er neikvætt í því líka að við erum ekki að klára færin. Ég er ósáttur við það og við verðum að laga það. Þegar það verða stig í boði þá verðum við að klára þessi færi. Við getum ekki lagt svona mikið í leikinn og fengið svona mörg færi án þess að það gefi okkur neitt.“ Enn ein krossbandaslitin Krossbandsslit hafa gert landsliðinu erfitt fyrir undanfarin ár og í gær varð ljóst að Margrét Lára Viðars- dóttir er með slitið krossband og getur því ekki spilað með liðinu á EM í sumar, en Margrét Lára er fyrir- liði liðsins. H ó l m f r í ð u r M a g n ú s d ó t t i r meiddist einnig fyrr á árinu og fleiri lykilmenn eins og Dóra María Lárus- dóttir  hafa einnig lent í erfiðum meiðslum, en ætlar þetta engan enda að taka? „Jú. Þetta er búið núna. Þetta er ótrúlegt. Ég á ekki til orð og auð- vitað er þetta sorglegt fyrir hana [Margréti Láru] sem fyrirliða liðsins, þennan stórkostlega íþróttamann. Það er ekki meira af meiðslum. Nei, takk!“ sagði þjálfarinn ákveðinn. Glaður Freyr á koddann í kvöld Ég held að það sé engin spurning að Freyr Alexandersson var glaður þegar hann lagðist á koddann í gær- kvöldi. Að tapa með minnsta mun og mögulega ósanngjarnt gegn einu besta kvennalandsliði heims er ekkert til að skammast sín fyrir. Leikkerfið og uppleggið í leiknum svínvirkaði og allir leikmenn lögðu sig virkilega fram í allt sem var lagt upp með. Það verður erfitt fyrir leikmenn- ina af bekknum að brjótast inn í liðið eftir frammistöðu þeirra ellefu sem byrjuðu leikinn í kvöld. Eitt er víst að þetta íslenska lið, með Söru Björk Gunnarsdóttur í fararbroddi, mun berjast til síðasta blóðdropa á EM í sumar og rúmlega það. anton@365.is Við getum ekki lagt svona mikið í leikinn og fengið svona mörg færi án þess að það gefi okkur neitt. Freyr Alexanders- son, landsliðs- þjálfari Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileik i endalaus t úrval af hágæða flísum Finndu okkur á facebook 18.55 Huesca - Getafe Sport 2 19.45 Grindavík - FH Sport Pepsi-deild karla 19.15 ka - Ía Akureyrarv. 19.15 Breiðablik - Valur Kópav. 20.00 Grindavík - FH Grindavíkurv. inkasso-deildin 19.15 Þróttur - Leiknir r.Eimskipsv. Í dag Nýjast Ísland - Brasilía 0-1 0-1 Marta (67.). Byrjunarlið Íslands: Guðbjörg Gunnars- dóttir - Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atla- dóttir (73. Málfríður Erna Sigurðardóttir), Ingibjörg Sigurðardóttir - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (78. Anna María Baldursdóttir), Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera Gísladóttir (53. Rakel Hönnudóttir) - Agla María Alberts- dóttir (85. Elín Metta Jensen), Katrín Ásbjörnsdóttir (63. Berglind Björg Þorvals- dóttir), Fanndís Friðriksdóttir (85. Svava Rós Guðmundsdóttir). Vináttulandsleikur VErður ýMi HENt Í Þá DJúpu? Ísland mætir tékklandi í Brno í gríðarlega mikil- vægum leik í undan- keppni EM 2018 í handbolta klukkan 16.10 í dag. Óvíst er með þátttöku varnar- mannsins Bjarka Más Gunnars- sonar en hann meiddist á æfingu í fyrradag. Arnar Freyr Arnarsson er einnig tæpur vegna meiðsla. Því var Valsmaðurinn ungi ýmir Örn Gíslason tekinn með til tékk- lands. Og svo gæti farið að hann léki sinn fyrsta keppnisleik fyrir Ísland í dag. „Hann hefur ákveðna eiginleika sem við erum að leita eftir upp á varnarleikinn sem við ætlum að reyna að þróa. Hann staðfesti það á æfingamótinu í Noregi. Það er ekki stærsta sviðið en gaf ákveðnar vísbendingar. Þess vegna ákváðum við að taka hann með, bæði svo hann fengi reynslu en kannski er hann á leið í djúpu laugina, hver veit?“ sagði lands- liðsþjálfarinn Geir Sveinsson við íþróttadeild í gær. MArGrÉt LárA FEr EKKi á EM Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrir- liði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með á EM í Hollandi sem hefst 16. júlí. Mar- grét Lára er með slitið krossband í hné og því er tímabilinu lokið hjá henni. Margrét Lára meidd- ist í 1-4 sigri Vals á Haukum í 29. maí síðastliðinn og um helgina kom svo í ljós að krossband í hné er slitið. Þetta er mikið áfall fyrir Ísland en Margrét Lára er ekki bara fyrirliði landsliðs- ins heldur einnig markahæsti leik- maður þess frá upphafi með 77 mörk í 117 leikjum. AglaMaría kjúlli á að vera sjá um boltana þessa vikuna á æfingu, en er bara því miður að brillera með A landsliðinu. Berglind Hrund Jónasdóttir @beGGaNN 1 4 . j ú N í 2 0 1 7 M i Ð V i K U D A G U R14 S p o R t ∙ F R É t t A b l A Ð i Ð sport 1 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 9 -5 0 3 4 1 D 1 9 -4 E F 8 1 D 1 9 -4 D B C 1 D 1 9 -4 C 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.