Fréttablaðið - 23.06.2017, Side 1

Fréttablaðið - 23.06.2017, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 4 6 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 2 3 . j ú n Í 2 0 1 7 FrÍtt Fréttablaðið í dag Fréttir Spjallsíða notuð til að gefa vændiskonum ein- kunnir. 4 skoðun Bergur Ebbi setur spurningarmerki við takmörkun reiðufjár. 17 sport Lykilmenn íslenska liðsins þurfa að sætta sig við minni spilatíma á EM 2017. 18 lÍFið Það er alltaf gaman að horfa á hvernig fólkið er klætt á tískuvikunum. Litagleði ríkti á herratísku- vikunni. 30 plús 2 sérblöð l Fólk l  veiðiblaðið *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 lÍFið Daði Lár Jónsson hefur frá barnæsku haft brennandi áhuga á skóm og í dag safnar hann striga- skóm. Daði, sem á orðið um 80 pör af skóm sem allir eru frá Nike, er mikill prinsippmaður þegar kemur að skókaupum og vandar ávallt valið. Hann hefur það til dæmis fyrir reglu að borga ekki meira en 250 Bandaríkjadali fyrir skópar sem gerir um 26 þúsund íslenskar krónur. Svo tekur hann mið af eigin smekk þegar hann kaupir skó í stað þess að elta tísku- strauma í blindni. – sþh / sjá síðu 32 Á um 80 pör af Nike strigaskóm verslun Sendingum frá erlendum netverslunum fjölgaði um sextíu prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Útlit er því fyrir annað metár í ár. „Við sjáum fyrir okkur áframhald- andi aukningu í náinni framtíð,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, for- stöðumaður markaðsdeildar Pósts- ins, og segir mjög mikið álag á öllum vígstöðvum fyrirtækisins. Um 85 prósenta aukning var á fjölda rekjanlegra sendinga sem koma að stærstum hluta frá netverslunum í Kína og Evrópu á borð við AliEx- press og fataverslunum eins og ASOS og Bohoo. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Pósturinn hefur um sendingar sem berast ríkisfyrir- tækinu er langmest keypt af fatnaði. – hg / sjá síðu 2 60 prósentum fleiri sendingar Skógafoss er á rauðum lista Umhverfisstofnunar, sem er gefinn út á tveggja ára fresti. Svæðið hefur látið mikið á sjá vegna fjölgunar ferðamanna. Stýringu ferðamanna er ábótavant og lítil landvarsla. Gróður lætur undan og svæðið veðst út, eins og sjá má á þessari mynd sem ljósmyndari Fréttablaðsins tók síðdegis í gær. Fréttablaðið/Eyþór eFnahagsMál Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd fjármála- og efnahagsráðherra sem var falið að greina umfang og áhrif skattundan- skota og skattsvika á íslenskan þjóðarbúskap. Á meðal þess sem starfshópnum var falið að skoða var hvaða skorð- ur megi mögulega reisa varðandi notkun reiðufjár, við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Starfs- hópurinn leggur til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvikum. „Mér sýnist fljótt á litið að þetta sé á forræði Seðlabanka Íslands og þarna virðist hafa skort á samráð við bankann áður en þessar til- lögur voru kynntar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Fram- sóknarflokksins. Samkvæmt lögum um Seðlabankann ákveður ráðherra að fengnum tillögum Seðlabankans lögun, útlit og fjárhæð seðla þeirra og myntar sem bankinn gefur út. „Þetta er brjáluð forræðishyggja. Við viljum koma í veg fyrir skattsvik en ég efast um að þetta sé skilvirk- asta leiðin til þess. Það eru góðar til- lögur þarna sem við styðjum,“ segir Lilja. En það þurfi að grípa til mark- vissra aðgerða áður en farið verði í það að taka tíu þúsund kallinn úr umferð og síðan fimm þúsund króna seðilinn. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir með Lilju og segist hafa veru- legar efasemdir um þær hugmyndir að setja skorður við reiðufé. „Það er verið að ganga of langt og það er verið að hefta hér athafnafrelsi og viðskiptafrelsi með þeim hætti að ég hygg að það standist ekki almenn lög og stjórnarskrárvarin réttindi,“ bætir hann við. Hins vegar segir Óli Björn að það þurfi að herða eftirlit með skattaundanskotum, um það hljóti allir að vera sammála. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir það hafa augljósa kosti að draga úr notkun reiðufjár og segir að það myndi draga úr skattaundansvikum. Hins vegar séu líka gallar. Til að það verði raunhæfur kostur að losna alveg við seðla og mynt í umferð þurfi hinir miðlarnir að verða skil- virkari og ódýrari. Þar vísar hann til færslu- og kortagjalda. Hann segir að þetta sé líka spurning um traust á rafræn greiðslukerfi. „Það er eitt- hvað sem þarf að byggja upp yfir lengri tíma. Það er spurning hvort við erum komin þangað. Það gæti verið eitthvað í land með það,“ segir hann. jonhakon@frettabladid.is Forræðishyggja að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. Við viljum koma í veg fyrir skattsvik en ég efast um að þetta sé skilvirkasta leiðin til þess. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar- flokksins Það er verið að hefta hér athafnafrelsi og viðskiptafrelsi með þeim hætti að ég hygg að það standist ekki almenn lög. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins dóMsMál Nýleg rannsókn leiðir í ljós að einstaklingar sem höfða dómsmál hafa betur í aðeins 45 prósentum tilvika og fá að meðal- tali 63 prósent af kröfu sinni dæmd. Víðir Smári Petersen hæstaréttar- lögmaður rannsakaði 386 dóma í einkamálum fyrir Hæstarétti á árunum 2013 og 2014. Niðurstaðan bendir til þess að líkur séu á því að fólk og fyrirtæki höfði of oft dómsmál í stað þess að reyna að ná sáttum. Hann segir brýnt að lögmenn leggi ískalt mat á það hvorum megin sigur- líkur skjólstæð- ingsins liggi. – kij / sjá síðu 8 Farið í alltof mörg dómsmál 2 3 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K _ N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 2 A -5 A 7 C 1 D 2 A -5 9 4 0 1 D 2 A -5 8 0 4 1 D 2 A -5 6 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.