Fréttablaðið - 23.06.2017, Blaðsíða 13
takist að hrekja ISIS frá borginni
en þar hafa samtökin ríkt frá árinu
2014.
Orrustan um Mósúl hefur staðið
yfir frá því í október síðastliðnum.
Hafa Kúrdar og Arabar unnið með
hernaðarbandalagi Bandaríkja-
manna og tilkynnti ríkisstjórn Íraks
að tekist hefði að vinna austurhluta
borgarinnar af ISIS í janúar. Verr
hefur gengið í vesturhlutanum en
á sunnudag tilkynnti íraski herinn
um lokakafla orrustunnar. Herinn
telur að um 300 skæruliðar séu eftir
í borginni, samanborið við 6.000 í
október.
Til að bæta gráu ofan á svart fyrir
ISIS rannsakar rússneska varnar-
málaráðuneytið hvort tekist hafi
að fella al-Baghdadi sjálfan í loft-
árás á Rakka. Óljóst er hvort sú sé
raunin en margoft áður hefur dauða
al-Bagh dadis verið lýst yfir.
Fall ISIS er þó ekki gulltryggt
með væntanlegum ósigrum sam-
takanna í Rakka og Mósúl, að því
er The Independent greinir frá í
umfjöllun sinni. Segir þar að fólki í
kalífadæminu muni vissulega snar-
fækka og áhrif þess minnka en að
kalífadæmið sjálft sé ekki nauðsyn-
legt ISIS.
Án kalífadæmisins getur ISIS enn
þrifist utan stórborga Mið-Austur-
landa, rétt eins og samtökin gerðu
árið 2013. Gætu samtökin enn
skipulagt hryðjuverkaárásir sem og
haft áhrif á fólk á Vesturlöndum og
hvatt til hryðjuverka líkt og þeirra
sem áttu sér stað í París, Brussel og
Manchester. thorgnyr@frettabladid.is
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS.
NordIcphotoS/AFp
Orrustan um Rakka
í tölum
l Hófst 6. júní 2017
l Allt að 117 almennir borgarar
hafa farist
l Á milli 142 og 312 vígamenn
ISIS hafa fallið
l Talið er að á milli 3.000 og
4.000 ISIS-liðar séu í borginni
Orrustan um Mósúl
í tölum
l Hófst 18. október 2016
l Allt að 8.000 almennir borgarar
hafa farist
l Írakar telja 9.000 vígamenn ISIS
hafa fallið
l Bandaríkin telja 2.000 víga-
menn ISIS hafa fallið
l ISIS telja 9.100 íraska hermenn
hafa fallið
l Írakar segja 774 hafa fallið
Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum. Að því
loknu er öllum þátttakendum boðið í sund.
Skráning og afhending hlaupagagna fer
fram í Laugardalshöll í dag frá kl.16 og þar
til 45 mínútum fyrir hverja ræsingu.
UPPLÝSINGAR Á MARATHON.IS
MIÐNÆTURHLAUP
SUZUKI Í KVÖLD
Suzuki er stoltur samstarfsaðili Miðnæturhlaups Suzuki og Reykjavíkurmaraþons
2 1 km
Ræst kl.21:00
10 km
Ræst kl.21:00
5 km
Ræst kl.21:20
SVÍÞJÓÐ Dæmi eru um að níu ára
börn hafi verið látin sendast með
vopn og fíkniefni í hverfum í Svíþjóð
sem skilgreind hafa verið sem hættu-
svæði. Ofbeldið er orðið grófara í
þessum hverfum og lögreglan segir
ástandið grafalvarlegt. Táningar
hafa tekið þátt í skotbardögum
glæpagengja. Áður hafi menn skotið
andstæðinginn í fótinn til að hræða
hann. Nú skjóti menn andstæðing-
inn í höfuðið til að drepa hann.
Í nýrri skýrslu sænsku lögreglunn-
ar segir að ungmenni á aldrinum 15
til 25 ára beri ábyrgð á glæpaöldunni.
Lögreglan bendir á að þau sem eldri
eru virki eins og atvinnumiðlun fyrir
þau yngri og ýti þeim út í glæpastarf-
semi. Þess er getið að í hverfum þar
sem ástandið er slæmt tíðkist oft við-
skipti með leigusamninga sem hafi
í för með sér að margar fjölskyldur
búa í sömu íbúð. Afleiðingin sé sú
að unglingar forðist að vera heima
hjá sér.
Í 61 hverfi sem lögreglan flokkar
sem hættusvæði eru um fimm
þúsund glæpamenn í um 200
gengjum. Innan við helmingur
íbúanna hefur atvinnu og
óánægjan með samfélagið
er mikil. Tekið er fram að
ástandið sé sérstaklega
alvarlegt í 23 hverfanna.
Það eru átta fleiri en í
skýrslunni 2015.
Í hverfunum sem
skilgreind eru sem hættusvæði hefur
byggst upp hliðarsamfélag með eigið
„réttarkerfi“. Með hótunum, ofbeldi
og skemmdarverkum eru verslunar-
eigendur þvingaðir til að kaupa
sér vernd eða selja starfsemi sína á
undirverði. Glæpamenn sýna vald
sitt með því að stela úr verslunum
án þess að leyna því og borða á veit-
ingastöðum í hverfunum án þess að
greiða fyrir. Traust á opinbera rétt-
arkerfinu er lítið og fáir þora að hafa
samband við lögregluna. Grípi lög-
reglan inn í gegn þeim sem stjórna er
hætta á uppþotum.
Spenna hefur einnig myndast í
hverfunum vegna nærveru stuðn-
ingsmanna ýmissa íslamskra öfga-
samtaka.
Lögreglan segir þessa þróun ekki
hafa gerst á einni nóttu, heldur á
nokkrum áratugum. Ástandið ógni
lýðræðinu og réttarkerfinu. - ibs
Níu ára sendast með vopn
og fíkniefni í Svíþjóð
Lögreglan segir ástandið
í sumum hverfum grafal-
varlegt. FrÉttABLAÐIÐ/EpA
f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ðÐ Ð 13f Ö S t U D A G U r 2 3 . J ú n Í 2 0 1 7
2
3
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
2
A
-6
4
5
C
1
D
2
A
-6
3
2
0
1
D
2
A
-6
1
E
4
1
D
2
A
-6
0
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K