Fréttablaðið - 23.06.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.06.2017, Blaðsíða 6
Mikil átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglunnar í Venesúela í gær. Mótmælendur þustu út á götur til þess að sýna saksóknaranum Luisu Ortega Diaz stuðning sinn. Hæstiréttur í landinu hefur samþykkt réttarhöld yfir Diaz fyrir alvarleg afglöp í starfi sem gætu orðið til þess að hún verði rekin úr embætti. Diaz hefur gengið býsna hart fram í gagnrýni sinni á Nicolás Maduro, forseta landsins, undanfarið. Fréttablaðið/EPa Iðnaður Reykjaneshöfn og eigandi lóðar United Silicon í Helguvík hafa samið um uppgjör á 190 milljóna króna lóðargreiðslu sem hafði verið í vanskilum síðan í nóvembermánuði árið 2015. Dráttarvextir nema þar af 30 milljónum króna en fimm ár eru liðin síðan lóðin var seld. „Þetta er ekki lengur í vanskilum og greiðslur hafa átt sér stað þó skuldin sé ekki greidd að fullu. Menn horfa björtum augum til framtíðar,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnar- stjóri Reykjaneshafnar, sem undir- ritaði samkomulagið við lóðareigand- ann Geysi Capital ehf. um miðjan júní. Höfnin seldi lóðina árið 2012, á 362 milljónir króna, til Stakksbrautar 9 ehf. sem síðar rann inn í Sameinað sílikon hf. (United Silicon). Tveimur árum síðar eignaðist Geysir Capital, sem er í eigu hollenska félagsins USI Holding BV, lóðina, en þeir Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, og Auðun Helgason, lögmaður og stjórnarfor- maður Geysis og fyrrverandi stjórnar- maður kísilversins, hafa verið í for- svari fyrir félagið. Kaupverðinu var skipt í fjórar greiðslur og voru fyrstu tvær greiddar á settum tíma eða alls 200 milljónir króna. Þriðja greiðslan var upp á 100 millj- ónir, var á gjalddaga í nóvember 2015 og fór í innheimtu hjá lögfræðingi hafnarinnar nokkrum mánuðum síðar. Síðustu 62 milljónirnar átti svo að greiða í apríl í fyrra. Auðun sagði í ágúst 2016 að vanskilin mætti rekja til tafa á hafnarframkvæmdum Reykja- neshafnar, sem er í eigu Reykjanes- bæjar, í Helguvík. Semja um 190 milljóna lóðarskuld kísilversins Reykjaneshöfn samdi við eiganda lóðarinnar undir United Silicon í Helguvík um 190 milljónir króna sem höfðu ekki verið greiddar. 30 milljónir bættust ofan á vegna vanskila síðan árið 2015. Skuldin hefur ekki verið greidd að fullu. Verksmiðja United Silicon stendur á lóðinni Stakksbraut 9 í Helguvík. Fréttablaðið/VilHElm Magnús hætti svo í stjórn verk- smiðjunnar í apríl síðastliðnum en rekstur hennar hefur gengið illa allt frá gangsetningu í nóvember í fyrra og líkt og greint hefur verið frá verið plagaður af mengunaróhöppum. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum hófst vinna að samkomulaginu um síðustu greiðslurnar tvær rétt eftir áramót. Þar var samið við Geysi Capi- tal en United Silicon hefur einnig viðurkennt greiðsluskyldu. Þá hefur blaðið heimildir fyrir því að ráðgert sé að Geysir renni svo síðar á árinu inn í rekstrarfélag kísilversins. haraldur@frettabladid.is Mótmælendur styðja saksóknarann Þetta er ekki lengur í vanskilum og greiðslur hafa átt sér stað þó skuldin sé ekki greidd að fullu. Menn horfa björtum augum til framtíðar. Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar Bretland Sams konar klæðning og var utan á Grenfell-turninum finnst á um það bil 600 öðrum turnum á Eng- landi. Frá þessu greindi breska for- sætisráðuneytið í gær en klæðningin er talin hafa átt stóran þátt í stórbrun- anum sem kostaði 79 lífið. Nú þegar hafa tilraunir sýnt fram á að þrjú sýnishorn af klæðningunni eru einkar eldfim. Fleiri tilraunir verða gerðar kunnar almenningi á næstu dögum.– þea Eldfim klæðning á 600 turnum SkIpulagSmál 361 íbúð verður byggð á Útvarpsreitnum í Efstaleiti á næstu þremur árum auk um 1.000 fermetra atvinnuhúsnæðis. Sam- komulag milli Reykjavíkurborgar og verktakans Skugga 4 þessa eðlis var undirritað í gær. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gert sé ráð fyrir að fyrstu íbúðir verði afhentar næsta sumar. Skuggi 4 selur íbúðir á reitnum til aðila á frjálsum markaði, meðal annars til leigufélaga til að stuðla að félagslegri blöndun. Samkvæmt samkomulaginu sem undirritað var í gær selur Reykja- víkurborg Skugga 4 byggingarrétt sinn á reitnum fyrir 175 milljónir og kaupir samhliða 15 íbúðir sem verða dreifðar um reitinn. Íbúðirnar sem Reykjavíkurborg mun kaupa verða 40 til 60 fermetrar að stærð auk 5 til 7 fermetra geymslu. – jhh 2 3 . j ú n í 2 0 1 7 F Ö S t u d a g u r6 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a ð I ð atvInna Samkvæmt vinnumarkaðs- rannsókn Hagstofu Íslands mældist atvinnuleysi 5,3 prósent í maí. Samanburður mælinga fyrir maí 2016 og 2017 sýnir að atvinnuþátt- taka minnkaði um 0,9 prósentustig. Starfandi einstaklingum fækkaði um 600 og hlutfall starfandi af mann- fjölda lækkaði um 2,1 stig. Atvinnu- lausum fjölgaði um 3.000 manns. Fram kemur í tilkynningu að það einkennir íslenskan vinnumarkað að atvinnuleysi eykst alltaf á vormán- uðum og þá sérstaklega í maí. Helsta ástæðan er aukin eftirspurn ungs fólks eftir atvinnu. Af öllum atvinnu- lausum í maí voru 61,7 prósent á aldr- inum 16 til 24 ára og var atvinnuleysi á meðal þeirra 17,6 prósent. Að jafnaði voru 203.900 manns á aldrinum 16 til 74 ára á vinnumarkaði í maí 2017, sem jafngildir 85 prósenta atvinnuþátttöku. – sg Starfandi fólki fækkaði um 600 175 milljónir borgar Skuggi 4 fyrir byggingarrétt á reitnum Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Vinnustaðanámssjóði. Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi skv. aðalnámskrá framhaldsskóla. Umsóknarfrestur er til 14. nóvember 2017, kl. 16:00. Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi. Umsóknargögn er að finna á www.rannis.is. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi. Nánari upplýsingar veitir Jón Svanur Jóhannsson, sími 515 5820, jon.svanur.johannsson@rannis.is Vinnustaðanámssjóður Umsóknarfrestur til 14. nóvember H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Hundruð íbúða í Efstaleitið 2 3 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 A -8 6 E C 1 D 2 A -8 5 B 0 1 D 2 A -8 4 7 4 1 D 2 A -8 3 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.