Fréttablaðið - 23.06.2017, Page 8

Fréttablaðið - 23.06.2017, Page 8
DÓMSMÁL Rannsókn Víðis Smára Petersen, hæstaréttarlögmanns á Lex lögmannsstofu, á 386 dómum í einkamálum fyrir Hæstarétti bendir til þess að líkur séu á því að fólk og fyrirtæki höfði of oft dómsmál í stað þess að reyna að ná sáttum. Hann segir brýnt að lögmenn leggi ískalt mat á það hvorum megin sigurlíkur skjólstæðingsins liggi. Víðir Smári skoðaði 386 dóma í einkamálum fyrir Hæstarétti Íslands á árunum 2013 og 2014. Í ljós kom að þegar stefnendur eru einstaklingar hafa þeir betur í aðeins 45 prósentum tilvika og fá þá að meðaltali 63 pró- sent af kröfu sinni dæmd. Hlutfallið á milli stefnufjárhæðar og dæmdrar fjárhæðar var með öðrum orðum 63 prósent. Í tilviki lögaðila reyndust hlutföllin hærri. Sigurhlutfallið var 53 prósent og hlutfallið á milli stefnu- fjárhæðar og dæmdrar fjárhæðar 91 prósent. Samantekið voru líkur ein- staklinga á því að fá alla stefnufjár- hæð sína dæmda 28,35 prósent en 48,23 prósent í tilviki lögaðila. Víðir Smári segir að auk þess þurfi að líta til vænts málskostnaðar. Svo virðist sem sá sem vinni dómsmál fái aðeins hluta málskostnaðar dæmd- an. Í rannsókninni kemur fram að ef einstaklingur vinnur dómsmál sem hann höfðar fái hann að meðaltali um 1,3 milljónir króna í dæmdan málskostnað. Víðir Smári segir að það jafngildi um fimmtíu klukku- stunda vinnu lögmanns. „Það er ósennilegt að það sé meðaltalstími lögmanns til að reka heilt mál. Flest mál taka lengri tíma.“ Mikilvægt sé að hafa í huga að munurinn á raunverulegum máls- kostnaði og dæmdum málskostnaði geti orðið mikill. Íslenskir dómstólar séu íhaldssamir þegar komi að því að dæma slíkan kostnað. Víðir Smári segir að þetta séu þættir sem menn þurfi að vega og meta áður en þeir ákveða að höfða mál. „Fyrsta spurningin sem maður þarf að spyrja sig er: Hverjar eru líkurnar á því að ég vinni málið? Ef málið vinnst þarf ég að spyrja mig hvort það sé líklegt að ég fái alla kröfuna dæmda og málskostnað greiddan. Ef málið tapast þarf ég hins vegar að spyrja mig hve mikið ég þurfi að greiða í málskostnað, bæði minn eigin og hluta af málskostnaði gagnaðilans.“ Víðir Smári hvetur lögmenn til að leggja ískalt tölfræðilegt mat á þessa áhættuþætti. „Þeir geta þá haft hliðsjón af þessum meðaltalsniður- stöðum, þótt slíkt sé ekki upphaf og endir alls, þá sýna þær samt að ein- staklingar vinna mál í aðeins 45 pró- sentum tilvika. Það er því augljóslega í sumum tilvikum höfðað dómsmál þegar betra hefði verið að reyna að sætta ágreininginn.“ Hann tekur þó fram að ofan- greindar niðurstöður eigi aðeins við þegar fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi. „Ég geng út frá því í rannsókn- inni að það sé almennt þjóðhagslega hagkvæmt að aðilar semji í stað þess að þeir leysi úr ágreiningi fyrir dóm- stólum, vegna þess að það léttir álagi af dómskerfinu og sparar kostnað af rekstri þess. En það geta verið aðrir hagsmunir en fjárhagslegir í húfi. Til dæmis mikilvægar prinsippað- stæður. Í slíkum tilvikum eru það aðrir hagsmunir en fjárhagslegir sem mæla gegn því að aðilar reyni að ná sáttum.“ kristinningi@frettabladid.is Höfða mál í stað þess að reyna sættir Nýleg rannsókn leiðir í ljós að einstaklingar sem höfða dómsmál hafa betur í aðeins 45 prósentum tilvika og fá að meðaltali 63 prósent af kröfu sinni dæmd. Hæstaréttarlögmaður segir oftar en ekki betra að reyna að ná sáttum heldur en að höfða mál fyrir dómstólum. Þótt meðaltals­ niðurstöður séu ekki upphaf og endir alls, þá sýna þær samt sem áður að einstaklingar vinna mál í aðeins 45 prósentum tilvika. Víðir Smári Petersen, hæstaréttar­ lögmaður á Lex lögmannsstofu Vega þarf og meta marga áhættuþætti áður en ákveðið er að höfða mál fyrir dómi. Oftar en ekki er vænlegra til árangurs að reyna að ná sáttum, sér í lagi ef deilendur eru sammála um hvar sigurlíkurnar liggja. Fréttablaðið/Hari HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæwww.volkswagen.is Við látum framtíðina rætast. Nýr al-rafmagnaður e-Golf með fimm ára ábyrgð. Hvers manns straumur. Nýr e-Golf með 300 km drægni* er mættur á svæðið. Komdu í reynsluakstur og finndu kraftinn í þessum magnaða bíl sem gengur 100% fyrir umhverfisvænni orku. *S kv . N ED C st að lin um . HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæwww.volkswagen.is ið látu fra tíðina r tast. ýr al-raf agnaður e- olf eð fi ára ábyrgð. Nýr e-Golf eð 300 k drægni* er ættur á svæðið. Ko du í reynsluakstur og finndu kraftinn í þessu agnaða bíl se gengur 100% fyrir u hverfisvænni orku. *S kv . N ED C st að lin um . 2 3 . j ú n í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R8 F R é T T i R ∙ F R é T T A B L A ð i ð 2 3 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 A -8 1 F C 1 D 2 A -8 0 C 0 1 D 2 A -7 F 8 4 1 D 2 A -7 E 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.