Fréttablaðið - 23.06.2017, Síða 24
Bjarni fékk maríulaxinn í Laxá í Leirársveit aðeins 11 ára gamall. „Ég fór í veiðiferðir
með afa á Ísafirði í Langadalsá. Ég
fékk í fyrstu ekkert að veiða en
man eftir að hafa séð hyl fullan
af stórum löxum. Það var svo góð
kona í Önundarfirði sem kenndi
mér að veiða silung. „Í dag veiði
ég jöfnum höndum silung og lax
á flugu. Hvort tveggja er algjör-
lega ávanabindandi og fullkomin
afþreying frá daglegu amstri,“ segir
hann.
Bjarni veiðir eingöngu á stöng
en lætur skotveiði eiga sig. „Ég hef
ekki snert byssu í mörg ár. „Tók
eiginlega skotveiðiáhugann út
sem unglingur í fullkomnu óleyfi.
Ég skil alveg þá sem skjóta en hef
bara ekki tíma í það. En ég veiði
stundum lunda mér til matar en
hann er tekinn í háf.“
Ævintýralegar glímur
Norðurá er í miklu uppáhaldi hjá
Bjarna og sömuleiðis Laxá í Þing-
eyjarsýslu frá upptökum til ósa.
„Laxá er mögnuð hvort sem bráðin
er urriði eða lax. Þurrfluguveiði
á urriðasvæðum Laxár er líklega
mest spennandi veiðiskapur sem
hægt er að komast í á Íslandi. Þegar
flugunni er kastað á laxasvæðinu
í Aðaldal býst maður alltaf við
þessum stóra og það geta verið
ævintýralegar glímur sem enda
ekki alltaf með sigri veiðimanns-
ins. Ég nýti allan fisk sem ég veiði
upp til agna. Villtur lax og silungur
er kóngafæða. Ég gref mikið en svo
nota ég hann einnig í sashimi eða
ceviche. Og reyktur villtur lax er
yfirleitt til á mínu heimili. Fyrsti
laxinn er samt alltaf soðinn með
lárviðarlaufi og borinn fram með
nýju íslensku grænmeti, góðum
kartöflum og bræddu smjöri.“
Óviðjafnanleg náttúra
Þegar Bjarni er spurður um uppá-
haldsveiðihús, enda eru þau mörg
glæsileg á landinu, svarar hann:
„Veiðihúsið í Vökuholti í landi
Laxamýrar við Laxá í Aðaldal.
Útsýnið yfir ána og Mjósund er
óviðjafnanlegt, fuglalífið í kring
einstakt. Aðstaðan er líka frábær
og hugvitssamlega útfærð her-
bergin rúmgóð og rúmin góð. Það
fer alltaf fiðringur um veiðimenn
þegar laxinn byrjar að ganga í
árnar og talsverður spenningur
að sjá hvað gerist þegar ár eru
opnaðar. Ég reyni að komast sem
oftast í veiði. Það er að vísu dýrt
en ég sleppi utanlandsferðum í
staðinn. Ég vil vera á Íslandi yfir
sumartímann.“
Í baráttu með Frökkum
Bjarni hefur oft starfað sem leið-
sögumaður fyrir erlenda veiði-
menn. „Eitt sinn var ég með þrjá
Frakka við veiðar í Norðurá.
Aðeins einn þeirra hafði í raun
áhuga á veiði. Hinir vildu bara
horfa á og voru uppnumdir af nátt-
úrunni við ána. Sá sem veiddi hafði
komið tvisvar áður og hafði það
orð á sér hjá reyndum leiðsögu-
mönnum að vera með afbrigðum
hvatvís og óþolinmóður. Hann
setti í lax á góðum stað þar sem
auðvelt var að landa og ég kenndi
honum að þreyta laxinn rólega
þangað til hann lægi á hliðinni.
Hann tók leiðbeiningum mínum
ágætlega. Eftir hádegishlé áttum
við veiðistað á milli fossanna
Glanna og Laxfoss og ég spurði
hvort þeir vildu að ég sýndi þeim
hvernig laxinn tæki fluguna
Sunray Shadow en slíkar tökur
geta verið mikið sjónarspil ef rétt
er staðið að verki. Þeir vildu ólmir
verða vitni að því og ég strippaði
fluguna hratt yfir brotið og vænn
lax hremmdi hana á stökki. Þeir
klöppuðu fyrir leiðsögumannin-
um allir þrír og ég rétti þeim með
veiðiáhugann stöngina og sagði
honum að landa laxinum. Sneri
mér síðan að hinum sem voru
mjög „impóneraðir“. Svo verður
mér litið á Fransmanninn með
stöngina og sé að flugustöngin er
alveg komin í hring og laxinn eins
þeytispjald í ánni nálægt bakk-
anum. Nú gerðist það samtímis
að stöngin brotnaði og taumurinn
slitnaði og laxinn synti sína leið
nánast óþreyttur. „Ég hélt ég hefði
sýnt þér hvernig á að þreyta lax,“
sagði ég við Frakkann. „Hvað
gerðist?“
„It’s like when I’m playing golf
– I get overexited,“ muldraði hann
skömmustulegur með hreimi eins
og Peter Sellers í Bleika pardusn-
um,“ segir Bjarni og bætir við að
hann telji að sumarið fram undan
verði frábært.
„Það gæti orðið erfitt hér á
Vesturlandi þar sem ár eru þegar
vatnslitlar í byrjun veiðitímans.
En laxinn kom snemma í ár og
það virðist vera nóg af honum en
stærstu göngurnar eiga samt eftir
að koma. Að lokum fer allt eftir því
hversu stórar þær verða.“
Laxá er mögnuð til veiða
Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, var forfallinn bryggju-
dorgari á Ísafirði sem krakki. Veiðiáhuginn hefur ekkert minnkað með árunum.
Áhersla er lögð
á faglega og
persónulega
þjónustu.
Við erum sérhæfð fluguveiði-verslun og bjóðum allt sem þarf til fluguveiða, hvort
heldur í lax eða silung. Hjá okkur
er mikið úrval af stöngum, hjólum
og línum, en ekki síður gott úrval
af veiðifatnaði, vöðlum og skóm.
Í maímánuði opnuðum við nýja
vefverslun þar sem veiðimenn
geta skoðað og keypt flestar okkar
vörur. Allar pantanir eru póstlagð-
ar samdægurs og sendum við frítt
hvert á land sem er,“ segir Friðjón
Mar Sveinbjörnsson, eigandi Veiði-
flugna.
„Við leggjum höfuðáherslu á
faglega og persónulega þjónustu,
sanngjarna verðlagningu en ekki
hvað síst vandaðar vörur. Meðal
vörumerkja eru Loop, Patagonia,
Guideline, Nautilus, Costa, Einars-
son, Scierra og Korkers.
Loop er okkar stærsta einstaka
vörumerki en það hefur notið
mikilla vinsælda á Íslandi síðustu
20-30 árin. Loop hefur í kjölfar
efnahagshrunsins endurskipulagt
innviði sína og er nú í mikilli sókn
um allan heim, ekki hvað síst á
Íslandi. Loop býður upp á mikið
úrval af veiðistöngum sem segja
má að séu hannaðar fyrir íslenskar
aðstæður. Stangirnar frá þeim eru
í fremstu röð enda sést það best á
eftirspurninni. Verð á veiðibúnaði
hefur sjálfsagt aldrei verið lægra en
til marks um það kostar nú nýjasta
stöngin frá Loop aðeins 29.900
krónur,“ segir Friðjón.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.veidiflugur.is og á Facebook-
síðu verslunarinnar.
Fluguveiðivörur á betra verði
Verslunin Veiðiflugur er flestum veiðimönnum kunn enda verið starfrækt um nokkurra ára skeið.
Í sumarbyrjun var ný vefverslun opnuð, www.veidiflugur.is, sem hefur fengið góðar viðtökur.
Verslunin á
Langholts-
vegi 111 er
opin:
Mánudaga
til föstudaga
09.00 – 18.00
Laugardaga
10.00 – 16.00
Sunnudaga
11.00-15.00
S: 527 1060
Elín
Albertsdóttir
elin@365.is
Með fallegan urriða úr Laxá í Laxárdal.
4 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . j ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R
2
3
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
2
A
-6
4
5
C
1
D
2
A
-6
3
2
0
1
D
2
A
-6
1
E
4
1
D
2
A
-6
0
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K