Fréttablaðið - 23.06.2017, Qupperneq 28
Lax eða silungur? Úff, ég veit ekki,
lax er auðveldari og honum fylgir
oft meiri glamúr. Silungurinn er
fyrir lengra komna eins og pabbi
gamli segir gjarnan.
Sleppa eða halda? Ég sleppi
nánast öllum fiskum sem ég veiði.
Ég tek stundum lax með heim
handa afa eða ef ég er sérstaklega
beðinn um það. En annars sleppi
ég alltaf, og það er mjög ánægjulegt
að gera það.
Besta flugan? Ef ég mætti velja
aðeins eina flugu til að veiða með
þá væri það Black Ghost, hún
virkar í allt. Í laxinn er það Evening
dress sem tengdapabbi minn, sá
mikli öðlingur, kynnti fyrir mér.
Í bleikju eða urriða þá er það
Pheasant tail.
Uppáhaldsveiðistaðurinn? Af
því sem ég hef farið standa Hofsá
og Vatnsdalsá upp úr. Rennslið í
þessum ám er nánast fullkomið. En
líklega hef ég átt skemmtilegustu
viðureignirnar á Breiðunni að
norðan í Blöndu. Ég er reyndar að
fara í sumar á Nes-svæðið í Laxá í
Aðaldal og er mjög spenntur því að
ég veit að það er ólýsanlegt að vera
þar með veiðistöng.
Draumaveiðiferðin? Er að fara
með þremur bestu veiðifélögunum
í tvær vikur til Bresku-Kólumbíu
í Kanada og eltast við steelhead.
Veiða í Bulkley-ánni sem er oft
sögð vera mekka fyrir þessa fiska
sem geta orðið mjög stórir og eru
fáránlega sterkir.
Maríulaxinn? Það var í ágúst
2008 í Þverá á Ströndum sem er
lítil tveggja stanga á rétt áður en
komið er til Hólmavíkur. Ég var
þar með pabba og góðum vini
og voru þeir með töluvert meiri
reynslu en ég þar sem ég var
nýbyrjaður að veiða. Ég er frekar
neðarlega í ánni og er einn þá
stundina þegar ég set í fyrsta skipti
í lax. Flugan er 1" Rauður Frances.
Ég veit ekkert hvað ég á að gera
þar sem ég finn að laxinn leggst á
botninn og hreyfir sig ekkert, var
s.s. ekki að haga sér eins og bleikj-
urnar í Þingvallavatni því að það
voru einu fiskarnir sem ég hafði á
ævinni veitt á flugu. En ég byrja að
toga af öllum krafti og þá fer laxinn
af stað og stekkur og ég sá hann
í fyrsta skipti, og sá var stór og
bjartur. Í stuttu máli þá straujaði
laxinn niður ána og ég stóð eins
og stytta og horfði á línuna spólast
út af hjólinu, laxinn sleit tauminn
minn. Ég titraði og jafnaði mig
fljótt og kastaði aftur út í hylinn
og bamm aftur var lax á og ég náði
að landa fallegri fjögurra punda
hrygnu. Daginn eftir kom gamall
heimamaður og náði einum 18
punda hæng með Rauðan Frances
í kjaftinum.
Hvernig vöðlur notarðu? Simms
G4 pro.
Ómissandi nesti? Dökkar
súkkulaðirúsínur og hnetur mixað
saman. Svo drekk ég Grape gos-
drykkinn – en bara í veiði.
Hefurðu fengið eitthvað skrítið
á öngulinn? Ég hef veitt alls konar
drasl, en líklega er það mús sem
hafði drukknað.
Um hvað hugsarðu meðan þú
veiðir? Allt og ekkert, fyrir mig er
þetta hugleiðsla. Stundum syng
ég hátt og snjallt og ótrúlega oft
jólalög.
Hvert fórstu síðast? Ég var að
koma úr smá ferð þar sem ég náði
rétt að veiða í Svartá í Bárðardal
og svo í Laxá í Laxárdal. Ég náði
flottum urriðum í báðum ánum.
Þeir eru rosalegir urriðarnir þarna
fyrir norðan.
Hvert ferðu næst? Ég fer næst
í Langá á Mýrum, þar finnst mér
gott að vera.
Fyrir mig er þetta
hugleiðsla. Stund-
um syng ég hátt og snjallt
og ótrúlega oft jólalög.
Heiðar Valur Bergmann
Sólveig
Gísladóttir
solveig@365.is
Bulkley-áin er oft
sögð vera mekka
fyrir þessa fiska sem geta
orðið mjög stórir og eru
fáránlega sterkir.
Heiðar Valur ánægður með voldugan lax í Langá á Mýrum, á veiðistaðnum
Neðri-Stangarhyl.
Ánægjulegt að sleppa
Heiðar Valur Bergmann veiddi maríulaxinn fyrir tæpum tíu árum. Hann
dreymir um að eltast við steelhead í Bresku-Kólumbíu í Kanada.
Veiddir þú eldislax eða regnbogasilung?
Villtur lax Eldislax
hreisturtökustaður
Viðbrögð
Ef grunur leikur á að veiðst hafi eldislax eða regnbogasilungur skal
tilkynna það strax til Fiskistofu eða Hafrannsóknastofnunar.
Gefa skal upp veiðistað, dagsetningu, tegund, kyn, lengd og þyngd.
Æskilegt er að koma fiski til Fiskistofu eða Hafrannsóknastofnunar til
greiningar, ferskum eða frosnum. Uppruni fiska er þá metinn út frá útliti
eða erfðasamsetningu.
Ef ekki er unnt að verða við því má senda hreistursýni til greiningar. Skafa
skal u.þ.b. 20 hreistur af svæðinu sem sýnt er á mynd að ofan og setja í
hreisturpoka (eða í annað pappírsumslag). Nota skal hreinan hníf við
hreisturtökuna. Senda skal ljósmynd af fiski í tölvupósti.
Hvernig þekkja má strokufiska úr eldi. Strokulaxa úr eldi má þekkja á einum eða fleirum eftirfarandi einkenna: skemmdir á uggum og
sporði, eyddum tálknbörðum, lögun trjónu og kubbslegum vexti. Regnbogasilungar geta haft svipuð einkenni og eldislaxar en eru jafnan enn
kubbslegri, doppóttari á búk og sporði og hafa rauðleita slikju eftir endilöngum búknum. Allur regnbogasilungur á Íslandi er úr eldi.
Trjóna
stutt, aflöguð
Sporður
slitinn,
eyddur,
þver
Eyr- og bakuggar
slitnir, stuttir, brot í uggageislum, geislar
samgrónir eða uggar alveg eyddir
Eyruggar Bakuggi
Tálknbörð
slitin
Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði
S: 569-7900, fiskistofa@fiskistofa.is Regnbogasilungur
Skúlagötu 4, 121 Reykjavík
S: 575-2000, hafogvatn@hafogvatn.is
8 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . j ú n í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R
2
3
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
2
A
-7
D
0
C
1
D
2
A
-7
B
D
0
1
D
2
A
-7
A
9
4
1
D
2
A
-7
9
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K