Fréttablaðið - 23.06.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.06.2017, Blaðsíða 32
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hörður Magnússon lést á dvalarheimilinu Ási 11. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Áss, Hveragerði, fyrir góða umönnun. Hjördís Elinórsdóttir Kristinn Guðbrandur Harðarson Helga Hansdóttir Ragnhildur Hanna Harðardóttir Kári Helgason Theodór, Hörður, Brynjar, Elvar og Dagur barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Thorleif K. Jóhannsson Mýrarvegi 111, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 15. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Kolbrún Jónsdóttir Jón Hilmar Thorleifsson Hugrún Stefánsdóttir Jóhann D. Thorleifsson Hrafnhildur Heiða Jónsdóttir Íris Ósk Thorleifsdóttir Haukur Jóhannsson Örn Elvar Thorleifsson María Stefánsdóttir afa- og langafabörn. Okkar ástkæri Þórarinn Vilbergsson byggingameistari, Laugarvegi 13, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 24. júní kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jósefina Benediktsdóttir Þorsteinn Jóhannsson Okkar ástkæri Þórarinn Grímsson Knarrarbergi 8, Þorlákshöfn, verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju mánudaginn 26. júní kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja hjartadeild LSH við Hringbraut. Valgerður Jóhannesdóttir Grímur Víkingur Þórarinsson Numfon Chaisongkram Arnheiður María Þórarinsd. Jón Þorleifur Steinþórss. Jóhannes Smári Þórarinsson Sigrún Þorsteinsdóttir Friðborg Hauksdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Guðmundur Skjöldur Pálsson Akraseli 23, er látinn. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin á Íslandi. Þökkum auðsýnda samúð og virðingu. Elín Þrúður Theodórs Linda Björk Guðmundsdóttir og Sigurður Ó. Blöndal Páll Ásgeir Guðmundsson og Elsa Nielsen og barnabörn. Þetta er tækni- og hönnunar-keppni fyrir nemendur 12 til 17 ára haldin af Háskóla Íslands og fleirum. Þetta er liðakeppni þar sem grunn-skólar skrá sig til keppni með forritanlegan Lego róbót. Þetta eru sem sagt vélmenni sem þú kaupir og setur saman og svo þurfa krakkarnir að nota iPad eða tölvu til að forrita hann til að leysa ákveðin verkefni sem eru fyrir- fram gefin. Þetta er sama fyrirkomulag og braut um allan heim. Við fáum brautina senda og þurfum að setja hana saman á ákveðnu borði og svo tekur margar vikur að finna út hvernig þú átt að leysa þessar þrautir,“ segir Íris Dröfn Halldórsdóttir, kennari í Myllubakkaskóla, um hvað í ósköpunum First Lego League er eigin- lega. Hún og liðið hennar úr Myllubakka- skóla, krakkar úr 7. bekk, kepptu í First Lego League í nóvember síðastliðnum í Háskóla Íslands. Hópurinn vann og þau hlutu fyrir vikið þátttökurétt í úrslita- keppni First Lego League Scandinavia sem var haldin í Bodo í Noregi í des- ember. Þar höfnuðu krakkarnir í tíunda sæti – en í keppninni kepptu 47 önnur lið. En róbótabyggingin var aðeins einn liður keppninnar. „Keppnin er í þremur liðum – einn lið- urinn er rannsóknarverkefni og í ár var það samskipti manna og dýra. Þar þarf að kynna sér málið og koma með lausn á ákveðnu vandamáli – síðan þarf að kynna það fyrir dómnefnd. Við ákváðum að flytja verkefnið syngjandi; krakkarnir sungu fyrir dómnefndina. Þriðji liðurinn er í hópefli þar sem keppt er í samheldni liðanna. Síðan þarf að hitta dómarana og sýna og kynna róbótanna – hvernig þau forrituðu og hvernig hann virkar.“ Hópnum gekk ótrúlega vel þrátt fyrir nokkur skakkaföll og lítinn fyrirvara. „Það var þriggja vikna fyrirvari sem við höfðum og öll keppnin fer fram á Skand- inavíutungumálum – krakkarnir voru náttúrulega í 7. bekk og bara nýbyrjuð að læra dönsku þannig að þau þurftu að beita enskunni. Það þurfti að tala nokkuð fræðilega ensku en þau æfðu sig rosalega vel. Það bættist líka einn liður við sem var markaðssetning – þar þurfti að vera með bás og að kynna verkefnið. En aðaláherslan hjá okkur var á að keppa í róbótanum og að vinna þá keppni – það var þar sem við enduðum í tíunda sæti. Þetta var mjög gaman, sérstaklega þar sem við höfðum aldrei gert þetta áður.“ Það munaði minnstu að hópurinn myndi ekki ná að taka þátt í keppninni vegna tæknilegra vandamála við Lego vélmennið. „Það gekk ekki allt eins og skyldi. Róbótinn sem við keyptum var alltaf að stríða okkur, en við vorum ekki viss hvort að það væri út af því að við kynn- um ekki almennilega á hann eða það væri eitthvað að honum. Daginn fyrir keppni vorum við búin að forrita og forrita en hann beygði bara út í kant og lét mjög illa – þannig að við hringdum í keppnishaldara og þeir buðust til að lána okkur nýjan undirvagn á róbótann. Við mættum klukkan átta um morguninn á keppnisdegi og rifum róbótann okkar í sundur og byggðum hann upp á nýtt. Fólk hélt að við værum klikkuð með róbótann þarna í tætlum kortér í keppni. En svo gekk þetta mjög vel eftir það.“ stefanthor@frettabladid.is Verðandi verkfræðingar hlutu hvatningarverðlaun Sigurvegarar First Lego League keppninnar í fyrra hlutu Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar 2017 á dögunum en hópurinn er skipaður krökkum úr 7. bekk Myllubakkaskóla. Krökk- unum gekk líka vel í úrslitakeppninni í Skandinavíu þar sem þeir höfnuðu í tíunda sæti. Þetta var mjög gaman, sérstaklega þar sem við höfðum aldrei gert þetta áður. Í First Lego League keppninni er notast við róbóta úr Mindstorms línunni frá Lego. 1439 Eiríkur af Pommern er settur af embætti í Danmörku. 1787 Eftir rannsókn á embættisfærslu Skúla Magnússonar landfógeta úrskurðar kansellíið í Kaupmannahöfn að hann fái að halda embætti. 1893 Karl Danaprins, sonarsonur Danakonungs, kemur til Íslands á snekkjunni Dagmar með sveit sjóliðsforingjaefna. Hann varð síðar konungur Noregs og tók sér nafnið Hákon 7. 1923 Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar, er opnað á Skóla- vörðuholti í Reykjavík. 1925 Skáksamband Íslands er stofnað. 1926 Varðskipið Óðinn, sem ríkisstjórn Íslands lét smíða, kemur til Reykjavíkur. Óðinn var gufuknúinn og vopnaður tveimur 57 mm fallbyssum. 1926 Jón Magnússon forsætisráðherra, sem er í för með konungshjónunum um Norðurland og Austurland, deyr á Norðfirði. 1930 Í skála á baklóð Alþingishússins er opnuð listsýning með um 250 málverkum eftir 16 listamenn í tilefni af Al- þingishátíðinni, sem hófst 26. júní. 1946 Skíðasamband Íslands er stofnað. 1967 Willy Brandt, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, kemur í opinbera heimsókn til Íslands. Tveimur árum síðar verður hann kanslari. 1968 Keflavíkurganga á vegum hernámsandstæðinga er gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur. 1977 Í Þjórsárdal er formlega opnaður sögualdarbær, sem reistur var í líkingu við bæinn á Stöng, í tilefni ellefu alda byggðar norrænna manna á Íslandi. 1996 Leikjatölvan Nintendo 64 kemur fyrst út í Japan. Merkisatburðir 2 3 . j ú n í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R20 T í m A m ó T ∙ F R É T T A B L A ð i ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. 2 3 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 2 A -8 B D C 1 D 2 A -8 A A 0 1 D 2 A -8 9 6 4 1 D 2 A -8 8 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.