Norðurslóð - 24.07.2008, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 24.07.2008, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 32. ÁRGANGUR FlMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 7. TÖLUBLAÐ Gönguviku Dalvíkurbyggðar heppnaðist með mikluin ágætum. Alls tóku um 220 manns þátt í skipulögóum gönguferðum undir leiðsögn Kristjáns E Hjartarsonar. Sumir fónt í nokkrar ferðir og einstaka maðtir í þær allar. Fyrstu dagana rigndi töluvert en veður batnaði þegar á leið vikuna og varð hið ákjósanlegasta. Mestfjölmenni var í gönguna upp að Steinhoganum i Heiðinnamannajjalli. Þar mœttu yftr 70 manns og lögðu á sig langa ferð til að berja augum hina glæsilegu náttúrusmíó. Hálft tonn af pizzudegi Tuttugu 5 m2 saltfiskspizzur bakaðar í ofnum Promens á Fiskidaginn mikla Bökunarofn fyrir Sæplastker breytist í stærsta pizzu- bakstursofn hcims á Fiskideginum mikla, 9. ágúst n.k. Þar verða bakaðar tuttugu saltfiskpizzur sem hver um sig verður 5 m2 að flatarmáli (120 tommur) og skornar niður u.þ.b.13 þúsund sneiðar gestum Fiskidagsins til mettunar. pizzubakstur er samvinnuverkefni Promens, Greifans á Akureyri, Ektafisks og Fiskidagsins mikla. Uppskriftin af saltfiskpizzunni er komin frá Ektafiski en hún er vinsæll réttur á Greifanum og hvergi seld nema þar. Reiknað er með að í þessa uppskrift fari hálft tonn af deigi, 180 kg af osti ,160 kg af sósu, 150 kg af saltfíski, 100 kg af tómötum og 100 kg af olívum og lauk. Búið er að smíða bökunarplötumar á smíðaverkstæðinu hjá Promens og einnig var smíðaður verklegur pizzuhnífur, en það var völundurinn Oskar Sveinn Jónsson sem sá að mestu um þá smíði. Elías Bjömsson hjá Promens segir að bakstur á plastkemm sé ekki svo fábmgðinn öðmm bakstri þó ofnamir séu stærri. Einfalt mál sé að stilla hitastig og baksturstíma en væntanlega snúast bökunarplötumar einungis í láréttu plani inni í ofninum en ekki lóðréttu og láréttu eins og kerin gera. Promenskemureinnigaðannarri stómppákomu á Fiskideginum en það er myndasýningin „Margt býr í hafinu" með 800 fiskamyndum frá nemendum 1. bekkjar í um 30 skólum víðs vegar um land. Sýningin verður sett upp i sýningarrými sem byggt er úr sæplastkerjum, hannað af Guðmundi S Jónssyni og myndar útlínur á flöttum fiski. Þessi umfangsmikli Elias Björnsson Framleiðslustjóri á Promens stillirsér upp til myndatöku vió untfangsmikla bökunarplötu með heimsins stærstapizzuhnif. Shnifurinn er smiðaöur úr þrem skurðarskífum úrfiskflökunarvél. Iþróttamiðstöðin Fyrsta skóflustungan 8. ágúst Fyrsta skóflustunga að nýrri íþróttamiðstöð á Dalvík verður tekin föstudaginn 8. ágúst. Húsið er er teiknað af Fanneyju Hauksdóttur.Sameiginlegurforsalur verður með sundlauginni en einnig verður byggð tengibygging við kjallara sundlaugarhússins. Samtals er nýbyggingin um 1995 m2 að flatarmáli. Búið er að bjóða út verkið og verða tilboð opnuð þann 29. julí nk. Það verður afreksfólk í íþróttum úr Dalvíkurbyggð sem verður í aðalhlutverki við skóflustunguna. Væntanlega fara þar fremstir í flokki skíðamennimirSveinn Brynjólfsson og Björgvin Björgvinsson sem ásamt Daníel heitnum Hilmarssyni eru einu ólympíufarar Dalvíkur en svo skemmtilega vill til að Olympíuleikar verða settir í Beijing þann sama dag. 1 tilefni dagsins verður slegið upp sýningu á keppnisskíðum og öðrum keppnisbúnaði þessara þriggja kappa í tuminum í Sundlaug Dalvíkur. Byggðakvóti í Dalvíkurbyggð 165 þorskígildistonn Alls koma 165 þorskígildistonn í hlut byggðarlaga í Dalvíkur- byggð; 15 þorskígildistonn á Hauganes og 150 þorskígildistonn á Arskógssand, úr úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga fyrir fiskveiðárið 2007/08. Úthlutun til skipanna er miðuð við landaðan afla innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. maí 2007 til 30. apríl 2008. Önnur byggðarlög á Eyjafjarðarsvæðinu sem fengu byggðakvóta úthlutað að þessu eru: Siglufjörður 210 tonn, Ólafsfjörður 150 tonn, Hrísey 23 tonn og Grímsey 46 tonn. Samkvæmt lögum eru samræmdar reglur um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa. Samkvæmt úthlutunarreglum er fískiskipum skylt að landa til vinnslu innan hlutaðeigandi byggðarlaga afla, sem nemur í þorskígildum talið, tvöföldu því magni sem þau fá úthlutað af byggðakvóta og skal byggðakvóta ekki úthlutað til þeirra nema að því leyti sem það skilyrði er uppfyllt. yfirtóku þjónustusamninginn við ÁTVR, en leigja húsnæðið af Jóhanni Tryggvasyni og Hjördísi Jónsdóttur. 1 samtali við þau Guðmund og Önnu kom fram að engar breytingar eru fyrirhugaðar á rekstrinum fyrst um sinn. Með haustinu er hins vegar ráðgert að bjóða uppá nýjungar í Þemunni, en þær verða kynntar er nær líður. Þernan GBess keypti reksturinn Um sl. mánaðamót tók nýtt rekstrarfélag GBess ehf. við rekstri fatahreinsunarinnar Þemunnar og rekstri útsölu ÁTVR á Dalvík. G Bess ehf. er í eigu Guðmundar Sigurðssonar og Önnu Kristínar Ragnarsdóttur. Keyptu þau rekstur og tæki Þemunnar og Þar er einnig að fínna þrönga heimild fyrir sjávarútvegsráðherra að setja sérstök skilyrði um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í einstökum byggðarlögum, samkvæmt dllögum hlutaðeigandi sveitarstjóma, og er ráðherra því aðeins heimilt að setja slík skilyrði að sveitarstjóm hafí rökstutt tillögu sína og sýnt fram á að skilyrði sem hún leggur til séu byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum. Ekki er rekin fiskvinnsla á Árskógssandi og því samþykkti bæjarráð að óska eftir því við sjávarútvegsráðherra að í reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fískiskipa í Dalvíkurbyggð segi: Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan sveitarfélagsins afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þeirra aflaheimilda sem þau fá úthlutað í byggðakvóta og skal úthlutun til þeirra ekki fara fram nema að því leyti sem það skilyrði er uppfyllt.” Opnunartími: Mán. -fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.