Norðurslóð - 24.07.2008, Síða 3

Norðurslóð - 24.07.2008, Síða 3
Norðurslóð - 3 Héðinsfjörður Vilhelm Anton Hattgrímsson skrifar ferðapistil. Vilhelm Anton Hallgrímsson á Dalvík er göngugarpur mikill og hefur skráð í kompu sína nokkrar af ferðum sínum. Norðurslóð hefur áður birt frásögn hans af skíðaferó yfir í Fjörður. I þessari frásögn heldur hann sig enn í eyðibyggðum við Eyjajjörð, í Héðinsfirði. Er við hœfi að birta frásögn hans nú þegar fjörðurinn er kominn í vegasamband við Siglufjörð og verður innan skamms i alfaraleið. r hádegi mánudaginn 3. ágúst 1998, lagði ég úr höfn á Dalvík, á s.s. Nina, og var ferðinni heitið í Héðinsfjörð. Héðinsijörð hafði ég aldrei skoðað almennilega, heldur aðeins hlaupið þar yfír á hundavaði nokkrum sinnum. En þar sem háværar raddir voru famar að krefjast gangna þar í gegn, var nú tækifæri að skoða fjörðinn vel, áður en jarðýtur og aðrarstórvirkarvinnuvélarupphefðu sinn dans þar með tilheyrandi raski og land breytingum Veður þennan dag var ekki spennandi, rigningarsuddi, og lágskýjað þannig að engin var fjallasýn. Ekki var heldur byr fyrir seglskipið, dauðalogn aiveg útfyrir Míganda, þar kulaði aðeins, bara til að blaka seglum aðeins, en ekki til neins gagns. Var því keyrt á vél alla leið, utan 1-2 mílur sem gaf byr út af Hvanndölum. I Héðinsfjörð komum við um nón og byrjuðum á að sigla undir kross sem settur var í Hestfjall, á þeim stað sem flugvél fórst um miðja öldina. Síðan sigldum við innar í ijörðinn og lögðumst við akkeri fyrir utan skipbrotsmannaskýlið í Vík, og Sigurður bryti réri með mig i land, en kafteinn Haraldur gætti skips á meðan. Siggi gekk með mér upp að skýlinu og litaðist þar um, en hélt fljótlega tii skips síns, sem létti akkerum og sigldi burt. Gist í Vík Eftir að hafa litið yfir dal og fjörð, ákvað ég að gista í skýlinu báðar næturnar sem ég hugðist dvelja þarna í firðinum. Eftir að hafa komið fyrir hafurtaski gekk ég norður fyrir húsið og út á framhlaup eitt mikið, sem ísaldarjökull hefur rutt fram úr Víkurdalnum, og alveg í sjó fram. Er um 60 metra há, snarbrött urð niður í fjöru. Þama er víðsýnt og gott að vera, veður var millt, en rigningarúði truflaði aðeins, útsýnisins vegna en ekki bleytunnar, því ég var orðinn hundblautur hvort eð var, bara af því að ganga þessa 100 metra frá skýli og út að melunum, í kafgrasi. Þama á ríplinum sat ég góða stund og fylgdist með fuglalífinu. Að því liðnu gekk ég heim að húsi og stikaði síðan suður yfir Víkurdalsána og heim að bænum Vík, sem að sögn Stebba bróður var að hluta í eigu Sefáns afa míns á Brimnesi, en hann hugðist nýta útræði þama. Jörðin fór í eyði 1951 og íbúðarhúsið komst í eigu SVFI 1966 og var notað sem neyðarskýli, en er nú orðið ónýtt (þó veggir standi) og nýrra skýli tekið við hlutverkinu. Gisti ég um nóttina í nýja skýlinu. Bæjaráp í Héðinsfirði Daginn eftir axlaði ég pokann minn með léttum kliijum og hóf yfirferð mína og visitasíu um fyrrum byggðir Héðinsfjarðar. Undirlendi er lítið í dalnum,og ekkert fremst, hlíðar em brattar og grýttar, og er þeim sleppir taka við mýrar, sem voru sérstaklega blautar núna eftir miklar rigningar undanfarið sem og þennan dag. Slægjur hafa sjálfsagt verið ágætar þama á mýrarflákum, en bera hefur sennilega þurft upp í hlíðar til þurrkunar. Suður undir enda Héðinsfjarðarvatns að austanverðu er bærinn Vatnsendi. íbúðarhúsið hefur verið gert upp til sumarbúðar og er ágætt sem slíkt. A Vatnsenda em rústir af fjárhúsum með uppsteyptum stöfnum, en þak og hliðar em fallin. Eru þetta hús fyrir 100-150 fjár. Um 2 km sunnan Vatnsenda stendur bærinn Grundarkot. Þar er bæjarstæði fallegt, á einum þurrasta blettinum í öllum dalnum, áin bugðast þar rétt framan við bæinn. Ibúðarhúsið er að mestu hmnið, en þó standa þrír steyptir útveggir enn uppi. Grundarkot er hin fallegasta jörð. Þó nokkru framan Grundarkots ná fjallshlíðarnar sitt hvom megin dalssins nánast saman, einungis örfáir metrar em á milli framhlaupa, annars vegar úr Möðmvallaskál í austri, og hins vegar Amárdal í vestri. Steinsnar þar norðar standa bæimir Möðmvellir og Amá hvor í sinni hlíðinni. Af húsum sést ekkert lengur, einungis vel grónar tóftir, og erfitt að geta sér til um húsaskipan. Þarna sneri ég við, og gekk niður (norður) dalinn, að vestanverðu. Þar er byggð engin sjáanleg, en þó virðist hafa verið lambhús eða eitthvað álíka, skammt sunnan vatnsins. Er kemur norður að vatni ganga hlíðarnar beint í vatnið, og undirlendi er ekkert. Við mitt vatnið vestanvert gekk ég fram á unga stúlku sem var að pissa skammt utan við tjald sem þama stóð í lautu. Settist ég þegar niður í hvarfi, og leyfði stúlkunni, sem ekki hafði orðið mín vör, að klára sitt. Enda klár dónaskapur að vaða að hálfnöktum konum, sem eiga einskis ills von, svona úti í náttúrunni. Fékk ég mér bita af nesti og beið svo góða stund, áður en ég áræddi að heilsa upp á tjaldbúa. Enda best að engan gmnaði að mig hefði borið að garði meðan helgi athafnar hennar stóð sem hæst. I tjaldinu reyndust vera tvær stúlkur frá Austurríki, sem höfðu gengið Hestskarð frá Siglufirði. Þær hugðust daginn eftir ganga fram úr dalnum og niður Skeggjabrekkudal til Olafsfjarðar. Spurðu þær hvað sú leið væri lengi gengin, og giskaði ég á 7-8 tíma. Sem reyndist rétt, því ég hitti þær tveimur dögum síðar á Dalvík Undir Hestskarði var komið bjálkahús sem ég hafði ekki séð áður, hið fallegasta hús. Þaðan gekk ég út að gangnamannakofa, sem stendur á sandrifi niður við sjó, Vik í Héðinsfirði og var orðinn heldur óásjárlegur. Þama niður í fjöru setti ég mig niður, sat lengi og hugsaði, stóð siðan upp, bretti buxur upp í nára og óð yfir dalsána þar sem hún fellur úr vatninu. Ekki fann ég fyrir kulda annarsstaðar en á hnjánum við að vaða ána enda fótabúnaður allur, skór og legghlífar búnir að vera sullandi blautur allan daginn. Ain náði í hné þama, en talsverður straumur vegna rigninga og fann ég mér rekna grein til stuðnings. Einungis hafði þó súldað þennan dag en ekki rignt, og verið allhvasst að sunnan. Arkaði ég nú sem leið lá út hnullungafjöruna út að Vík, sótti vatn í ána, eldaði mér kvöldmat, og las svo ferðafélagsbók fram að miðnætti, er ég leið útaf. Yfir Rauðskörð Miðvikudaginn 5. ágúst vaknaði ég 9:30 og fór að búast til heimferðar, eldaði pasta og át, gekk frá mínu dóti og skýlinu, en beið samt fram til hádegis, því ég hafði boðið stúlkunum tveimur að vera samferða yfir Rauðskörð. Þær töldu leiðina of bratta, en aftóku samt ekki alveg að þær mundu slást í för með mér. Ekki komu þær, og gekk ég því einn af stað frá Vík og upp Víkurdalinn. Þegar í 100 m hæð er komið, opnaðist dalurinn fyrir mér með sína sléttu velli yst, en mýrlendi og tjamir inn við dalbotninn. Leiðin yfir Rauðskörð hefur verið stikuð, og þótti mér það nokkuð lýti. En samt öryggi af, og hægðarauki. Aður en að mýrinni kemur, er beygt til suðurs og upp framhlaup og í þverdal. Liggur leiðin upp úr botni þverdalsins, í sléttri en nokkuð brattri brekku sem ganga mátti hvort heldur á skriðu eða snjó upp í skarð. I skarðinu pásaði ég aðeins, þó ekkert væri útsýnið, svo lágskýjað að ekki sá niður í dalbotnana. Leiðin niður Rauðskörð Olafsfjarðarmegin er ekki árennileg. Vel brött, og liggur um hnullungagrjót efst, sem er laust í sér. Sneiða þarf um 100 metra skáhallt fram og niður í dalinn, til að komast hjá hömrum sem liggja beint neðan skarðsins. Séð neðan frá, er alveg undarlegt, að nokkrum manni hafi komið til hugar að ganga þessa leið, hvað þá að hafa sem aðalleiðina í Héðinsfjörð, sem ég hygg að hafi verið. Þegar niður úr skriðunum kom, ofan í Ytriárdalinn tóku við sléttur, góðar til göngu, en yfir tvær ár að fara, og sú vatnsmeiri brúuð til bráðabirgða. Seinni hlutinn liggur því um Syðriárdal og er þar góð slóð, alveg niður að Kleifúm. Þangað kom ég eftir 3 tíma ferð frá Vík, og var sóttur af Lilju minni. Villi Hagg I landi forfeðranna Sheryl Johnson er 21 árs hjúkrunarnemi frá Winnipeg í Kanada sem dvalið hefur undanfarnar þrjár vikur á Dalvík á vegum „Snorra-verkefnisins“ sem er Kanadískt/Íslenskt verkefni og gengur út á að veita ungu fólki af íslensku bergi í Kanada og Bandaríkjunum tækifæri tii að kynnast Iandi forfeðranna, þjóð, menningu og tungu og sömuleiðis íslenskum ungmennum tækifæri til að kynnast vestur-íslendingum í Manitoba í Kanada. Oftar en ekki dvelj a þátttakendur á heimilum skyldmenna sinna og taka þátt í atvinnulíf á viðkomandi stöðum. Sheril dvaldi á heimili Kristjönu S Kristinsdóttur og Jóns Baldvinssonar á Dalvík en langa- langamma Sheril, Björg Jónsdóttir, var systir Önnu Jónsdóttur, langömmu Kristjönu sem raunar fluttist seinna líka vestur um haf. Til frekari glöggvunar má geta þess að Björg Jónsdóttir var gift Sigfúsi Jónssyni (bróður Sólveigar húsfreyju á Ytra-Hvarfi).Þau bjuggu í Dæli en fluttu til Vesturheims árið 1883 ásamt bömum sínum. Það má því segja að Sheril sé skyld drjúgum hluta Svarfdælinga. Sheril segist liafa Iært gríðar mikið um land og þjóð á dvölinni á Islandi en ásamt henni tóku þrettán aðrir þátt í SnotTa-verkefninu að þessu sinni. Fyrstu tvær vikumar dvaldi hópurinn í Reykjavík við íslenskunám, og fræðslu um íslenska sögu, menningu, lífshætti og landshætti og gerðu m.a. sína eigin ættfræðimöppu með hjálp Islendingabókar. Að því loknu var hver sendur til sinnar “fóstur”fjölskyldu en síðustu vikuna ferðast hópurinn saman um landið. Sheril stundar hjúkrunamám eins og áður segir og því fékk hún vinnu á Dalbæ þær þrjár vikur sem hún dvaldi á Dalvík. Hún segir dvölina hér hafa verið mikið ævintýri. Náttúran er æði frábrugðin flatneskjunni sem hún er vön í Winnipeg-borg og nágrenni og fjöllin bæði hrikaleg og fögur. Hún fór í fjallgöngu upp á Böggvisstaðafjall. Farið var rneð hana til Húsavíkur í hvalaskoðun og þá sá hún bæði Goðafosss og Dettifoss. Einnig sigldi hún til Grímseyjar og komst norður fyrir heimskautsbauginn þannig að það var hvergi slegið slöku við og hver dagur öðrum ævintýralegri. Kristjana, Sheiyl og Jón

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.