Norðurslóð - 27.01.2005, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 27.01.2005, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Utgefandi: Rimar ehf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: H jörlcifur Mjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Blaðamaður: Halldór Ingi. Netfang: halldor@rimar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sírni: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf.is Prcntvinnsla: Asprent, Glerárgötu 28, Akureyri, sími: 460 0700. Sameining sveitarfélaga - umræða óskast Árið 2004 er liðið í aldanna skaut og árið 2005 hefur hafið sitt skeið. Það er við hæfi að horfa um öxl á slíkum tímamótum til að rcyna að átta sig á stöðunni og spá fyrir um framtíðina. Því verður víst ekki neitað að nokkuð hefur verið á brattann að sækja í atvinnumálum sveitarfélagsins og hefur sú þróun haft sín áhrif á mannlífið. Þýðingarmikil atvinnufyrirtæki hættu starfsemi á árinu og sú fækkun á störfum og skerðing á þjónustu sem af því hefur hlotist, hefur óhjákvæmilega stórvægilegri áhrif á lítið samfélag á borð við Dalvíkurbyggð en þau sem stærri eru. Ibúum hefur fækk- að í sveitarfélaginu og megum við svo sannarlega ekki við slíku. Deilur iim framtíð skólahalds í Svarláðardal og uppákomur í bæj- arstjórn þcim samfara hafa ekki heldur orðið til að auka mönnum bjartsýni upp á síðkastið. En með hækkandi sól eykst mönniim þrek og þor og til þess eru erfiðleikarnir að sigrast á þeim. I Dal- víkurbyggð eru tækifærin óþrjótandi og þrátt fyrir tímabundna ertiðleika eigum við enn nóg af fólki sem ekkert kýs frekar en að eyða hér sínum ævidögum, hortir hjartsýnt fram á veginn, leitar að sóknarfærum og grípur þau þegar þau gefast. Og hana nú. 23. aprfl nk. fara frain, ef að líkum lætur, kosningar um samein- ingu sveitarfélaga við Eyjafjörð. Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fyrsta fundi nýs árs að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaga á Eyjatjarðarsvæðinu og metur bæjarstjórn það svo að stækkun sveitarfélaga sé nauðsynleg aðgerð „til að styrkja sveitarstjórnarstigið sem stjórnsýslueiningu...“ eins og það var orðað. Líklega eru sveitarstjórnarmenn í Dalvíkurbyggð nokkuð á undan liinum almenna borgara í þessu máli ef svo má að orði komast og því mikið undirbúnings- og kynningarstarf enn óunn- ið ef kosningarnar eiga að fara fram í aprfl og kjósendur að fá ráðrúm til að mynda sér einhverjar vitrænar skoðanir á málinu. Tiltölulega stutt er síðan þau þrjú sveitarfélög sem niynda Dal- víkurbyggð rugluðu saman reitum síniun og má með gildum rök- um halda því fram að sú sameining sé tilfinningalega ekki enn uin garð gengin. Það votta deilurnar um Húsabakkaskóla betur en flest annað. IMenn eru enn að reyna venja sig við breytta skip- an mála og alls ekki fyllilega búnir að gera upp við sig hvernig þeim líkar breytingin. Almennir kjósendur í svcitarfélaginu eru því eins og málum er nú háttað varla meira en svo tilbúnir að hella sér strax út í nýjar samciningarkosningar. Nú skal ekki lagður dómur á það hér hvort sameining allra sveitarfélaga við Eyjafjörð er álitlcgur kostur. Það verður hver og einn að gera upp við sig á næstu mánuðum. Meirihluti bæjar- stjórnar í Dalvíkurbyggð virðist ætla að svo sé en óvíst er hvort kjósendur í Dalvíkurbyggð séu á sama máli einfaldlega vegna þess að þeim hefur enn ekki verið gefinn kostur á að kynna sér málið og almenna reglan segir að menn kjósa frekar óbreytt ástand en óvissa framtíð. Það má í það minnsta ekki dragast að umræðan um hina stóru fyrirhuguðu sameiningu fari af stað. Þau tíðindi hafa orðið í héraðinu að héraðsfréttablöðin Norð- urslóð og Bæjarpósturinn eru nú komin undir einn hatt og sameig- inlega útgáfu. Við sem að þessari útgáfu stöndum munum leggja okkur fram um að færa umræðuna til fólksins og hvetjum lesend- ur til að kynna sér málin og taka virkan þátt í umræðunni. Eink- anlega bjóðum við sveitarstjórnarinenn hjartanlega velkomna að tjá skoðanir sínar á síðum blaðsins og viðra þær á þann hátt fyrir umbjóðendum sínum. Varðandi sameiningu svcitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæðinu skiptir e.t.v. mestu máli fyrir Dalvíkurbyggð á hvaða forsendum á að ganga inn í slíka sameiningu. Hugsa menn sameininguna sem óli jákvæmilegan lcik í þröngri stöðu eða sókn til framtíðar. Staða Dalvíkurbyggðar hefur að mörgu leyti vcrið erfið að undanförnu. Þegar vilji bæjarsfjórnar liggur fyrir vilja íbúar byggðarlagsins væntanlega fá meira að heyra af þeim vettvangi. Hvaða ávinning telja sveitarstjórnarmenn hljótast af sameiningu fyrir hinn al- mcnna kjósanda? Þátttaka Dalvíkurbyggðar í stórri sameiningu sveitarfélaga verður að byggja á skýrri framtíðarsýn þar sem bætt lífskjör hins almenna íbúa eru í fyrirrúmi en ekki neyðarúrræði vegna tímabundinna erfiðleika sveitarfélagsins. hjhj Fyrsta löglega þorrablótið á Islandi í ár Klukkan rúmlega 7 að morgni bóndadags settust morgunhanarnir í Sundlaug Dalvíkur niður til að blóta þorra. Nær örggugt er að þetta er fyrsta blótið sem haldið er hér á landi eftir að þorri gekk í garð. Frá vinstri Sigurlaug Stefánsdóttir, Þorsteinn Skaftason, Hörður Kristgeirsson,Viðar Kristmundsson sundlaugavörður,Guð- björn Gíslason, Ásgeir Guðjón Kristjánsson, Sigurjón Kristjánsson, Sveinbjörn Steingrímsson og Magnús Hafsteinsson. Á myndina vantar Kristínu Hjaltadóttur svo og ljósmyndarann Jóhann Antons- son. Núna byrja þorrarnir... Pungur afhrút - ha, er það matur? Þorrablót var haldið á leik- skólanum Krílakoti sl. föstudag. Krakkarnir byrj- uðu á því að útbúa nokkurs kon- ar hjálma svo þau litu út eins og sannir víkingar, og eftir að hafa marserað um leikskólann var komið að snæðingi. Þegar gengið var í matsalinn sagði einn stutt- ur við blaðamann: - Núna byrja þorrarnir. Krakkarnir voru að sjálfsögðu mishrifin af þorramatnum, harð- fiskurinn og hangiketið hugn- aðist þeim flestum best, en há- karlinn naut minni vinsælda. Þó sagði ein lítil dama að hann væri langbestur og gerði honum góð skil. Einn guttinn spurði hvað þetta væri sem hann væri að setja upp í sig, og var tjáð að það væri súrsaðir hrútspungar. - Pungur af hrút - ha, er það matur? sagði hann þá, en lét sig svo hafa það að borða pungana. Þorramatnum skoluðu svo börnin niður með sérkennilegri blöndu úr mysu og appelsíni. Axel smakkaði á hákarlinum en þótti hann vondur. Hlynur Snœr sagði að þetta vœri allt saman gott. Þessi unga daina smakkaði hákarlinn og þótti bragðið dálítið skrítið. Áður en sest var að borðum stóðu allir upp á stólunum sínum og sungu og klöppuðu. Að sjálfsögðu var sungið eins og á öllum þorrablótuin. BBH

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.