Norðurslóð - 27.01.2005, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 27.01.2005, Blaðsíða 8
Tímamót Brúðkaup Þann 24 desenber s.l. voru gefin saman í hjónaband í Dalvík- urkirkju, Anna Guðný Karlsdóttir og Hörður Hólm Másson. Heimili þeirra er að Ægisgötu 6, Dalvík. Afmæli Þann 8. janúar síðast- liðinn varð 75 ára Kristín Gestsdóttir Goðabraut 22, Dalvík. ’Wy W Þann 14. janúar síðast- íu y liðinn varð 85 ára Halldór Gunnlaugsson Melum, Dalvík. Norðurslóð árnar heilla. Andlát Þann 14. desember sl. andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri Aðalbjörg Arna- dóttir Goðabraut 19, Dalvík. Aðalheiður er fædd í Ólafsfirði 4. desember 1934. Foreldrar hennar voru Árni Anton Guðmundsson, f. 2. ágúst 1903, d. 4. ágúst 1957, og Jóna Guðrún Antonsdóttir, f. 23. október 1908, d. 5. nóvem- ber 1989. Systkini hennar eru: hálfbróðir, sam- mæðra, Anton f. 1932, Una f. 1938, Ólafur f. 1939 og María f. 1943. Aðalheiður giftist Júlíusi Snorrasyni Dalvík þann 22. apríl 1959. Börn þeirra eru: Anna Jóna, fædd 8. október 1954, Kristín fædd 27. febrúar 1958, Árni Anton, fæddur 6. september 1959, Jónína Amalía, fædd 2. júní 1961, og Ingigerður Sigríður, fædd 4. ágúst 1965. Þau hjónin Aðalheiður og Júlíus ráku um árabil verslun og saumastofu og einnig voru þau með veitinga- og hótelrekstur á Dalvík. Útför Aðalheiðar var gerð frá Dalvíkurkirkju 21. desember síðastliðinn. Þann 2. janúar síðastliðinn andaðist á Dalbæ, Dalvík Signiundur Sigmundsson frá Framnesi við Dalvík. Sigmundur var fæddur í Miðvík í Grýtubakkahreppi þann 7. júní 1916. Foreldrar hans voru Sigmundur Indriðason, f. 24. desember 1888, d. 21. febrúar 1956, og Sigríður Jónsdóttir, f. 4. nóvember 1892, d. 3. apríl 1983. Sambýliskona Sigmundar var María Jón- assína Gunnlaugsdóttir, f. 4. október 1920, d. 30. nóvember 1981. þau bjuggu lengst af í Framnesi á Upsaströnd. Sigmundur var til sjós á togaranum Björgvin og má segja að sjómennskan hafi verið hans líf og yndi. Hann var heiðraður fyrir störf sín að sjómennsku á sjómannadaginn 1987. Sigmundur var jarðsettur frá Dalvíkurkrkju 8. janúar síðast- liðinn. Þann 6. janúar síðast liðinn andaðist á Dalbæ, Dalvík Olafur Tryggvason fyrrverandi bóndi og organisti frá Ytra-Hvarfi, Svarfaðardal. Ólafur fæddist 9. júní 1920. Foreldrar hans voru hjónin Tryggvi Jóhannsson, f. 11. apríl 1882, d. 23. ágúst 1971, og Soffía Stefánsdóttir, f. 12. júlí 1885, d. 9. janúar 1963. Ólafur var yngstur systkinannna á Ytra-Hvarfi en þau voru auk hans Jakob, Lilja, Jóhann og Stefán sem öll eru látin. Ólafur tók við búi á Ytra- Hvarfi um 1950. Hann kvæntist Friðriku Haraldsdóttur frá Ytra- Garðshorni, f. 2. janúar 1915, d. 21. október 1992. þau eignuðust 3 börn en fyrir átti Friðrika soninn Ævar, f. 26. júní 1940. Börn Friðriku og Ólafs eru: Kristín, f. 6. maí 1951, Jóhann, f. 2. október 1952 og Jón Haraldur, f. 9. mars 1958, d. 5. desember 2002. Ólafur lærði á orgel strax sem barn. Árið 1942 gerðist hann organisti við Vallakirkju og síðar varð hann einnig organisti við Urða- og Tjarnarkirkjur og gegndi því starfi til ársins 1992. Árið 1981 fluttu Friðrika og Ólafur til Dalvíkur í húsið Lambhaga við Skíðabraut. Síðustu árin átti hann heima á Dalbæ þar sem hann andaðist. Úrför hans var gerð frá Dalvíkurkirkju 15. janúar síðast- liðinn, jarðsett var á Völlum. Ólafs er minnst á bls. 4. Þann 17. janúar síðast liðinn andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Steinunn Sveinbjörnsdóttir Vegamótum Dalvík. Útför hennar fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 29. janúar nk. kl. 13.30. Hennar verður minnst í næsta blaði. Fréttahorn Þorralamb. Sá óvænti atburður varð í fjárhúsunum í Helgafelli þann 16. jan. sl. að veturgömul ær bar þar tveim lömbum. Ærin sem er veturgömul var lamblaus í fyrra en svo hefur náttúran kallað á hana um gangnaleytið í haust og einhvar hrútur hlýtur að hafa komið þar við sögu ef að líkum lætur. Litla gimbrin er við ágæta heilsu en hins vegar dó tvílembingurinn á móti henni. Sigtryggur í Helgafelli segist ekki reikna með fleiri svona tilfellum. Þetta gerist stundum og það virðist færast í aukana að lömb fæðist utan hins venjulega sauð- burðartíma á vorin. Skíðafélag Dalvíkur hlaut 300 þúsund króna styrk úr íþrótta- sjóði vegna ársins 2005, og var það eina félagið hér á svæðinu sem hlaut styrk. Alls bárust 113 umsóknir um styrki úr sjóðnum, en á fjárlögum er gert ráð fyrir að sjóðurinn hafi um 18,3 milljónir króna til ráðstöfunar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ákvað að styrkja 64 verkefni um ríflega 16,6 milljónir króna. Tekist hefur að selja allar gærur sem féllu til hjá Norð- lenska í nýliðinni sláturtíð. Erf- itt hefur reynst að selja gærur á undanförnum árum og er verðið afar lágt, reyndar í sögulegu lág- marki. Því lækkar verð til bænda frá fyrra ári og greiðir Norð- lenska innleggjendum með við- skiptasamning við fyrirtækið 55 krónur fyrir lambagærur og 52,8 þeim sem ekki hafa gert við- skiptasamning. Ekkert fæst fyrir ærgærur í ár. Gert er ráð fyrir að bændur fái gærur greiddar í byrj- un febrúar. Það hefur verið í nógu að snú- ast hjá Löndunarþjónustu Dalvíkur að undanförnu, við löndun á loðnu og bolfiski. Á rúmri viku landaði fyrirtækið ríf- lega tíu þúsund tonnum af loðnu á Dalvík og í Krossanesi, auk þess sem Björgvin og Björgúlf- ur hafa landað bolfiski á Dalvík. Langt er síðan, ef það hefur þá einhvern tíma gerst að loðnu hafi verið landað á Dalvík, en búið að landa um 1200 tonnum af fros- inni loðnu frá áramótum og von er á fleiri löndunum næstu daga. Þá annast fyrirtækið loðnulönd- un í Krossanesi, og þar er búið að landa á níunda þúsund tonnum. Karlakór Dalvíkur stefnir að söngferð til Norðurland- anna á sumri komanda, og jafn- framt er í undirbúningi útgáfa á hljómdiski með jólalögum á árinu. Þessa dagana æfir kórinn hins vegar stíft vegna sameigin- legra tónleika með Karlakór Reykjavíkur sem haldnir verða á menningarhátíðinni Svarfdælsk- ur mars dagana 11 .-12. mars. Hátt í 40 manns syngja nú með Karla- kór Dalvíkur og fer fjölgandi. Sameiningarnefnd sveitarfé- laga hefur nú umsagnir stjórn- enda sveitarfélaga um samein- ingarhugmyndir nefndarinnar til umfjöllunnar. Tillagna nefndar- innar er að vænta um næstu mán- aðamót. Talið er víst, að nefndin geri það að tillögu sinni, að kosið verði um sameiningu sveitarfé- laganna 10 við Eyjafjörð. Það er hins vegar ekki ljóst hvort kosið verði í apríl, eins og áætlað var. Dregist hefur að ná niðurstöðu í verka- og tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem hugsanlega gæti leitt til þess að kosningum verði frestað til hausts. Minningarsjóður um Daníel Hilmarsson gengst fyr- ir tónleikum í Dalvíkurkirkju sunnudaginn 6. mars nk. Þar mun hinn landsfrægi KK troða upp og spila fyrir tónleikagesti við eigin undirleik. Fullt er á námskeið í ullarþæf- ingu á vegum fullorðins- fræðslu Húsabakkaskóla sem hófst sl. fimmtudagskvöld. Kenn- ari er Ingibjörg R Kristinsdótt- ir. Vegna mikillar þátttöku var ákveðið að halda annað nám- skeið og hefst það Þriðjudags- kvöldið 22. febrúar. Þegar hafa nokkrir skráð sig á það nám- skeið. Námskeiðin standa yfir þrjú kvöld, þrjá tíma í senn og er þáttökugjald kr 8000. Svarfdælskur mars verður haldinnífimmta sinn helgina 11.-13. mars nk. Að vanda verður keppt í brús á föstudagskvöld- inu og marsinn stiginn á laugar- dagkvöldinu. Menningarlegur hápunktur hátíðarinnar verður hins vegar heimsókn Karlakórs Reykjavíkur og tónleikar hans ásamt Karlakór Dalvíkur sem fram fer laugardaginn 12.mars í Dalvíkurkirkju. Þá verður haldið málþing á laugardaginn en ekki fékkst upp gefið umfjöllunarefni þingsins þegar blaðið leitaði upp- lýsinga hjá undirbúningsnefnd. Samkvæmt heimildum blaðsins eru brúsmenn fyrir löngu teknir til við strangar æfingar og hitt- ast þeir jafnan einu sinni í viku í Bakaríinu við Hafnarbraut. Sl. laugardagsmorgun fékk lögreglan á Dalvík tilkynn- ingu um að bíl sem stóð á þjóð- veginum fyrir ofan Ytri-Vík á Árskógsströnd, hefði verið velt út af veginum, og er bíllinn er nokkuð skemmdur. Málið er óupplýst, en þeir sem gætu veitt einhverjar upplýsingar eru beðir um að hafa samband við lögregl- una á Dalvík. * Askriftarsímarnir eru 466 1555 Og 466 1300 Munir og minjar Á byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera vitni um horfna starfshætti og margir þeirra koma nútímabörnum ef til vill spánskt fyrir sjón- ir. íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggða- safnsins í Hvoli gerir hér lítilleg skil munum og minjum af safninu, auk þess sem birtar eru mynd- ir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í til hvers voru notaðir. Ef þið hafið einhverjar upplýsingar um munina hvetjum við ykkur til að hafa samband við írisi á byggðasafninu í síma 466-1497 eða 892-1497. Skilvinda Síðasti munur var skilvinda eins og margir hafa eflaust gert sér grein fyrir. Með skilvindu var rjóminn skilinn frá mjólkinni. ^--------------------- Mynd 27. Hvað er þetta?

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.