Norðurslóð - 25.08.2005, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 25.08.2005, Blaðsíða 6
Tímamót Skímir Þann 5. ágúst var skírður í Dalvíkurkirkju Torfi Jóhann Sveinsson. Foreldrar hans eru Guðrún Anna Óskarsdóttir og Sveinn Arnar Torfason til heimilis að Efstakoti, Dalvík. Þann 21. ágúst var skírð í Tjarnarkirkju Inga Margrét Ingólfs- dóttir. Foreldrar hennar eru Valgerður Björg Stefánsdóttir og Ingólfur Arnar Kristjánsson til heimilis að Syðra-Garðshorni, Svarfaðardal. Brúðkaup Þann 9. júlí voru gefin saman í Dalvíkurkirkju Bjarney Anna Sigfúsdóttir og Gunnar Örn Reimarsson til heimilis að Hringtúni 3, Dalvík. Þann 5. ágúst voru gefin saman í Dalvíkurkirkju Svala Gígja Magnúsdóttir og Gústaf Adolf Þórarinsson til heimilis að Bjark- arbraut 15, Dalvík. Þann 20. ágúst voru gefin saman í Dalvíkurkirkju Jenný Dögg Heiðarsdóttir og Kristbjörn Arngrímsson til heimilis að Smáravegi 4, Dalvík. Afmæli Þann 10. ágúst síðastlið- inn varð 95 ára Jóna Kristjánsdóttir Karlsbraut 29, nú á Dalbæ, Dalvík. Þann 12. ágúst síðastlið- inn varð 70 ára Guðrún Benediktsdóttir Karlsbraut 21, Dalvík. Þann 14. ágúst síðastlið- inn varð 80 ára Hrönn Kristjánsdóttir Dalbæ, Dalvík. Þann 17. ágúst síðastlið- inn varð 70 ára Armann Sveinsson Karlsrauðatorgi 16, Dalvík. Norðurslóð árnar heilla. Andlát Þann 25. júlí s.l. andaðist á Dalbæ, Dalvík Júlíus Eiðsson lengst af kenndur við Höfn. Júlíus fæddist á Dalvík 4. janúar 1919. For- eldrar hans voru Eiður Sigurðsson, f. 1890 á Skjaldarstöðum í Öxnadal og Valgerður Júlíusdóttir, f. 1888 á Hverhóli í Skíðadal. Júlíus ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Dalvík og síðan með þeim á nokkrum bæjum frammi í dalnum svo sem Brekkukoti, Krosshóli í Skíðadal og Ingvörum. Hann vann við öll venjuleg störf sem buðust, t.d. á Bflaverkstæðinu á Dalvík, á frystihúsinu bæði þar og í Keflavík, en á þeim tíma fóru bátar frá Dalvík á vetrarvertíð suður. Júlíus vann við flökun í Hraðfrystihúsinu í Keflavík í nokkur ár. Þar kynntist hann konu sinni Valgerði Þorbjarnardóttur frá Harrastöðum í Dölum sem vann þar sem ráðskona í mötuneyti frystihússins. Þau giftust 20. febrúar 1955. Fljótlega keyptu þau húsið Höfn á Dalvík og bjuggu þar allt til ársins 1993 er þau fluttu á Kirkjuveg 11. Börn þeirra eru: Eyrún Kristín f. 12.3.1955, rnaki Óskar Hauk- ur Óskarsson, þau eiga 3 börn. Guðmundur Þorbjörn f. 20.8.1958, maki Áslaug Valgerður Þórhallsdóttir, þau eiga 3 syni. Valur Björgvin f. 25.12. 1962, maki Ester Ottósdóttir, þau eiga 4 börn. Júlíus Garðar f. 2.2.1966, maki Gréta Arngrímsdóttir og eiga þau 3 börn. Dóttur átti Júlíus með Fanneyju Björnsdóttur, Dagný Svava heitir hún og á hún 4 börn og 7 barnabörn. Sambýlismaður hennar er Eyjólfur Jónsson. Júlíus vann í mörg ár með Jóni Stefánssyni í Hvoli við bygg- ingar bæði á Dalvík og í nágrannabyggðum, t.d við byggingu Húsabakkaskóla og Dalvíkurkirkju svo eitthvað sé nefnt. Hann var flinkur handverksmaður, og hafði mikinn áhuga á varðveislu gamalla muna, var tíður gestur í Byggðasafninu á Dalvík þar sem hann þekkti alla hluti og gat sagt frá mörgu fróðlegu frá gamalli tíð. Utför Júlíusar fór fram frá Dalvíkurkirkju 2. ágúst sl. Prestur var Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur í Ólafsfirði. Guðmundur Bcncdiktssun útgerðarmaður frá Árgerði á Árskógssandi andaðist 2. ágúst síðastliðinn. Guðmundur fæddist í Stóru Ávík í Árneshreppi á Ströndum 31. júlí 1914. Foreldrar hans voru Benedikt Sæmundsson f. 1882, d.1956 frá Ófeigsfirði og kona hans Hallfríður Jónsdóttir frá Stóru Avík f. 1887, d. 1947. Árið 1932 þegar Guðmundur var 18 ára flutti fjölskyldan frá Ströndum að Birnunesi á Árskógsströnd. Seinna fluttu þau í Árgerði á Árskógssandi. Eiginkona Guðmundar var Þórhildur Frímannsdóttir frá Ytri- Vík, þau gengu í hjónaband árið 1937. Þau hófu búskap í Ytri-Vík, bjuggu þar í 11 ár með smábúskap og trilluútgerð. Þau eignuðust Munir og minjar Á byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera vitni um horfna starfshætti og margir þeir- ra koma nútímabörnum ef til vill spánskt fyrir sjónir. Iris Olöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggðasafnsins í Hvoli gerir hér lítilleg skil mun- um og minjum af safninu, auk þess sem birtar eru myndir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í til hvers voru notaðir. Ef þið hafið einhverj- ar upplýsingar um munina hvetjum við ykkur til að hafa samband við írisi á byggðasafninu í síma 466-1497 eða 892-1497. Dixill eða beykisöxi. Áhald mikið notað á sfldarplönum. Einskonar hamar notaður til að slá með gjörð á tunnu. Mynd 34. Hvað er þetta? Sáttúra Sáttúra Tilboðsverö 399 afsláttur á kassa Verð áður 499 kr/kg Tilboðsverð 998 afsláttur á kassa Verð áður 1489 kr/kg Frönsk sveita skinka pokkiið - Borgarneskjötv. 3 syni: Hermann árið 1940, hann býr á Árskógs- sandi; Svavar árið 1941, hann drukknaði árið 1987 og Ingvar árið 1947, hann býr á Árskógssandi. Barnabörnin eru 14 og barnabarnabörnin 39. Þórhildur andaðist árið 1987. Árið 1966 stofnaði Guðmundur ásamt sonum sínum og frændum þeirra Útgerð G. Ben. á Ár- skógssandi, þar vann hann sleitulaust þar til hann varð áttræður. Árið 1998 flutti hann á heimili aldraðra á Dalvík. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stærri Árskógskirkju 12. ágúst. Sr. Hulda Hrönn jarðsöng. Askriftarsíminn er 466 1300 Tilhoúsverö 974 afsláttur a kassa Verö áður 1499 kr/kg Tilboo Tilboðsverð 394 42% k • • afsláttur á kassa Verö áður 679 kr/kg Goði kindakæfa 150gr Goði nestiskæfa 150gr 1995kr i.'-i: *!»:..,i.. 2995 kr HnlnorfjOrður • NjnrOvik • lsnf|úrður • Akuroyrl • Onlvik • Siglufjörður • OlntufjOrður • Húeavlk • Egilsstnðir • Solfons • Borgnrnou • Blðnduös • Skngnstrðnd • Bolungarvlk • Nosknuputaöur

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.