Norðurslóð - 17.11.2005, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 17.11.2005, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 29. ÁRGANGUR FlMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 "i <-*m SigríðurJódís Gunnarsdóttir, Só' ey Inga Guöbjörnsdóttir og Els, Antonsdóttir í 9. Á VÞ með gjafii sínar til barna í Úkraínu. I JL Isíðustu viku fóru í póst sex pappakassar af stærstu gerð, fullir af jólagjöfum frá nemendum Dalvíkurskóla til bágstaddra barna í Úkraínu. Sending þessi er hluti af verkefni sem nefnist „jól í skókassa" og er það unnið með samtökunum SOS-barnaþorp að frumkvæði KFUM og KFUK. Yfirleitt unnu krakkarnir tveir og tveir saman, söfnuðu saman smágjöfum s.s. leikföngum, skólavörum, sælgæti, fatnaði og jafnvel peningum eða öðru sem komið getur sér vel fyrir fátæk börn og glatt getur þau um jólin. Þessum smágjöfum var komið fyrir í litlum kössum sem krakkamir pökkuðu inn í jólapappír ásamt kveðjum frá sendendum og upplýsingum um hvaða kyni og aldurshópi hver pakki var ætlaður. Almennt tóku krakkarnir vel við sér að sögn kennara í Dalvíkurskóla, létu ýmislegt smálegt af hendi rakna og glöddust í hjarta sínu yfir því að geta með þessum hætti miðlað af auði sínum og sýnt þeim hluttekningu sem búa við fátækt og skort. Ingibjörg Kristinsdóttir og Myriam Dalstein. Jólamarkaður á Skeiði „Allt um jól" er yfirskrift næsta viðburðar scm haldinn verður í hlöðunni á Skeiði í Svarfaðardal. Það er nokkurs konar jólamark- aður og verður opnaður fyrstu helgina í aðventu sem er 26. og 27. nóvember og verður opið frá klukkan 14-17. Um er að ræða markað þar sem fólk getur selt hvers kyns vör- ur. Myriam Dalstein á Skeiði segir að fólk þurfi sjálft að koma með borð eða annað undir vörurnar en hún leggi til húsnæðið. Utihúsin á Skeiði verða í jólabúning og Myriam ætlar að kynna íslendingum stemmingu þýska jólamarkaða. Jólaglögg, smákökur og léttar veit- ingar með þýsk-íslensku ívafi, verða til sölu á vægu verði. „Allt um jól" er framhald af sýningu sem var á Skeiði í ágúst og bar yfirskriftina „Allt í ull" og var fyrsta uppákoma í hlöðuverkefni sem Myriam kallar „Allt í þróun". „Allt í ull" var sýning á verkum úr þæfðri ull. Á sýninguna mættu yfir 90 manns og viðtökurnar voru svo góðar að Myriam kveðst hlakka til næstu verkefna í hlöðuverkefninu „Allt í þróun". Þeim sem vilja vera með söluborð eða bás er bent á að hafa sam- band við Ingibjörgu (466 1526) eða Myriam (466 1636 / 866 7036). Línubátar flykkjast til Dalvíkur - sjá bls. 4 Blómlegt útgáfustarf um jól og aðventu Ég skemmti mér Dúettaplata Guðrúnar Gunnars og Friðriks Ómars kemur út á föstudaginn! Fyrr á þessu ári komu Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar í Dalvíkurkirkju og héldu tvenna tónleika með lögum Ellýjar og Villa. Það er skemmst frá því að segja að þau fylltu kirkjuna í tvígang og var mikil stemmning á báðum tónleikunum. Það er gaman frá því að segja að nú á föstudaginn kemur út ný plata „Ég skemmti mér" með gömlum og góðum lögum í þeirra flutn- ingi en það er enginn annar en Ólafur Gaukur sem útsetur. * Friðrik Omar með jólatónleika Friðrik Ómar Hjörleifsson held- ur jólatónleika milli jóla og nýárs í samkomuhúsinu UNGO á Dalvík. Efnisskráin er jólasálmar en Friðrik fer óhefðbundna leið og notast aðeins við söngröddina við flutning sálmanna. Friðrik er þessa dagana í hljóðveri við upptökur en þær upptökur mun hann notast við á tónleikunum. Rödd hans er margfölduð á einar 40 söngrásir sem síðan eru settar saman og mun þá Friðrik hljóma eins og kór. Friðrik útsetur sálm- ana sjálfur. Verkefnið vinnur hann í samvinnu við félaga sinn sem mun fara um Dalvíkurbyggð í desember og mynda skreyting- ar, hús og fólk en þær myndir verða sýndar á stórum skjá meðan á tónleikunum stendur. Tónleikarnir verða tvennir, 28. desember og 29. desember og hefjast kl. 21. Miðasala er hafin í síma 868-9706 alla virka daga milli 16 og 19 fram til 1. desem- ber. Miðaverð er kr. 1200 og er fólki bent á að tryggja sér miða í tíma því aðeins sjötíu sæti eru í boði á hvora tónleika. Kristjana gefur út nýja plötu í húminu Ný hljómplata með söng Kristj- önu Arngrímsdóttur kemur á markaðinn í desember. Platan nefnist „í húminu" og hefur að geyma 16 kyrrðarlög, bæði andleg og veraldleg með þjóð- legum hátíðleikablæ. Á lagalist- anum er m.a. að finna ein sex dönsk lög með nýjum þýðing- um eftir Böðvar Guðmundsson og Kristján Hjartarson en þau Kristjana og Kristján hafa búið í Danmörku undanfarin ár. Upptökur fóru fram í Digranes- kirkju í Kópavogi nú í byrjun október og sá Sigurður Rúnar Jónsson um upptökuna. Undir- leikarar á plötunni eru þeir Jón Rafnsson, Hjörleifur Vals- son, Tatu Kantomaa, Örn Kristj- ánsson og fleiri og einnig syngur Ösp Kristjánsdóttir með móður sinni í nokkrum laganna. Hér er sýnishorn af þýðingu Böðvars. Hneigðu þitt höfuð Lag: Carl Nielsen Texti: Johannes Jörgensen Þýð.: Böðvar Guðmundsson Hneigðu þitt höfuð, ó blómstur, hneigðu nú blöðin þín smá. Bíð þú með brána lukta, brátt fellur náttdöggin á. Nóttin svo húmdimm og hljóðlát hún á að vagga þér brátt. Sofþú og silfurstjörnur senda þér heilsu og mátt. Sofþú sem barn er blíðast blundað fær móður hjá. Opnar til hálfs sín augu ást hennar til að sjá. Karlakórinn með plötu Karlakór Dalvíkur hyggur á plötuútgáfu og er Sigurður Rún- ar Jónsson upptökumeistari væntanlegur norður nú um helg- ina. Upptökur fara fram í Dalvík- urkirkju og er ætlun karlakórs- manna að taka plötuna upp alla á einu bretti. Kórinn heldur svo sína árlegu tónleika á milli jóla og nýárs. Þriðja bónin - saga móður hans Ný skáldsaga frá Ingi- björgu Hjartardóttur Þann 24. október nk. kemur út ný skáldsaga eftir Ingibjörg Hjartardóttir í Laugasteini og nefnist „Þriðja bónin - saga móður hans". I kynningu um bókina segir: Sögukona er skáld og sjúkraliði sem tengist deyjandi manni órjúf- anlegum böndum. Hann býr yfir vitneskju um ótrúlega sögu og tekur af henni loforð að komast að hinu sanna í málinu og koma upplýsingunum áfram til réttra aðila. Hinstu bón deyjandi manns ber að uppfylla, en hve mikil áhrif hefur fortíðin á nútíðina og hve- nær má satt kyrrt liggja? Sautján árum áður er kona, virtur læknir í litlu plássi á Norð- urlandi, dæmd fyrir tvö morð með nokkurra daga millibili. Líf- ið er óútreiknanlegt og mistök hrinda af stað atburðarás sem hefur áhrif á líf svo margra - jafn- vel þeirra sem á eftir kqma. Atburðirnir gerast á íslandi og suðrænni eldfjallaeyju og saman tvinna mannlegur breyskleiki, ástir, vinátta, fórnir og svik ofur- spennandi og litríkan sagnavef. Ingibjörg sendi síðast frá sér skáldsöguna „Upp til Sigurhæða" árið 2001 en hún hefur þó eink- um fengist við leikritun og liggur eftir hana fjöldi leikrita auk þýðinga, ljóða og lausamáls af ýmsum toga. Samkórinn og Egill Samkór Svarfdæla æfir þessa dag- ana fyrir jólatónleika sína sem haldnir verða þann 10. desember. Kórinn flytur þar fjölbreytilegt úrval jólalaga í nýjum og eldri út- setningum. Skrautfjöður tónleik- anna verður hins vegar einsöngv- arinn Egill Ólafsson sá hinn eini sanni sem tekur nokkur lög með kórnum af sinni alkunnu snilld. Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rett hja þer Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202 Samkaup fú.rVal

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.