Norðurslóð - 27.09.2012, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 27.09.2012, Blaðsíða 1
36. ÁRGANGUR FlMMTUDAGUR 27. SEPT. 2012 9. TÖLUBLAÐ Það var mikil sköpun i gangi á barnamenningarliátíð um miðjan mánuðinn. Hér eru ungir tónlistarmenn að músísera með Armanni Einarssyni tónlistarskólastjóra. Sjá frétt á bls 6. (Mynd: Margrét Vikingsdóttir) Sparisjóður Svarfdæla Hætt við söluna Samkeppnisstofnun gerir athugasemdir við söluferlið Sem kunnugt er af fréttum tók málefni Sparisjóðs Svarfdæla nýja vinkilbeygju þann 6. sept. sl. þegar samkomulag tókst á milli Landsbankans og stjórnar Sparisjóðsins um að falla frá fyrirhuguöum kaupum bankans á rekstri og eignum sjóðsins. Tryggingasjóður Sparisjóðanna hefur fallist á að leggja sjóðnum til nýtt stofnfé og veita víkjandi lán svo Sparisjóðurinn uppfylli skilyrði Fjármálaeftirlitsins um 16% eigið fé. Það er því útlit fyrir að Sparisjóður Svarfdæla verði enn um sinn rekinn sem sjálfstæður sparisjóður ef stofnfjáreigendur samþykkja tillögu um stofnfjáraukninguna. Fundur með stofnfjáreigendum stóð yfir þegar blaðið fór í prentun. Fyrir liggur að Bankasýsla ríkisins sem fer með 90% stofníjárhlut ríkisins styður tillöguna. Stofnfjáreigendur Sparisjóðs Svarfdæla eru rúmlega 40 talsins en þar af á ríkið 90% stofnfjár. Eins og menn rekur minni til samþykkti Eignasafn Seðlabankans að falla frá kröfum á hendur ríflega 100 stofnfjárhöfum þegar kauptilboð Landsbankans var samþykkt í janúar síðastliðnum. Sú gjörð stendur óhögguð og viðkomandi aðilar eru því ekki iengur í tölu stofnfjárhafa. Aftur á móti standa yfir dómsmál tæplega 30 aðila úr hópi stofnfjárhafa sem fjármagnaði stofnfjáraukningu með öðrum hætti en með láni frá Saga Capital á sínum tíma. Þeirra hlutur er um 3% en Eignasafnið á 7%. Mál þeirra verður væntanlega tekið fyrir hjá Hérðadómi Norðurlands á næstu vikum. Samkeppnisstofnun gerir athugasemdir Akvörðunin um að falla frá kaupum Landsbankans kemur í kjölfar athugasemda frá Samkeppnisstofnun ríkisins 28. ágúst sl. Stofnunin telur um samruna sé að ræða sem muni „styrkja markaðsráðandi stöðu Arion banka, íslandsbanka og Landsbankans á bæði Eyjafjarðarsvæðinu og landinu öllu“. Þá segir í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins: „Að mati Samkeppniseftirlitsins voru gallar á söluferli sparisjóðsins. Þegar útboði á stofnfé ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla lauk án árangurs hefði sparisjóðnum a.m.k. borið að ganga úr skugga um hvort þeir aðilar sem sýnt höfðu sparisjóðnum áhuga í nýafstöðnu en árangurslausu söluferli, hefðu haft áhuga á kaupum á eignum og rekstri sjóðsins áður en gengið var til samninga við Landsbankann." Hér er m.a. vísað til þess að KEA hafði lýst yfir áhuga á söluferlinu og gerði ýmsar athugasemdir við það þann 21. maí sl. Samkeppniseftirlitið lagði til í áðum'efndu andmælaskjali að viðkomandi fjárfestum verði nú gefrnn kostur á kaupsamningi á sömu forsendum og samið var um við Landsbankann. Einnig að leitað yrði eftir víkjandi láni frá Tryggingasjóði sparisjóða til að uppfylla kröfu FME um 16% eigið fé. Það hefur nú fengist í gegn sem áður segir. Hretið Búfé borgið Bændur í Dalvikurbyggð prísa sig sæla yfir því að fyrri göngur voru afstaðnar áður en hretið gekk yfir Norðurland sem valdið hefur meiri fjárskaða en dæmi eru um í seinni tíð. Þrátt fyrir að gríðarlegum snjó kyngdi niður á ljöllum og fram til dala svo víða var ekki nokkra beit að hafa er ekki vitað til að fé hafi fennt til skaða. Strax og upp stytti eftir hretið fór Elvar Antonsson flugmaður í könnunarleiðangur yfir svæðið og kom auga á fé víða inni króað vegna fannfergisins. Á Holárdal var hópur, að nokkru grafínn í fönn, einnig á Grýtudal, Klaufabrekknadal. Víða voru einstaka kindur í vandræðum og voru famir margir leiðangrar til að koma þeim til byggða. Tókst það allt giftusamlega og er ekki vitað um að neitt hafi drepist vegna veðursins. Gunnsteinn Þorgilsson fjallskilastjóri segir að fé hafi skilað sér sjálft af fjalli að undanfömu og sér virðist heimtur á fé ekki verri nú en vant er, jafnvel betri. Hross í svelti Meira hefur verið haft fyrir hrossum en sauðfé hér vegna fannkomunnar. I umræddu könnunarflugi sáust tveir aðskildir hrossahópar hátt í hlíðum í botni Skíðadals. Var gerður út leiðangur manna á gönguskíðum sl. fimmtudag og tókst þeim með harðfylgi að koma hrossunum niður snarbrattar hlíðarnar, grafa þeim slóðir yfir gil og gljúfur og koma þeim á jörð í niður-afréttinni. Mörg ung tryppi eru afar illa á sig komin, grindhomð, nöguð og veikluð og telja menn ekki ólíklegt að í Ný staða Helga Björk Eiríksdóttir, formaður Sparisjóðs Svarfdæla segir að nú gefist olnbogarými til að endurskipuleggja framtíð Sparisjóðsins en ljóst sé að smærri fjármálafyrirtæki eigi undir högg að sækja í núverandi fjármálaumhverfi. Helga Björk segir að staðan hafi verið þannig þegar samið var við Landsbankann um kaupin í árslok 2011 að undanþága Fjármálaeftirlitsins um 16% eigið fé var að renna út um áramót. Tryggingasjóður sparisjóðanna hafi þá ekki verið tilbúinn að veita víkjandi lán og enginn annar aðili hafði sett fram bindandi tilboð. Stjóm sparisjóðsins hafí því samþykkt tilboð með fyrirvara um samþykki stofnfjárhafa sem samþykktu einróma tilboð Landsbankans á fundi sínum undir lok janúar. Jafnframt hafi enginn aðili heldur gefið sig fram til að leggja sjóðnum lið fram að stofnfjárhafafundinum. það minnsta annar hópurinn hafi staðið þama í sjálfheldu frá því nokkru fyrir hretið, jafnvel frá því um mánaðamót. Aðrar göngur fóru fram í Svarfaðardal um síðustu helgi. í Sveinsstaðaafrétt notuðu menn tækifærið og ráku hrossastóðið yfir í afgirt hólf í Holárkotsafrétt en áður voru verst leiknu trippin tekin úr stóðinu og eigendur látnir sækja þau eftir föngum. I viðureign við hrossin sem leituðu jafnan fram en ekki niður var einu afréttarskáldi á orði. Svitinn eins og flæði foss, finn ég verki í skrokknum ég er að elta ofvirk hross öll í Framsóknarflokknum. þh Annar bætti um betur: Eins og kettir öll í kross eða stóð af hænum. Eru þessi ólmu hross öll í vinstri grænum? hjhj “Stjóm sparisjóðsins þykir í ljósi þess sérkennilegar þær athugasemdir sem komið var á framfæri við Samkeppniseftirlitið við meðferð málsins og hversu mikið vægi þeim var gefíð. Miðað við afstöðu Samkeppniseftirlitsins verður fróðlegt að sjá hvemig eftirlitið mun taka á yfirtöku Arion banka á Sparisjóði 01afsijarðar.“ bætir hún við. „Við emm hins vegar fegin því að niðurstaða er komin í málið og þakklát tryggingarsjóðnum að hann komi til aðstoðar nú,” segir Helga Björk í samtali við blaðamann. Hún vildi einnig þakka þann stuðning sem Landsbankinn sýndi með því að leggja fram kauptilboð til að tryggja áframhaldandi rekstur fjármálafyrirtækis í Dalvíkurbyggð á sínum tíma. “Nú er staðan önnur og betri en síðasta sumar og aftur komið að því að finna sparisjóðnum rekstrargrundvöll á svæðinu til framtíðar,” bætir Helga Björk við. Opnunartími: Mán. - fðs. 10-19 Matvöruverslun - rétt hjá þér laug. 10-18 sun. 13-17 Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202 IQi

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.