Norðurslóð - 27.09.2012, Qupperneq 2
2 - Norðurslóð
Norðurslóð
Útgefandi: Norðurslóð ehf. kt: 460487-1889
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hjörleifur Hjartarson, Laugasteini,
621 Dalvík, hjhj@simnet.is/nordurslod@simnet.is - sími: 8618884
Dreifing: Sigríður Hafstað, Tjöm. Sími: 466 1555
Umbrot: Hjörleifur Hjartarson
Prentvinnsla: Ásprent Stíll ehf., Akureyri
Fréttahorn
Asíðasta fundi Bæjarráðs
Dalvíkurbyggðar var tekið
fyrir erindi frá þrýstihópi um
gervigrasvöll á Dalvík. Markmið
hópsins er að vinna að því að
settur verði gervigrasvöllur á
æfmgarsvæðið á Dalvík sumarið
2013. Bæjarráð óskaði eftir
kostnaðaráætlun og að hópurinn
kanni möguleika á styrkjum
í samvinnu við íþrótta- og
æskulýðsfulltrúa. Jafnframt
óskaði ráðið eftir fundi með
hópnum ásamt íþrótta og
æskulýðsráði.
Sóknamefnd Upsasóknar hefur
óskað eftir því við bæjarráð
að gerður verði göngustígur frá
Böggvisbraut á móts við kirkju
og niður að Dalbæ. Erindinu var
vísað til umhverfisráðs.
Viktor Hugi Júlíusson og Helgi
Halldórsson hafa óskað eftir
að kannaður verði möguleiki á
að útbúa hjólabrettaaðstöðu fyrir
íbúa Dalvíkurbyggðar. Bæjarráð
vísar ofangreindu til íþrótta- og
æskulýðsfulltrúa til skoðunar.
r
Afundinum var einnig tekið
fyrir erindi frá atvinnu-
og nýsköpunarráðuneytinu er
varðar auglýsingu umsóknar
um byggðakvóta fiskveiðiársins
með umsóknarfresti til og með
28. september 2012. Bæjarráð
fól bæjarstjóra að sækja um
byggðakvóta.
Samkvæmt bréfi frá Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga, þar sem
fram kemur uppgjör á framlagi
til Dalvikurbyggðar vegna
lækkaðra fasteignaskattstekna
2012. Að teknu tilliti til þess
fjármagns sem nú liggur fyrir
til ráðstöfunar er úthlutað
framlag til Dalvíkurbyggðar
2012 kr. 54.809.062. Samkvæmt
fjárhagsáætlun 2012 er gert ráð
fyrir kr. 56.103.000. Munurinn er
um 1.3 milljónir.
Næstkomandi sunnudag, 30.
sept.kl 16:00 verða tónleikar
með Kammerkór Norðurlands í
Bergi í tilefni þess að 110 ár voru
liðin frá fæðingu Halldórs Laxness
þann 23. apríl sl. Á efnisskránni
verða þekkt kórlög við ljóð
Laxness og einnig hefur kórinn
fengið til liðs við sig nokkur
tónskáld sem hafa samið ný lög
fyrir þetta tilefni. Flutt verða lög
eftir; Jóhann G. Jóhannsson, Báru
Grímsdóttur, Jón Ásgeirsson,
Hróðmar Inga Sigurbjömsson,
Jón Nordal, Heimi Sindrason
og Hauk Tómasson. Stjómandi
Kammerkórs Norðurlands er
Guðmundur Oli Gunnarsson.
Nýr rafknúinn hverfisteypuofn
og ný húsakynni verða
formlega tekin í notkun hjá
Promens á Dalvík þann 11.
október n.k. Daginn eftir, þann
12. október verður opið hús hjá
fyrirtækinu og húllumhæ fyrir
bæjarbúa. Dagskrá dagsins fékkst
ekki upp gefin þegar blaðið
leitaði eftir henni en þó mun það
hafa lekið út að hljómsveitin
Teigarbandið komi þar eitthvað
að málum.
Sjálfboðaliðar á Húsabakka
Bjóða frí tungumálanámskeið
Judith Imgrund frá Þýskalandi,
Joaquim (Quim) Gatell Pach
frá Katalóníu á Spáni og Gema
García-Luján Ávila frá Mexíkó
heita þrír sjálfboðaliðar sem stödd
eru á Húsabakka þessa dagana.
Þau sjá þar um ýmis störf í kring
um gistinguna og félagsheimilið
en auk þess hafa þau unnið
við að þýða sýningartexta
fuglasýningarinnar á Húsabakka
á spænsku, frönsku, þýsku, og
katalónsku. (ítalinn Valerio sem
nú er farinn, snaraði textanum á
ítölsku).
Þessa dagana bjóða
þremenningamir upp á kennslu í
spænsku, katalónsku og þýsku fyrir
almenning hér á svæðinu. Ekki er
annað að sjá en áhugi sé nægur.
Fjórtán nemendur hafa meldað sig
og hófst kennslan í síðustu viku.
Kennslustundimar eru frjálslegar
að þeirra sögn og enn er ekki of
seint að skrá sig hafi menn áhuga
á að læra undirstöðuatriði þessara
tungumála.
Aðspurð um hvenær þau hyggist
snúa aftur heim, yppa þau öxlum
og segjast hafa hug á vetursetu. Þau
langar að upplifa íslenska veturinn
og hafa raunar gert það fyrr en ráð
var fyrir gert.
Gema og Quim em par og reka
saman litla bókaútgáfu sem enn
sem komið er hefúr gefið út tvær
bækur. Þriðja bókin er í vinnslu og
sú bók leiddi þau til Islands. Það
er Draumalandið eftir Andra Snæ
Magnason. I frístundum sínum
keppast skötuhjúin við að þýða
Draumalandið á spænsku og fmnst
ekki annað tækt en að dvelja hér
á landi á meðan til að kynnast sem
best landi og þjóð.
Judith hefur lengi starfað
sem leiðsögumaður bæði í
heimaborg sinni Gelsenkirchen og
nágrannabyggðum í Ruhr-héraðinu
og einnig í öðrum löndum. Frá
2009 hefur hún unnið mest sem
leiðsögumaður með þýskum
gönguhópum á Islandi á sumrin og
kann því svolítið fyrir sér í íslensku.
Síðustu vikurnar segist hún þó hafa
lært meira í spænsku en íslensku
þökk sé Gemu og Quim.
Quim, Gema og Judith
Þau tvö koma sitt úr hvorri
áttinni. Hún frá litlum bæ, Torreón,
Coahuila í Norður-Mexíkó og hann
frá útborg Barcelona á Spáni. Hún
flutti til Barcelona fyrirum 10 árum
og þar bar fundum þeirra saman.
Lengst af hafa þau verið á
faraldsfæti um heiminn í sitthvoru
lagi. Hún er háskólakennari og hefúr
kennt ijölmenningarleg samskipti
við háskóla víðs vegar um Evrópu
og Ameríku og þess á milli unnið
ýmis störf. Hún talar ensku, frönsku
og spænsku án vandræða og auk
þess hrafl í ítölsku.
Hann hefur verið enn
víðar og starfað sem rafvirki,
pípulagningamaður og einnig
töluvert við uppsetningu á sólar-
rafhlöðum. Um skeið rak hann
lítið fýrirtæki á þeim vettvangi
með þrem félögum en hætti því og
snéri sér að hjálparstörfum fyrir
samtökin „Læknar án landamæra“.
á þeirra vegum ferðaðist hann víða
um heim.
Eitt sinn fór hann á reiðhjóli
frá Barcelona til Skotlands
og lagði ýmislegt fyrir sig á
leiðinni. Hann vann sem rafvirki
í París, við byggingu stráhúsa á
Bretaníuskaga og sem barþjónn í
London svo eitthvað sé nefnt. Þar
var hann raunar rændur öllu nema
nærfötunum en það var ekkert
stórmál.
Kominn aftur til Barcelona
ruglaði hann og Gema saman
fátæklegum reytum sínum, settu á
stofn bókaútgáfú og eru nú komin
í Svarfaðardal til að vinna að þessu
hugðarefni sínu.
“Við erum bæði áhugasöm um
að ferðast og með hjálp netsins
er hægt að reka bókaútgáfu með
þessum hætti. Við verðum kannski
ekki rík en getum fengist við það
sem hugur okkar stefnir til“ segir
Quim.
Draumalandið verður bókin sem
kemur útgáfunni á flug ef allt fer
samkvæmt áætlun. Þau gera sér
háar væntingar um að henni verði
vel tekið á Spáni.
„Evrópubúar og þá kannski
sérstaklega Spánverjar horfa mikið
til íslands þessa dagana. Á Spáni
segjamenn, - íslendingar kváðuupp
dóm yfír sínum stjómmálamönnum.
Af hverju gemm við það ekki?
Það er stemmning fyrir Islandi og
íslenskum stjómmálaviðhorfum á
Spáni sem við vonum að hjálpi til
með að koma þessari bók á markað
þar. Þess utan er bókin svo frábær
að hún á erindi við alla” segir
Gema.
Öll kunna þau vel við sig
í Svarfaðardal, finnst fólkið
vingjamlegt og landið fagurt, og
vilja dvelja hér sem lengst.
„Fjöllin, snjórinn og litimir í
landslaginu em óviðjafnanlegir.
Eg kem frá rykugum bæ í Mexíkó
þar sem hitinn fer yfir 50 gráður á
sumrin. Hér er kalt og þægilegt. En
að vísu - þegar rigndi samfleytt í
tvær vikur var ég næstum búin að
tapa mér “ segir Gema.
Upplýsingar um námskeið fást í
síma 857 96 94 (Judith).
Enn lokað hjá
Norðurströnd
„Það er engin launung að
það er þungur reksturinn þessa
dagana“ segir Guðmundur St.
Jónsson framkvæmdastjóri
Norðurstrandar ehf en húsið hefur
verið lokað frá því í sumar vegna
hráefnisskorts. „Við höfum verið í
fjárhagslegri endurskipulagningu
með bankanum og jafnframt að
leita nýrra leiða í vinnslunni. Við
héldum fund með starfsfólki í
vikunni þar sem við gerðum því
grein fyrir stöðunni en við gerum
okkur vonir um að geta byrjað
aftur vinnslu, jafnvel í næstu
viku.“
Guðmundur segir vandann
sprottinn af kreppunni hérheima
að viðbættri Evrukreppunni núna.
Fyrirtækið situr uppi með lán sem
tvöfölduðust í efnahagshruninu
og hvorki hafa fengist leiðrétt né
afskrifuð.
„Menn tala gjarnan um að
þeim sé borgið sem hafa tekjur í
erlendum gjaldeyri en gleyma því
þá um leið að allur kostnaður er
líka algerlega háður genginu, allt
nema launakostnaðurinn. Þar við
bætist erfið staða á mörkuðunu
í Evrópu sem mjög er farin að
segja til sín núna með minnkandi
eftirspurn."
Þrjátíu og fimm manns starfa
hjá Norðurströnd. Fyrirtækið
hefur fyrst og fremst fengist
við vinnslu á steinbít en lítið
selst af honum þessa dagana.
Væntanlega verður því áherslan
á þorskvinnslu þegar húsið opnar
aftur.
Arskógarskóli
Formleg vígsla
Föstudaginn 7. september
var nýr leik- og grunnskóli í
Dalvíkurbyggð, Árskógarskóli,
settur formlega í fyrsta sinn.
Skólinn varð til við sameiningu
leikskólans Leikbæjar og
Árskógardcildar Grunnskóla
Dalvíkurbyggðar og heitir nú
Árskógarskóli. Skólinn er fyrir
nemendur á aldrinum 9 mánaða
til 12 ára.
Skólinn er Grænfánaskóli
en þeim áfanga höfðu fyrri
skólastofnanir þegar náð. Einnig
starfar skólinn samkvæmt
Uppbyggingarstefnunni.
Umhverfi skólans býður upp
á fjölbreytta náttúru og lögð er
áhersla á að tengja nám og leik við
þessa paradís. Skólinn gefur sig
því út fyrir að vera útiskóli þar sem
mörgum markmiðum má ná utan
dyra.
Áhersla er lögð á skapandi
verkefni í list- og verkgreinum og
að upplýsingaöflun og úrvinnsla
sé samofín leik og námi. Skólinn
leggur áherslu á íjölbreyttar
kennsluaðferðir og að leikurinn sé
lykilþáttur í námi. Áhersla er lögð
á fjölbreytta námshópa þar sem
einstaklings- og hópamiðað nám
er miðað við þroska, áhuga og
getu hvers og eins. Þannig gefast
tækifæri til að samþætta markmið
skólagöngu nemenda frá níu
mánaða til tólf ára.
Árskógarskóli á að vera
notalegur og uppbyggjandi
staður þar sem öllum líður vel,
vitsmunalega örvandi og umhverfið
þannig að hver og einn einstaklingur
fái tækifæri, óháð því hver hann er
og hvaðan hann kemur, til þess að
gera sem mest úr þeim hæfileikum
sem hann býr yfir.
Fréttatilkynnig