Norðurslóð - 27.09.2012, Síða 5

Norðurslóð - 27.09.2012, Síða 5
5 - Norðurslóð Barnamenningarhátíð í annað sinn Barnamenningarhátíð í Dalvíkurbyggð var haldin dagana 13.-15. september en þetta er í annað sinn sem slík hátíð er haldin í sveitarfélaginu. Hátíðin er samstarfsverkefni Bergs menningarhúss og forsvarsmanna fræðslu, - og íþrótta- og æskulýðsmála í sveitarfélaginu. Líkt og í fyrra var hátíðin byggð upp á vinnusmiðjum fyrir böm á öllum aldri. Hátíðin hófst á fimmtudegi með hljómsveitarsmiðju í tónlistarskólanum og spunadansi í Bergi. A föstudeginum var boðið upp á útilistaverkasmiðju upp í Höfða og á laugardeginum voru smiðjur í jazz ballett og ijölskyldu yoga í félagsmiðstöðinni og myndasögugerð og logosmíði í Bergi. Einnig opnaði bókasafnið nýtt barna-og unglingahom á hátiðinni. Hápunktinum var svo náð á laugardeginum en þá hélt hljómsveitin Pollapönk tónleika í Bergi. Hátíðin var vel sótt og bömin ánægð. Tónleikar Pollapönk slógu í gegn en þangað komu liðlega 120 manns, foreldrar og böm, til að taka þátt í gleðinni. Bamamenningarhátíðin verður að sjálfsögðu haldin aftur að ári og spennandi að sjá hvað verður í boði þá. (Fréttatilkynning) Pollapönk í Bergi Útilistaverk í smíöum Sparisjóður Svarfdæla hefur verið starfræktur og þjónaó sínum viðskiptavinum í 127 ár samfleytt. S^SPARISJOÐURINN Dalvík Við leggjum áherslu á aö veita persónulega þjónustu. Bjóðum viðskiptavini okkar hjartanlega velkomna og leitumst við að aöstoóa eftir bestu getu. Tvö ný Upplýsingaskilti Fyrir síðsta fundi UmhverfisráðsDalvikurbyggðar sem haldinn var sl þriðjudag lá fyrir beiðni frá Skiltahópi Dalvíkurbyggðar um að fá að reisa tvö upplýsingaskilti í bænum. Annað á að standa við gatnamót Skíðabrautar og Mímisvegs og hitt við Upsi. Meðfylgjandi voru teikningar af umræddum skiltum. Umhverfisráð gerði ekki athugasemd við staðsetningu skiltunum en bendir jafnframt á að nauðsynlegt er að hafa samráð við íbúa. Bakhjarladálkurinn Þessir styrkja útgáfu Norðurslóðar Dalvíkurbyggð Vélvirki ehf. Bessi markahæstur Bessi Víðisson, 22ja ára Dalvíkingur, gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í lokaleik leiktíðarinnar gegn KFR sl. laugardag. Leikurinn fór fram á Dalvíkurvelli og buðu leikmenn Dalvíkur Reynis þrjú hundruð áhorfendum upp á markaregn með 9-0 sigri. Aðrir sem skoruðu voru Viktor Már Jónasson, Ulfar Valsson, Isak Einarsson og Gunnar Már Magnússon. Eftir leikinn er Bessi markahæsti leikmaður 2. deildar ásamt Þórði Birgissyni, í KF. Báðir hafa skorað 18 mörk í sumar, Bessi í 19 leikjum en Þórður í 20. Dalvík Reynir siglir áfram lygnan sjó í 2. deildinni. Liðið 46 stig og í öðru sæti grannar okkar endaði í 6 sæti deildarinnar með 36 í KF með 43 stig. stig. I efsta sæti eru Völsungar með Nýr opnunartími á bóka- og héraðsskjalasafni Dalvíkurbyggöar Frá og með 1. október verður opnunartími bókasafnsins: Mánudaga - föstudaga - kl. 10:00-17:00 Laugardaga - kl. 14:00-17:00 Opnunartími héraðsskjalasafnsins: Þriðjudaga - miðvikudaga - fimmtudaga kl. 13:00-15:00 Vinnustofa með Ijósmyndir í Bergi Héraðsskjalasafnið mun í vetur standa fyrir vinnustofu um skráningu Ijósmynda í samvinnu við Félag eldri borgara og annarra áhugasamra í Dalvíkurbyggð. Vinnustofan verður í Bergi alla þriðjudaqsmorqna kl. 10:00- 12:00. Allt áhugafólk er velkomið. Frekari upplýsingar gefa: Anna Baldvina s. 460-4935 annab@dalvikurbyggd.is og Laufey í s. 460-4930 laufey@dalvikurbyggd.is »▲

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.