Norðurslóð - 25.04.2013, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 25.04.2013, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Norðurslóð ehf. kt: 460487-1889 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hjörleifur Hjartarson, Laugasteini, 621 Dalvík, hjhj@simnet.is - sínti: 8618884 Dreifing: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555 Umbrot: Hjörleifur Hjartarson Prentvinnsla: Ásprent Stíll ehf., Akureyri Fréttaho 3 1 Fannfergið á Dalvik hefur vakið athygli víða. Þannig hafa íbúar i efri hverfum bœjarins orðið varir við aukna umferð feróafólks unt annars fáfarnar götur þar efra. „Hér komu tvœr rútur um síðustu helgi með farþega i „snjóskoðun“. sagði íbúi i Skógarhólum við Nsl. á mánudaginn. „Þeir tóku hér myndir igríó og erg og býsnuöust mikið“. Kannski er hér sóknarfœri í ferðaþjónustu. (Myndina tók Kristín Svuva Stefánsdóttir nú um helgina). Byggðaráð ijallaði á fundi sínum um skýrslu hóps sem skipaður var til að gera tillögur um þjónustuhús og aðra uppbyggingu tjaldstæðis Dalvíkur Hópurinn leggur til að keypt verði 5 snyrtileg innréttuð gámahús sem verði raðað saman og munu þau innihalda klósett, sturtur, snyrtingu fyrir fatlaða, ræstikompu, þvottavéla- og þurrkrými, og inniaðstöðu þar sem gestir geta sest niður og nýtt sér eldunaraðstöðu og síðan settur sólpallur í kring. Jafnframt telur hópurinn það mikilvægt að ráðist verði í endurbætur á útiaðstöðunni. Áætlaður kostnaður er 17 milljónir sem skiptist á tvö ár. Byggðaarráð samþykkti tillögur hópsins en frestaði hins vegar að samþykkja tillögu um drenlögn, þökulagningu og gróðursetningu á suðursvæði tjaldstæðisins upp á 9.8 millj. þar til ákvörðun hefur verið tekin um endurbætur á æfmgasvæði á neðri íþróttavellinum. Upplýsingamiðstöð Dalvíkur- byggðar verður í sumar staðsett í íþróttamiðstöðinni og ráðinn til hennar starfsmaður í fullu starfi frá 15. maí - 15. ágúst . Starfssvið hans er aðallega upplýsingamiðstöðin og tjaldsvæðið. Snjómokstur kostaði Dalvíkur- byggð 32 milljónir í fyrra og á þessu ári er kostnaðurtinn kominn uppírúmarl8 millj. Þann 6. maí næstkomandi verður málþing í Dalvíkurbyggð undir yfirskriftinni Atvinnutækifæri tengd höfnum. Málþingi verður í Bergi frá kl. 16:00-19:00. Unnið verður út frá þremur málefnum :Viðskiptatækifæri vegna flutninga, Viðskiptatækifæri í fiskihöfn og viðskiptatækifæri v^gna ferðaþjónustu. Iris Óskarsdóttir frá Dæli í Skíðadal sigraði á dögunum nemakeppni Hótel og matvælaskólans og Komax í bakstri. Keppnin er haldin árlega en að þessu sinni voru 9 keppendur. Iris er á öðru ári í skólanum sem er hluti Menntaskólans í Kópavogi. wmdm í íBm Sparisjóður Svarfdæla býður alla velkomna og þakkar viðskiptavinum sínum ómetanlegt traust sem þeir hafa sýnt sjóðnum í gegnum árin. Sparisjóður leggur áherslu á persónulega og faglega þjónustu hér eftir sem hingað tíl. * Má ég kynna? „Enginn skíðamaður66 Björn Gunnlaugsson verður skólastjóri á Dalvík nœsta vetur Björn Gunnlaugsson verður skólastjóri grunnskóla Dalvíkurbyggðar næsta skólaár í námsleyfi Gísla Bjarnasonar skólastjóra. Björn var hér á ferðinni á dögunum og Norðurslóð náði honum í stutt spjall. Spurður um menntun segist Bjöm vera menntaður sem leikstjóri en hafi síðan leiðst út í kennslu fyrir 10 ámm. Nú er hann að ljúka framhaldsnámi við stjórnun frá menntavísindasviði Háskóla íslands. S.l. sex ár hefur hann kennt við Norðlingaskóla sem þekktur er af nýjungum í kennsluháttum. Síðustu ár hefur hann verið þar í stjómunarstöðum. Norðlingaskóli hefúr verið framarlega bæði hvað varðar tæknivæðingu kennslunnar og einstaklingsmiðun náms. Að sögn Bjöms vinna kennarateymi með stóra nemendahópa þvert á aldur sem m.a. gefur nemendum kost að læra á eigin forsendum og stjóma ekki einungis hvemig, heldur líka hvað þeir læra. Þannig gefist þeim kostur á að þroska sitt áhugasvið og finna sig þar sem þeir eru sterkir fyrir. „Eg sótti um skólastjórastöðuna á Dalvík af því að auglýsingin var vel orðuð og höfðaði til mín. Þar var t.d. talað um mikilvægasta starf í heimi og ég ætla mér einmitt að verða mikilvægasti skólastjóri í heimi. “ segir Bjöm og hlær en bætir við að því marki verði e.t.v. erfitt að ná á þessum eina vetri á Dalvík. „En að öllu gamni slepptu þá vó sú staðreynd að þetta er aðeins eitt ár þungt í þessari Björn Gunnlaugsson ákvörðun. Eg stefni að því að verða skólastjóri á höfuðborgarsvæðinu og tel þennan vetur á Dalvík geta nýst mér vel á þeirri leið. Auk þess ber ég sérstakar taugar til Dalvíkur og ég hefði ekki sótt um hvar sem er á landinu. Sem bam og unglingur kom ég í Svarfaðardal á hverju sumri þar sem vinafólk fjölskyldunnar átti sumarbústað. Það vinafólk átti frændfólk á Dalvík sem ég kynntist líka ágætlega. Þar að auki er ég ættaður frá Ytra-Garðshomi og langamma mín Sólveig Jónsdóttir var húsmóðir á Þorleifsstöðum um tíma“. Bjöm heimsótti skólana í Dalvíkurbyggð og tekur fram að þar sé augljóslega unnið frábært starf af fagmennsku og alúð. Bjöm er giftur Rósu Ásgeirsdóttur verslunarkonu og eiga þau saman tvö böm; Guðlaugu Helgu 5 ára og Pétur I árs. „Þá fylgja okkur norður kettimir Pjakkur 10 ára og Keli 14 ára“. Um áhugamál tekur Bjöm fram að hann sé ekki skíðamaður. Konan og bömin muni hins vegar vafalaust láta til sín taka í skíðabrekkunum næsta vetur. „Minn skíðamennskuferill endaði á skíðasvæði í Austurríki án þess þó að ég renndi mér eina einustu ferð. Þannig var að ég slasaðist á skíðum 7 ára, viku áður en fjölskyldan fór í skíðaferð til Austurríkis. Eg sat þess vegna gifsaður upp í klof í austurrískum skíðaskála í heila viku á meðan ljölskyldan eyddi sælum dögum í skíðabrekkunum og þar einhvem veginn missti ég áhugann á frekari skíðamennsku“. Kveðja Kristín Gunnlaugsdóttir 10. 6. 1943 - 9.4. 2013 KSPARISJOÐURINN - fyrir þig og þína ,Ætli þær séu búnar að hittast og farnar að hlægja“ datt uppúr einhverju systkina minna þegar við settumst saman eftir útfor Stínu. Þar með hófust uppriijanir á öllum þeim glöðu og góðu stundum sem við áttum með þeim, henni og móður okkar, allt frá þeim tíma þegar Otti var í sjómannaskólanum og þau bjuggu skammt frá okkur í Kópavoginum. Síðan kom Stína stundum suður þegar Otti var á vertíð og bjó þá hjá okkur. Þessi samvera einkenndist af endalausum ævintýrum og hlátri, ekki síst vegna þess hve Stína var lífsglöð, orðheppin og fundvís á hið spaugilega í tilverunni. Já, þær voru búnar að skemmta sér og hlægja mikið saman hún og Ella Jakobs, og oft yfir svo litlu að það er ekki hægt að útskýra þann galdur. Eg kynntist Stínu fljótlega eftir að samband þeirra Otta hófst. Mér var hreint ekki sama hverri hann kvæntist en varð fljótt ánægð með þessa ungu og fallegu konu, sem ég sé fyrir mér í rósóttum sumarkjól. Hún flutti svo í Garða þar sem þau áttu sitt fýrsta heimili á loftinu. Þar setti hún svip á lífið með lífsgleði og söng. Oskalög sjómanna hjómuðu af loftinu og þess á milli söng Stína, sem kunni alla texta. Þetta þótt mér skemmtilegt. Eg reyndi einhvem tímann að fanga þá stemmingu sem var í Görðum á þessum tíma: Þorpið mitt milliJjalla með ömmuhús fullt af lykt, af fólki, af röddum herbergi af herbergi fullt af öryggi og léttum hrotum afa með Þjóðviljann á brjóstinu undir útvarpserindi i borðstofurökkrinu og prjónarnir tifa á stólnum við kolavélina. Svo lifnar allt eldhúsið fyllist af sögum og líftð verður ftskur enginn eða mikill vænn eða smár vertiðar á Jjarlœgum miðum í ókunnum plássum, og enn vœnni fiskur. Hratt fótatak niður stigann með söng um þann sem á livitum hesti eða gengið inn af götunni hlátrasköll kvenna, og bœkur bornar saman um framhaldssöguhetjur Heima er bezt gœrur og glœframenn hljóðskraf um launhelgar vangaveltur um síldina og veðrið með hreistur á handleggjum bíð ég þess að skilja meira. Nú er ég löngu orðin stór, en skil svo sem ekki miklu meira. Það er Ijúfsárt að rifja upp ferðalagið með Stínu. Mikið óskaplega var það stundum skemmtilegt. Eg hugsa með þakklæti til hennar og alls þess sem hún gaf af sér. Eg votta Otta og afkomendum þeirra Stínu mín dýpstu samúð. Svanfríður Jónasdóttir

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.