Norðurslóð - 24.10.2013, Page 2
2 - Norðurslóð
Norðurslóð
Útgefandi: Norðurslóð ehf. kt: 460487-1889
Ritstjóri og ábyrgðannaður: Hjörleifur Hjartarson, Laugasteini,
621 Dalvík, hjhj@simnet.is / nordurslod@simnet.is - sími: 8618884
Dreifing: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555
Umbrot: Hjörleifur Hjartarson
Prentvinnsla: Asprent Stíll ehf., Akureyri
Októbermót Blakfélagsins
Rima var haldið í þriðja sinn
í Iþróttamiðstöðinni á Dalvík um
síðustu helgi. Alls mættu til leiks
29 lið (29 x 8 = 232 manns) þar
af 7 karlalið og 22 kvennalið frá
Sauðárkróki í vestri til Þórshafnar
í austri. Karlalið Rima háði
úrslitaleik við KA og tapaði
naumlega 20-21 og 20-21.
Framkvæmdir hafa að
undanfömu staðið yfir við
aðstöðuhús ogtjaldsvæðiðá Dalvík.
Vinnu við Tjaldstæðið er að ljúka
og búið að koma aðstöðuhúsum
heilmiklar hugmyndir uppi um
veglega dagskrá á afmælisári.
Bæjarráð tók á dögunum fyrir
erindifráVelferðarráðuneytinu
um fyrirhugaða sameiningu
heilbrigðisstofnana innan
heilbrigðisumdæma. Ráðherra
stefnir að sameiningu heilbrigðis-
stofnana á Suðurlandi, Vestfjörðum
og Norðurlandi þannig að
Heilsugæslustöðin á Dalvík yrði
þá hluti af Heilbrigiðsstofnunum
á Blönduósi, Sauðárkróki,
Fjallabyggð, Heilbrigðsstofnun
Þingeyinga og Heilsugæslustöðinni
Vísnasafn, örsögur og létt sagnfræði
Krosshólshlátur kemur út á bók og hljómdiski
Bókin Krosshólshlátur kemur
út viku af nóvember. Utgáfuteiti
er fyrirhugað í Bergi á degi
íslenskrar tungu þann 16. nóv.
n.k. þar sem boðið verður
upp á veitingar, afréttarsöng
og upplestur. Sæmundur
bókaútgáfa gefur bókina út.
Krosshólshlátur er úrval
af kveðskap og annálum sem
skráð hefur verið í gestabækur
Sveinsstaðaafréttar í Skíðadal
ásamt skýringum og sögulegum
fróðleik. Bókin er 215 blaðsíður og
prýðir hana 150 myndir af mönnum
og mannlífi í göngum og réttum í
Svarfaðardal. Einnig fylgir bókinni
hljómdiskur með tóndæmum af
söng gangnamanna. Að útgáfunni
stendur Gangnamannafélag
Sveinsstaðaafréttar en Hjörleifur
Hjartarson tók hana saman.
Hjörleifur segir tilgang svona bókar
marþættan.
„Sönglíf og þjóðleg vísnagerð
er engin sérgrein gangnamanna
í Sveinsstaðaafrétt. Hins vegar
kemur það mörgum gestum í
Tungurétt spánskt fyrir eyru ef svo
má segja að heyra nær eingöngu
sungnar heimatilbúnar vísur og
ljóð, oft miklar langrollur sem
gangnamenn og aðrir innvígðir
kunna utanbókar en aðrir ekki.
Einn tilgangur bókarinnar er að
birta eitthvað af þessum kveðskap á
prenti svo aðrir fái notið og numið
og sungið með ef svo ber undir.“
í Sveinsstaðaafrétt hefur alla
tíð mikið verið ort en árið 1965
gaf Gunnar Jónsson, bílstjóri
og afréttarmaður gestabók í
„Braggann“ þar sem skrásetja
skyldi þennan kveðskap og
jafnframt rita annála um hverjar
göngur. Bókin fékk nafnið
Krosshólshlátur eftir þjóðsögunni
gömlu en Bragginn stendur í landi
Krosshóls. Allar götur síðan hafa
gangnamenn samviskusamlega gert
eins og Gunnar mæltist til um og er
það safn nú orðið mikið af vöxtum
og leynast þar innan um margir
gimsteinar.
„Bókin Krosshólshlátur er
því vísnabók að stofni til en
með áherslu á sögumar að baki
vísunum. Hún er því líka nokkurs
konar örsagnasafn með stuttum
köflum, lesendur geta opnað hana
hvar sem er og byrjað að lesa sér
til skemmtunar. Svo er bókin líka
sagnfræðirit þar sem leitast er við
að segja sögu Sveinsstaðaafréttar
frá því Svarfaðardalshreppur
keypti jarðimar Sveinsstaði,
Gljúfrárkot og Holárkot í byrjun
síðustu aldar og girti þrúhundruð
faðma afréttargirðingu. Sú saga
endurspeglar um leið sögu og
mannlíf dalsins í hundrað ár“.
Hjörleifur segir þó að menn
megi ekki skilja orð sín þannig
að hér sé á ferðinni einhver þurr
sagnfræði. „Alvöru hefur jafnan
verið stillt í hóf í Sveinsstaðaafrétt
og það sama gildir um bókina. Þetta
eru gamansögur, einelti og ýkjur
um menn sem ekkert hafa til saka
unnið“
Hann segir bókina tvímælalaust
skyldueign og skyldulesningu
á öllum heimilum sem tengjast
Svarfaðardal. „Jólagjöfm í ár - bók
og diskur á einu bretti“
Menn þurfi þó alls ekki að vera
staðkunnugir til að njóta hennar.
Hún er skrifuð fyrst og fremst með
almennan markað i huga eða eins
og segir í formála.
„Það er von okkar sem að bókinni
stöndum að með því að opna
glugga inn í þennan einkennilega
og einangraða menningarkima í
botni Skíðadals ljúkist lesendum
um leið upp gáttir að frjóu og
fyndnu íslensku sveitasamfélagi
samtimans og lifandi íslenskri
vísnahefð."
fyrir. Eftir er að helluleggja í
kring um húsin. Húsin eru raunar
að stofni til misstórir gámar
sem raðað er saman. Þar verða
snyrtingar, starfsmannaaðstaða,
eldunar- og þvottaaðstaða. Farið
verður í innréttingar næsta vor að
sögn Arna Jónssonar íþrótta- og
æskulýðsfulltrúa.
Fjárhagsáætlun
Dalvíkurbyggðar fyrir næsta
ár verður tekin til fyrri umræðu
hjá sveitarstjóm nk. þriðjudag.
Meðal kerfisbreytinga sem gert er
ráð fyrir er yfirfærsla vinnuskólans
frá umhverfis - og tæknisviði
yfir á fræðslu og menningarsvið.
Mun íþrótta og æskulýðsfulltrúi
framvegis bera hita og þunga
vinnuskólans en í náinni samvinnu
við sviðsstjóra umhverfis- og
tæknisviðs.
Þá hefur verið auglýst eftir
umhverfisstjóra sem er nýtt
starfsheiti hjá Dalvíkurbyggð
stofnað í kjölfar þess að Jón
Amar Sverrisson garðyrkjustjóri
lét af störfum í haust. Hann hafi
yfimmsjón með umhverfismálum
sveitarfélagsins, opnum svæðum,
sorphirðu, snjómokstri, dýrahaldi
og meindýraeyðingu svo fátt eitt
sé nefnt. Umsóknarfrestur er til
mánaðamóta.
Kristján Guðmundsson sé
slasaðist illa í vinnuslysi fy
tveim árum heldur fyrirlestur si
um slysið og bataferlið „Gef:
aldrei upp“ í Hofi á Akureyri þa
7. nóvember n.k. kl. 20.00.
Leikfélag Dalvíkur heldur
aðalfund sinn í Bergi þann
30. okt. nk. kl 20. í vetur verður
Leikfélagið 70 ára og vísast
á Akureyri. Byggðaráð svaraði
erindinu og benti m.a. á að í
ráðuneytinu lægi enn erindi frá
Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð
um málefni aldraðra og framtíð
heilbrigðisþjónustu við utanverðan
Eyjaljörð. Ráðið mæltist til að það
yrði skoðað í kjölinn. Komi hins
vegar til þessarar stóru sameiningar
leggur byggðaráð á það áherslu að
hún leiði ekki til skerðingar á þeirri
þjónustu við íbúana sem í boði er
hjá Heilsugæslustöðinni á Dalvík.
Byrjað er að bóka þátttakendur
á jólamarkaði á Skeiði sem
haldinn verður 30.1 l.og 1.12. kl.
14-17. Þátttaka tilkynnist Myriam í
síma 866 7036.
Svellandi mamtlíf í Timgurétt um 1965. Ein fjölmargra Ijósmynda sem prýða bókina.
Uppbygging á íþróttasvæði UMFS
Stefnt að unglingalandsmóti 2017.
Um árabil hefur verið rætt um
uppbyggingu á vallarsvæði
UMFS á Dalvík. Gjarnan hefur
þá verið rætt um landsmót,
ekki síst unglingalandsmót,
en metnaður hefur verið
til þess að minnast þess að
fyrsta unglingalandsmótið var
einmitt haldið á Dalvík. Fyrir
nokkru var svo ákveðið að
deiliskipuleggja íþróttasvæðið
þannig að uppbygging þess yrði
markviss og er sú vinna nú á
lokametrunum.
Það er ljóst að viðhald á
æfmgasvæði félagsins hefur verið
lítið undanfarin ár og komið að
stóru viðhaldi eða endurbyggingu
þess. Sömuleiðis eru hlaupabrautir
ónýtar og frjálsíþróttasvæðið ekki
mótshæft.
Eins og fram hefur komið
óskaði stjóm UMFS eftir því nú í
haust að sveitarfélagið kæmi með
styrk við gerð gervigrasvallar í
fullri stærð, auk þess sem stefnt
yrði að unglingalandsmóti árið
2017. Um var að ræða framkvæmd
sem alls hefði kostað um 330 m
kr. Byggðaráð og starfsmenn
sveitarfélagins hafa haft þetta mál
til skoðunar og horfðu þá til þess
í hvaða ástandi bæði æfmgasvæði
og frjálsíþróttamannvirki em
nú. Einnig að það sem gert
yrði mundi bæði henta bama -
og unglingastarfmu og öllum
almenningi í sveitarfélaginu sem
best.
Niðurstaðan var að
sveitarfélagið mundi koma að
byggingu hálfs gervigrasvallar á
æfingasvæði félagsins, sem gæti þá
rúmað tvö lið á æfingu, og að stefnt
yrði að unglingalandsmótinu.
Málið var svo afgreitt á fundi
byggðaráðs 18. október sl. þar sem
meirihluti byggðaráðs samþykkti
eftirfarandi:
Byggðaráð samþykkir að
fara í samstarf við UMFS um
uppbyggingu á gervigrasvelli á
vallarsvæði félagins. Um er að
ræða hálfan merktan völl 48x68m
(heildar gervigrassvæði 52x72m)
sem staðsettur yrði á æfíngasvæði
vestan megin við aðalleikvang.
A ámnum 2014 og 2015 leggur
Dalvíkurbyggð fram styrk að
upphæð kr. 40 m. hvort ár vegna
þessarar framkvæmdar.
Jafnframt samþykkir byggðaráð
að setja inná 4 ára áætlun, árin 2016
og 2017 kr. 35 m hvort ár vegna
uppbyggingar frjálsíþróttaaðstöðu
við aðalvöll og verði stefnt að
unglingalandsmóti á Dalvík árið
2017, en þá eru 25 ár frá því fyrsta
unglingalandsmót var haldið á
Dalvík. Þessar tölur eru settar fram
með fyrirvara um aðra fjármögnun
og styrki sem kunna að fást vegna
þessarar framkvæmdar.
Þessi samþykkt fer síðan
fyrir sveitarstjóm sem hluti af
fjárhagsáætlanagerð og gerð
fjögurra ára áætlunar. Með þessum
framkvæmdum verður skapaður
enn betri rammi um íþróttastarf hér
í sveitarfélaginu og má þá fullyrða
að þegar þær eru í höfn verður
Dalvíkurbyggð í fremstu röð hvað
varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar
bama og ungmenna.
Svanfríður 1. Jónasdóttir, bæjarstjóri