Norðurslóð - 24.10.2013, Page 6
Tímamót
Þann 24. október
varð 70 ára, Jóna
Garðarsdóttir
Skógarhólum 29,
Dalvík.
Þann 27. október n.k.
verður 85 ára, Gísli
Þorleifsson, Hofsá.
Svarfaðardal.
Þann 28. október n.k.
verður 70 ára, Guðrún
Skarphéðinsdóttir
Hafnarbraut 16,
Dalvík.
Þann 30. október n.k. verður
80 ára, Erna Hallgrímsdóttir,
Dalbæ Dalvík.
Þann 29. október n.k. verður
75 ára, Fjóla Guðmundsdóttir
Laugabrekku Svarfaðardal.
Þann 14. október
s.l. varð 75 ára,
Hörn Harðardóttir
Öldugðtu 11, Dalvík.
Þann 15. október
s.l. varð 80 ára,
Jón Þórhallsson
Karlsbraut 18,
Dalvík.
Þann 7. október s.l.
varð 80 ára, Hildur
Hansen Bárugötu 10,
Dalvík.
Skírnir
Þann 11. ágúst sl. var skírður í Urðarkirkju, Bóas AtlL Foreldrar hans
eru Karl Ingi Atlason og Erla Hrönn Sigurðardóttir, Hóli Svarfaðardal.
Séra Einar Sigurbjömsson skírði.
Þann 4. ágúst var skírð í Mímisbrunni Karítas Líf. Foreldrar hennar em: Anna Bima
Jónsdóttir og Gunnlaugur Svansson Böggvisbraut 5 Dalvík
Þann 9. ágúst var skírður í Tjamarkirkju Róbert Ari. Foreldrar hans em: Sigrún
Bjötg Aradóttir og Einar Ingi Þorsteinsson til heimilis að Þverholti 22 Reykjavík
Þann ó.október var skírður í Dalvíkurkirkju Adríel Ingi. Foreldrar hans em Katrin Sif
Amadóttir og Reynir Þór Jónasson til heimilis að Goðabraut 18 Dalvík
Þann 12 október var skítður í Dalvíkurkirkju Hermann Arni. Foreldrar hans em
Anna Kristín Leifsdóttir og Hilmar Henning Heimisson til heimilis að Dalbraut 12
Dalvík.
Þann 12.október var skírð að Sæbóli, Kristrún Lena. Foreldrar hennar em Guðlaug
Ragna Magnúsdóttir og Kristján Bitgisson til heimilis að Karlsrauðatoigi 26 Dalvík
Þann 18.október var skírður í Dalvíkurkirkju Stefán Haugen. Foreldrar hans em
Agnar Snorri Stefánsson og Anne Stine Haugen til heimilis í Silkebotg Danmörku.
Þann 19.október var skítð í Dalvíkurkirkju Freyja Sól. Foreldrar hennarem Jóhanna
Sólveig Hallgrímsdóttir og Jón Freyr Halldórsson til heimilis að Karlsbraut 15 Dalvík.
Afmæli
Andlát
Húsabakki í FB
Húsabakki í Svarfaðardal er
kominníhóp 180 bændagististaða
á vegum Ferðaþjónustu bænda.
Félagið Húsabakki ehf sem tók
við rekstri Húsabakka í fyrra sótti
þá um aðild að samtökunum en
ýmissa úrbóta var þá þörf á húsum
og aðstöðu. Ráðist var í miklar
endurbætur nú í vor og er skemmst
frá því að segja að nú hefur öllum
skilyrðum verið fullnægt og gott
betur en það að sögn Berglindar
Viktorsdóttur, gæðastjóra
Ferðaþjónustu bænda. Stjóm
samtakanna hafi því samþykkt 2.
október sl. að bjóða Húsabakka ehf.
hjartanlega velkominn í hópinn.
Hún bætir því við að uppbyggingin
á Húsabakka sé greinilega í
anda hugsjóna og metnaðar að
standa vel að verki. Staðurinn sé
skemmtilegur í fallegu umhverfi
og ýmislegt i boði fýrir gesti þar
og í byggðarlaginu. Ferðaþjónustan
hafi svo þá sérstöðu að fuglasetur
sé undir sama þaki og Friðland
Svarfdæla í næsta nágrenni.
Kolbrún Reynisdóttir,
framkvæmdastjóri Húsabakka
ehf., segir aðildina mikil og góð
tíðindi. Starfsemin njóti hér eftir
góðs af sameiginlegu markaðs-
og kynningarstarfi Ferðaþjónustu
bænda (Fb) og Húsabakki fái
aðgang að bókunarkerfi Fb. Þá
opnist áhugaverðir möguleikar til
samstarfs við aðra bæi innan Fb á
Norðurlandi um „pakkaferðir" og
tilheyrandi.
Húsabakki ehf. hóf gistirekstur á
árinu 2012. Hafa umsvif þar aukist
á skömmum tíma. Gestum í gistingu
í húsum fjölgaði vemlega í sumar
og gestum á tjaldstæði Qölgaði um
ein 400% frá því í fyrra! Síaukin
aðsókn í gönguferðir til íjalla í
Svarfaðardal skýrir þetta að hluta
og svo flykktust höfúðborgarbúar
úr rigningarsuddanum
syðra í blíðviðrið nyrðra.
Fjallaskíðamennska er einn af
vaxtarbroddum ferðaþjónustu
í dalnum og Húsabakki nýtur
greinilega góðs af því þegar horft
er til bókana þar á komandi vetri.
Unnið er nú að því að bæta aðbúnað
skíðafólks þar með því að koma
fyrir þurrkskápum og fleim sem
gagnast skíðafólki sérstaklega.
Atli Viðar markakóngur
Dalvíkingurinn knái, Atli Viðar
Björnsson, er markakóngur
Islands 2013. og hlýtur fyrir það
gullskó KSÍ.
Hörð barátta var um
markakóngstitilinn i lokaumferð
Pepsi-deildar karla en fyrir
lokaumferðina voru Viðar Öm
Kjartansson úr Fylki og Gary
Martin úr KR markahæstir með 12
mörk hvor en Atli Viðar sem leikur
með FH var á hælum þeirra með
11 mörk. Atli skoraði tvö af fjórum
mörkum FH í lokaleik félagsins
gegn Stjömunni og laumaði sér
þannig á síðustu stundu inn í
toppbaráttuna. Viðar Öm og Gary
Martin skoruðu hvor sitt markið i
sínum lokaleikjum og höfðu þeirþví
allir skorað 13 mörk í lok leiktíðar.
Atli Viðar hafði hins vegar spilað
færri leiki en hinir og dæmdist því
ótvíræður sigurvegari. Þegar rætt
er um bestu framherja landsins
er oft miðað við það hverjir hafa
skorað 10 mörk eða fleiri fyrir félag
sitt á leiktíð. Með frammistöðu
sinni í sumar hefur Atli Viðar náð
þeim árangri í fimmta skiptið fyrir
FH og er þar með sjöundi íslenski
knattspymumaðurinn til að ná
þeim árangri. Sá árangur er enn
glæsilegri í ljósi þess að Atli spilaði
alls ekki alla leiki með FH hvorki
nú í ár né í fyrra auk þess sem hann
lék sumarið 2007 með Fjölni í
Grafarvogi.
Umhverfis - og tæknisvið Dalvíkurbyggðar auglýsir til sölu hús sem
staðið hafa á tj'aldsvæðinu á Dalvík
Húsin eru tvö, það stærra er um það bil 20 fm og það minna er um það bil 16 fm. Húsin seljast D#lvlK'J"B,0GD
í því ástandi sem þau eru. Þeir sem hafa áhuga á að skoða húsin geta haft samband við
Ingvar Kristinsson í síma 460 4921 eða á
ingvark@dalvikurbyggd.is en hægt er að fá að skoða þau
frá 21.-25. október.
Tilboðum skal skila á Umhverfis - og tæknisvið
Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsi Dalvíkur, 620 Dalvík- merkt;
Tjaldsvæðahús eða á netfangið borkur@dalvikurbyggd.is.
Frestur til að skila inn tílboðum er
28. október 2013
Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar veitir Börkur Þór Ottósson ísíma 460 4900 eða á netfanginu
borkur@dalvikurbyggd.is
Þann 13. nóvember sl. lést á Hornbrekku í Ólafsfirði, Hannes Vigfússon. Hannes fæddist á Gmnd í Þorvaldsdal 28. mars 1919. Hann var sonur hjónanna Vigfúsar
Kristjánssonar, smiðs og útvegsbónda, (1889- 1961) og Elísabetar Jóhannsdóttur húsmóður (1891-1975). Systkini Hannesar em: Hulda (1914-2007), Georg (f. 1915),
Kristján Eldjám,(1917- 2001), Jón, (f. 1920), Guðrún Jóhanna, (f. 1921), Jóhanna Gíslína, (f. 1925), Reynir, (1926-1929) og Reynir, (1929-1931).
Árið 1925 flutti fjölskyldan í Litla-Árskóg á Árskógsströnd og bjó hann þar til ársins 1999, er hann flutti að Öldugötu 1 á Árskógssandi. Á yngri ámm vann hann
ýmis störf til lands og sjós, en ævistarf hans var húsamálun. Hannes var sannkallaður alþýðulistamaður og liggur eftir hann fjöldi listmuna sem hann gerði einn og í
samvinnu við Kristján bróður sinn, þar á meðal 10 skírnarfontar í kirkjur og kapellur. Sá Hannes meira urn útskurðinn. Þá gerðu þeir fjölda listmuna, sem notaðir voru
til tækifærisgjafa. Listmunimir voru gefnir Minjasafninu á Akureyri árið 1967, en voru síðar fluttir í Byggðasafnið í Hvoli á Dalvík, þar sem hluti safnsins er tileinkaður
alþýðulistamönnunum frá Litla-Árskógi, Jóni, Kristjáni og Hannesi Vigfússonum. Utför Hannesar var frá Stærri-Árskógskirkju 19. október s.l.