Norðurslóð - 25.11.2015, Page 1
Svarfdælsk byggð & bær
3 9. ÁRGANGUR 25 NÓV.2015 11.TÖLUBLAÐ
Athöfn til minningar um mannskaðasnjóflóðin 1953 og 1955 vcir luildin íDalvíkurkirkju þann 14. nóv. sl. Fjölmenni
var við athöfnina og komu gestir víða að. Á meðal þeirra voru börn Helga Aðalsteinssonar á Másstöðum sem fórst í
snjóflóði 3. nóvember 1955, dœtur Guðjóns Steingrímssonar á Hjaltastöðum sem fórst ísnjóflóði 23. desember 1955
og Petrína Agústsdóttir sem missti föður sinn, Agúst Jónsson og tilvonandi mágkonu, Rannveigu Valdimarsdóttur,
þegar snjóflóð eyddi Auðnum 3. apríl 1953. Á myndinni eru f.v.: Steinunn Helgadóttir, Rósa Helgadóttir, Ingibjörg
Helgadóttir Eiríkur Helgason, Petrína Ágústsdóttir, Atli Rúnar Halldórson forsprakki samkomunnar, Jósavin
Helgason, Sumarrós Guðjónsdóttir, Ingibjörg Guðjðnsdóttir og Elín Guðjónsdóttir. (Jóliann Guðjónsson lést 2012)
Eigendaskipti á Ytra-Hvarfi
Kaflaskil í tvö hundruð ára œttarsögu
Árni Sigurður Þórarinsson
og Kristín Sigurhanna
Sigtryggsdóttir bændur á Hofi
hafa gert bindandi samning um
kaup á Ytra-Hvarfi. Með því er
rofin tveggja alda ættarsaga því
Ytra Hvarf hefur verið í eigu og
ábúð sömu ættar í nærfellt 200 ár
sem líklega er Islandsmet.
í bókinni Svarfdælingar má Iesa
að Ytra-Hvarf hafi alla tíð verið í
bændaeign og líklega lengi í sömu
ættinni. í byrjun 18. aldar keypti
Þórður Jónsson (1773-1821) bóndi
á Hnjúki jörðina (sem ekki má rugla
saman við nafntogaðan alnafna
hans og barnabam). Hann bjó þar
þó aldrei sjálfur enda dó hann fyrir
aldur fram. Hann var efnamaður
og ákafamaður til vinnu og bera
þess vitni andlátsorð hans sem
Svarfdælir hafa enn á takteinum
þegar svo ber undir.
...Það var á byrjuðum túnslætti
að Þórður fann til krankleika og
lagðist fyrir. Reis samt brátt upp
aftur og sagði: „Ekki dugir þessi
skratti, ekkert gengur á Hnjúksvöll
með þessu“, gekk síðan til slægju
Ytra-Hvarf
og féll niður örendur... segir í
Svarfdælingum.
Árið 1847 flytur Jón (yngri)
Þórðarson (1801-1860) í Ytra-
Hvarf og upp frá því gekk jörðin
í beinan karllegg - Jóhann Jónsson
(1836-1901) - Tryggvi Jóhannsson
(1882-1971) - Ólafur Tryggvason
(1920-2005) - Jóhann Ólafsson
(1952-2015). (Raunar bjó Jóhann
Jóhannsson bróðir Tryggva á
Ytra-Hvarfi (1901-1905) sem
dálítill hliðarsproti út úr beina
karlleggnum). Við þessa ættarsögu
má svo bæta að Tryggvi Jóhannsson
sonur síðasta ábúanda bjó á jörðinni
um skeið en taldist þó aldrei eigandi
hennar.
Það má því segja að orðið hafi
söguleg þáttaskil í sögu Ytra-
Hvarfs. Árni Sigurður bóndi á Hofi
sagðist í samtali við Norðurslóð
hafa hug á að endurnýja fjósið og
flytja þangað mjólkurframleiðsluna
en hafa ungneyti og kálfauppeldið
áfram á Hofi. Söluverð jarðarinnar
með lítilsháttar af vélum og
nokkrum geldneytum er um 56
milljónir.
Þjóðlendumál
Ríkið hafnar sáttatillögu
Ríkið hefur hafnað sáttatillögu
heimamanna í máli sem
Dalvíkurbyggð rekur fyrir
Héraðsdómi Norðurlands
eystra vegna úrskurðar
Óbyggðanefndar þess efnis
að Sveinsstaðaafrétt teljist
þjóðienda.
Sáttatillagan gekk út á
að sveitarfélagið héldi eftir
landræmum meðfram Skíðadalsá
og Vesturá upp að ákveðinni
hæðarlínu á svæðinu sem
Óbyggðanefnd hefur úrskurðað
þjóðlendu en ríkið fellst ekki á
þær kröfur.
Málið verður því tekið
fyrir með óbreyttu sniði hjá
héraðsdómi og segist Ólafur
Björnsson hjá Lögmönnum
Suðurlands sem rekur málið fyrir
hönd sveitarfélagsins ekki ólíklegt
að það fari alla leið í hæstarétt
hver svo sem niðurstaðan verði í
Hnjótafjall í Svarfaðardal og
StafnstungnafjallogAlmenningsfjall
í Sveinsstaðaafrétt eru þjóðlendui
skv. úrskurði Óbyggðanefndar
héraðsdómi.
Landeigendur Atlastaða reka
einnig mál fyrir Héraðsdómi
Norðurlands eystra til að hnykkja
úrskurði Óbyggðanefndar um að
Hnjótafjall teljist þjóðlenda og
er úrskurðar að vænta þaðan á
næstunni.
Skíðin og golfið í
eina sæng
í síðustu viku boðaði
Kári Ellertsson, nýráðinn
framkvæmdastjóri Skíðafélags
Dalvíkur og Golfklúbbsins
Hamars til fundar með
hagsmunaaðilum, um
sameiginlegt útivistarsvæði í
Böggvisstaðafjalli.
Að sögn Kára er fundurinn
liður í skipulagsvinnu sem hófst
þegar golfklúbburinn fékk á
síðustu fjárhagsáætlun styrkt
til að gera úttekt á kostnaði við
endurbætur Amarholtsvallar og/
eða uppbyggingu nýs golfvallar á
Dalvík.
Sem kunnugt er hefur verið
í umræðunni í nokkurn tíma að
flytja starfssvæði golfklúbbsins
Hamars frá Arnarholtsvelli
til Dalvíkur og m.a. bent á
samnýtingarmöguleika með
skíðasvæðinu því til stuðnings.
Edvin Roald Rögnvaldsson
golfvallahönnuður var fenginn
til að teikna upp sameiginlegt
golf-skíða og útivistarsvæði og
voru fyrstu hugmyndir að því
til kynningar á áðurnefndum
fundi. Til fundarins var boðið
sveitarstjórnarmönnum ásamt
fulltrúum hagsmunaaðila.
s.s. skíðafélags. golfklúbbs,
hestamannafélags ofl.
Kári segir að almennt hafi
verið gott hljóð í fundarmönnum
en of snemmt sé að birta uppkast
af svæðinu að svo stöddu. I
framhaldinu var ákveðið að
skipa hóp fulltrúa hinna ýmsu
hagsmunaaðila sem verði þeim
Edvin til ráðgjafar um endanlega
útfærslu.
Kári Ellertsson var ráðinn sem
framkvœmdastjóri fyrir bœði
skíðafélagið og golfklúbbinn og tók
til starfa l.júlísl.
Kári reiknar með að
útivistarsvæðið verði tilbúið til
almennrar kynningar öðru hvoru
megin við áramótin. Hann segir
margt mæla með uppbyggingu
golfvallar í tengslum við
Böggvisstaðafjall, s ,s. samnýtingu
skíðaskálans og möguleika á
heilsársstarfsmanni sem þjóni
bæði golfvelli og skíðasvæði en
eðli málsins samkvæmt er ekki
mikið hægt að spila golf í snjónum
sem er aftur á móti undirstaða
skíðaíþróttarinnar.Tíðarfarið í
haust hefur verið með þeim hætti
að hörðustu golfspilarar hafa
getað stundað íþrótt sína fram
í nóvember. Skíðasvæðið bíður
aftur á móti þess að það fari að
snjóa. Snjóframleiðsla er þó hafin
að sögn Kára. „Við notum hverja
stund þegar frystir til að framleiða
snjó og leggja grunninn fyrir hinn
náttúrulega snjó.
Opnunartimi: Matvöruverslun - rétt hjá þér
Mðn . • fös. 10-19 laug. 10-18 sun. 13-17
Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202 mmmMámáddmÉÉMmm