Norðurslóð - 25.11.2015, Qupperneq 2
2 - Norðurslóð
Norðurslóð
Útgefandi: Norðurslóð ehf Laugasteini 621 Dalvík. S. 8618884.
Netfang: nordurslod@simnet.is
Ritstjóri og áhyrgðarmaöur: Hjörleifur Hjartarson
Dreifing: Sigriður Hafstað, Tjörn. Stmi: 466 1555
Umbrot: Hjörleifur Hjartarson
Prentvinnsla: Asprent Stíll ehf, Akureyri
Fréttahorn
Tenórarnir þrír: Friðrik Omar,
Eyþór og Matti
Frábær aðsókn var á tónleikum
til styrktar Guðmundi Ing
Jónatanssyni sem haldnir voru í
Bergi 18.nóvsl. Salurinn varþétt
setinn og sætaraðir langt fram á
gang. Gestir voru um 300 að sögn
Júlíusar Júlíussonar staðarhaldara.
Alls munu hafa safnast hátt í
tvær milljónir í aðgangseyri og
framlögum söfnunarinnar en
Guðmundur glímir nú við erfið
veikindi.
Júlíus Júlíusson stjórnaði
samkomunni en auk hans komu
fram Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Friðrik Omar Hjörleifsson
Matthías Matthíasson, Aron
Oskarsson og félagar og Karlakór
Dalvikur. Það er Guðmundur
Pálmason sem heiðurinn á af
skipulagi hátíðarinnar en sjálfur
þekkir hann af eigin raun glímuna
við erfið veikindi og þann andlega
og fjárhagslega stuðning sem
styrktarsamkomur af þessu tagi
koma til leiðar.
Hinn Árlegi jólamarkaður
verður á Skeiði þann 29 nóv.
nk. Þar verður að vanda margt
muna til sölu og jól í hverri stofu
að hætti Myriam Dalstein á Skeiði
Og talandi um Myriam þá
upplýstist þann 19. nóv
sl. að hún er kona mánaðarins
í sýningarröð Byggðasafnsins
Hvols um konur í Dalvíkurbyggð
í tilefni 100 ára afmælis
kosningaréttar kvenna á íslandi.
Hinn hálfsvarfdælski dúett
Hundur í óskilum sendi í
vikunni frá sér nýjan DVD-disk
með sjóntón-
1 e i k n u m
Saga Þjóðar.
L e i k u r i n n
var sýndur
við miklar
vinsældir á
Akureyri og
í Reykjavík
2012-2013. RÚV annaðist
upptökur og var verkið sýnt í
sjónvarpi allra landsmanna á
nýársdag 2015 og endurtekið
nokkrum sinnum eftir það.
Diskurinn verður til sölu í betri
búðum en má einnig nálgast hjá
hljómsveitarmeðlimum.
Fjallabyggð og Dalvikurbyggð
Tónlistarskólar sameinaðir
Byggðaráð samþykkti samhljóða 23.nóv. sl.að vinnaað sameiningu
Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar með því
markmiði að sameiningin taki gildi í upphafi skólaárs 2016. Skólarnir
hafa í gegn um tíðina haft með sér samstarf og samnýtingu kennara og
undanfarið hefur Magnús G. Olafsson starfað sem skólastjóri beggja
skólanna. Magnús mætti á fund byggðaráðs með gögn er varðaði þetta
samstarf og tillögur um frekari sameiningu sem fræðsluráð hefur þegar
lagt blessun sína yfir. Byggðaráð fól sveitarstjóra að senda erindi
samkvæmt ofangreindri bókun til bæjarráðs Fjallabyggðar.
Fjallkonan
sækir efni til mannskaðaflóðanna í Skíðadal
Ný skáldsaga Ingibjargar
Hjartardóttir; Fjallkonan, kom
út sl. timmtudag.
Ingibjörg segir að
kveikja hennar séu m.a.
mannskaðaflóðin í Skíðadal
og tileinkar bókina Steinunni
Helgadóttur bekkjarsystur sinni
og æskuvinkonu frá Másstöðum.
Ingibjörg ítrekar þó að bókin sé
skáldsaga þó
raunverulegir
atburðir séu
notaðir sem
efniviður í hana.
Hún hafi lengi
gengið með söguna í maganum
en tilviljun ráði því að útgáfa
hennar hitti á þessa daga þegar
atburðanna er minnst.
Fimmta fórnarlambið
í ræðu sinni í minningarathöfninni um fórnarlömb snjóflóða í
Svarfaðardal vakti Atli Rúnar Halldórsson athygli á því að fórnarlömb
snjóflóða í Svarfaðardal á síðustu öld væru raunar fimm.
„Hið fyrsta var Dagbjartur Þorsteinsson, 47 ára skósmiður í
Háagerði við Dalvík. Hann gekk til rjúpna í Bæjarfjalli eða Ufsafjalli
hér ofan Dalvíkur 5. nóvember 1926 og fórst í snjóflóði. Dagbjartur
hvílir í kirkjugarðinum á Upsum og er við hæfi er að nefna hann hér og
heiðra líka minningu hans“. Sagði Atli.
Minningarathöfn eftir 60 ár
Fórnarlamba snjóflóða í Skíðadal og á Auðnum í Svarfaðardal minnst
Guðjón Steingrímsson
Hjaltastöðum
Helgi Aóalsteinsson
Másstöðum
Rannveig Valdlmarsdóttir
Auðnum
Ágúst Jónsson
Auðnum
Þann 14. nóvember sl. var haldin í
Dalvíkurkirkju minningarathöfn
um fórnarlömb snjóflóða í
Svarfaðardal og Skíðadal 1953
og 1955. Tilefnið er að nú eru
rétt 60 ár liðin frá því Helgi
Aðalsteinsson á Másstöðum
og Guðjón Steingrímsson
á Hjaltastöðum fórust með
stuttu millibili í snjóflóðum í
Skíðadalnum frá eiginkonum og
níu ungum börnum. Tveim árum
áður grandaði snjóflóð bænum
Auðnum í Svarfaðardai þar sem
tvær manncskjur; Rannveig
Valdimarsdóttir og Ágúst
Jónsson týndu Iífi.
Það voru börn og aðstandendur
þeirra sem fórust í snjóflóðunum
sem stóðu að samkomunni en
aðalhvatamaður hennar var
Atli Rúnar Halldórsson sem að
undfanförnu hefur gert þessum
hörmulegu atburðum skil á vef
sínum svarfdaelasysl.com.
í ræðu sem Atli flutti við
athöfnina rakti hann ástæður þess
að hann réðst í þetta verk. Þar sagði
hann m.a:
„ ...Veturinn 2012 til 2013
komst ég ekki hjá því að fylgjast
ögn með sýsli vinar míns fyrir
sunnan, Dalvíkingsins Hauks
Sigvaldasonar, sem fór að safna
upplýsingum, taka upp viðtöl og
undirbúa minningarathöfn á sjó
í Eyjafirði, við Dalvíkurhöfn og
hér í þessari kirkju í apríl 2013 í
tilefni afþví að 50 ár voru liðin frá
sjóslysunum miklu í páskahretinu
1963 þegar fórust sjö sjómenn frá
Dalvík, þar á meðalfaðir Hauks og
föðurbróðir...“
í kjölfarið hóf Atli að safna
upplýsingum um snjóflóðið á
Auðnum í dymbilviku 1953. Hann
tók viðtal við Petrínu Ágústsdóttur
frá Auðnum sem missti þar bæði
föður sinn og mágkonu og einnig
ræddi hann við marga þátttakendur
í hinum erfiðu björgunaraðgerðum.
Afrakstur þessarar rannsóknarvinnu
birtist á Svarfdælasýslinu 60 árum
eftir atburðinn, 3ja apríl 2013, og
vakti verðskuldaða athygli.
Síðar hóf Atli að safna
uppýsingum um mannskaðaflóðin
Börn Helga og Esterar á Másstöðum: Eiríkur, Steinunn, Rósa, Ingibjörg og
Jósavitl (Ljósm.ARH)
sjávar og sveita en náttúran tekur
líka. Þarna tók hún og skildi eftir
sig mörg og stór skörð í svarfdœlsku
samfélagi, alls ellefu mannslífá tíu
árum.
Atli vék einnig að þögninni sem
ríkt hefur um þessa atburði í gegn
um tíðina og nú hefur verið rofin ef
svo má segja.
„...Sjálfur á ég minningar frá
Jarðbrú um þögnina sem brast á í
kringum mig þegar ég spurði út í
sjóslysin á Dalvt'k og snjóflóðaslysin
í Skíðadal og á Auðnum. Þetta
var einfaldlega ekki umræðuefni.
Samt vara ég við því að tala um
sh'k viðbrögð sem þöggun í þeim
skilningi sem jafnan er lagður íþað
hugtak nú. Miklu nœr er að tala
um þögnina sem birtingarmynd
tíðaranda sem þá ríkti.
Börnin sem misstu feður sína
í slysum til sjós og lands voru
einfaldlega látin eiga sig með harm
sinn, sárindi og söknuð. Þau urðu
sjálf að vinna úr sorginni og voru
að sjálfsögðu ekki fœr um það ein
og sjálf. Þannig var það nú bara.
Við skulum engu að st'ður varast að
líta til fortíðar í gegnum gleraugu
nútíðar og dœma eða ásaka.
Tímarnir breytast og mennirnir
með...“
Steinunn Helgadóttir frá
Másstöðum var þriggja ára þegar
snjóflóðið grandaði föður hennar.
Hún þakkaði í ávarpi sínu Atla
fyrir „Að lyfta lokinu þunga“ með
einstakri nærgætni og umhyggju
en síðan gaf hún barninu Steinunni
orðið í ljóði sem hún nefnir -Þögnin
Hjaltastaðasystur: Elín, Ingibjörg
og Sumarrós. (Ljósm. arh)
í Skíðadal og taka viðtöl
viðaðstandendur þeirra Helga
á Másstöðum og Guðjóns á
Hjaltastöðum og aðra sem komu
þar að málum.
Afrakstur þeirrar vinnu birtist
lesendum Svarfdælasýslsins síðan í
tveim lotum í byrjun þessa mánaðar
„...Eg efast mjög um að hœgt
hefði verið að fjalla opinskátt um
slysin í Skíðadal fyrir tíu árum,
hvað þá fyrr. Sérhver hlutur undir
himninum hefur sinn tíma. Þessari
umræðu er œtlað að eiga sér stað
nú....“ Sagði Atli í ávarpi sínu
„Hér í upphafi vék ég orðum
að sjóslysunum miklu á Dalvík
og ég get ekki varist því að líta á
þennan áratug frá Auðnaslysinu í
dymbilvikunni 1953 til sjóslysanna
við Norðurland í dymbilvikunni
1963 sem tímabil þegar oft og lengi
var afar þungskýjað yfir þessu
byggðarlagi. Náttúran gefur til
Skyndilega er allt þykkt ... þunnt með sumargolunni
einhvemveginn breytt svart... grátt þökk sé þessu lífi
glært... gegnsætt með hverju á hann ... ? ... að gera
þétt þögn á milli hennar ... og hinna ... að vera
með hverju á hún ... ? með tugi sex að baki
hvar er hann pabbi minn? spyr hún Með hverju á hann pabbi minn ... ? að rjúfa - þögn frá því þú fórst
stíga í - ótta hér af jörðu
... á himnum vex úr grasi skila - skömm
og aðlagast því sem er öllu því sem lokar með hverju ... ?
hún situr með silfurskeið hans og spyn talar ekki ... um hann sál ... hennar inni
með hverju á hann pabbi minn nú talar bara ... við hann með ást... þakklæti
að borða ... ? með hverju ... ? og mildi... hvísla ég
... á himnum sveitt og þreytt út í stjömubjarta
komin upp að stóra steini með kærleika vetramótt
í hans stað kom hún ertu héma? ... og þökk viltu vemda mig
þögnin hvíslar hún út í tómið fyrir föður og móður enn einn dag
þétt og dimm og finnur um leið fyrir dalinn minn hér á jörðu ... ?
þögnin ... þiiið er hann strýkur vanga hennar fyrir fólkið mitt