Norðurslóð - 24.11.2016, Blaðsíða 1
Björn Már Björnsson og Arnór Reyr Rúnarsson ánœgðir eftir björgunarafrekið á Héraði
Réttir menn á réttum stað
SI. sunnudag fundu Dalvískir
Björgunarsveitarmenn Friðrik
Rúnar Garðarsson lækni sem
villtist við rúpnaveiðar austur
á Héraði á iostudaginn. Björn
Már Björnsson og Arnór Reyr
Rúnarsson voru í hópi með tíu
öðrum vélsleðamönnum frá
Garðabæ og Kópavogi sem
iögðu upp á þriðja leitardegi á
sunnudaginn. Þeir höfðu ekki
ekið nema í hálftíma þegar
Arnór kom auga á manninn í
snjóauðninni og lét Björn vita.
Þeir gátu síðan komið boðum til
hinna vélsleðamannanna um að
líklega væri maðurinn fundinn.
Ekki í fyrsta sinn
Þetta má heita meiriháttar
fundvísi þegar haft er í huga að
400 manns höfðu leitað Friðriks
í nærri tvo sólarhringa. En sagan
af fundvísi og björgunarafrekum
Amórs og Bjöms Más er þó ekki
öll sögð. Þeir vom líka saman á
ferðinni í febrúar 2015 þegar þeir
fundu fjóra týnda spánverja ofan
Vatnahjalla upp úr botni Eyjafjarðar
í blindbyl og svartamyrkri. Þá var
það líka Amór sem haukfránum
sjónum kom fyrstur auga á dauft
ljós sem reyndist vera frá tjaldi
fjórmenninganna. Veðrið var svo
sótsvart og brjálað að menn sáu
ekkert nema flöktandi bremsuljósin
á sleðanum fyrir framan að sögn
Amórs. „Við vomm stopp og mér
var litið til hliðar. Þá fannst mér
eins og ég sæi óljósa ljóstým og
ber það undir strákana. Þeir fara
að rýna í áttina og eftir smá stund
sjáum við aftur ljóstým í dálítilli
fjarlægð. Þama reyndist þá vera
tjald og ljósið var höfuðljós eins
spánverjanna sem var þarna
eitthvað að rýna upp í sortann".
í því tilviki var það neyðarsendir
frá fjórmenningunum sem vísaði
björgunarsveitunum á réttar
slóðir en mismunur á amerísku og
íslensku staðsetningarkerfi gerði
það að verkum að menn vom í
nokkra stund að fínna út hvar þær
slóðir vom. Dalvíkingarnir vom
svo heppnir að vera nákvæmlega
á þeim slóðum. „Það var fjöldi
björgunarsveitarfólks að leita en við
vomm bara heppnir að vera staddir
þarna. Okkar heiður er ekki meiri
en allra hinna þó svo glópalánið
væri með okkur þar eins og núna
um daginrí* segja þeir félagar.
Fjallið eins og jólatré
Leitin fyrir austan um helgina
var með öðmm hætti. Maðurinn
hafði gleymt símanum sínum og
staðsetningin mjög óljós auk þess
sem leitarskilyrði vom erfið. Strax
vom kallaðar út sveitir allt frá
Eyjafirði til Homafjarðar.
A föstudagskveldi fer bíll frá
björgunarsveitinni á Dalvík með
fjóra einstaklinga, kraftmikið
göngufólk og fleiri bættust við
frá Dalvík á laugardeginum.
Björn Már og Amór fóm á
laugardagsmorgni af stað frá Dalvík
með tvo vélsleða. Asamt þeim
fór líka Kári Brynjólfsson sem ók
björgunarsveitarbílnum og var þeim
innan handar allan tímann. Veðrið
var afleitt til leitar á laugardeginum
og færið ennþá verra. Gríðarlegur
fjöldi leitarmanna þræddi þarna
hverja einustu þúfu í hlíðinni
ofan við Einarsstaði. Menn óðu
upp í mitti í snjónum. Hlíðin er
skógi vaxin að hluta og enn meira
umbrotafæri í skóginum en utan
hans. Hríðin var auk þess blaut og
leitarmenn urðu fljótt blautir og
þrekaðir.
„Við vorum komnir þarna um
miðan dag og þegar við vomm
að hefja leit þá var byrjað að
rökkva“ segir Bjöm Már. „Það
var ótrúlegt að sjá þetta. Hlíðin
var eins og jólatré. Það voru alls
staðar ljós, ennisljós leitarfólksins
sem þræddi þama hvem blett.
Það vom ljóspunktar út um allt, í
skóginum, í hlíðinni fyrir ofan hann
í klettabeltinu og bara alls staðar,,
Félagamir leituðu þama við
erfiðar aðstæður allan daginn og
vom komnir niður um áttaleytið á
laugardagskveldið. Maðurinn var
enn ófundinn. Einhver hópur hélt
ieitinni áfram um nóttina. Þar á
meðal aðrir björgunarsveitarmenn
frá Dalvík.
Margir gistu í leitarmiðstöð
sem komið hafði verið upp í
gmnnskólanum á Egilsstöðum.
Bjöm Ingi og Arnór vom hins
vegar svo heppnir að hafa sambönd
á Egilsstöðum. Davíð bróðir Björns
Más býr þar með konu sinni og
tengdamóðir hans opnaði hús sitt
&&MUAIÚ
mwitxxbolfh
Miðaldir í skuggsjá Svarfaðardals
Kemur út 6. des
Þann 6. desember n.k. á
hundrað ára afmælisdegi dr.
Kristjáns Eldjárns kemur
út bókin Miðaldir í skuggsjá
Svarfaðardals á vegum JPV
útgáfu og Þjóðminjasafnsins.
Höfundur hennar er Arni
Daníel Júlíusson sagnfræðingur
frá Syðra-Garðshorni.
Aftan á bókarkápu segir: Hér
er fjallað um sögu Svarfaðardals
frá landnámi fram á 16. öld.
Dalurinn er sérlega auðugur af
fomleifum og öðrum heimildum
um foma tíma og þær em
nýttar hér til að skyggnast inn í
fortíðina. Það kemur nokkuð á
óvart að samfélagsgerðin virðist
í fyrstu hafa einkennst af jöfnuði
og dreifingu eigna en við upphaf
ritaldar setti vaxandi misskipting
og valdasókn höfðingja svip á
samfélagið og því fylgdi hernaður
og ofbeldi.
Fjallað er um höfuðbólin
Velli og Urðir, kirkjunnar menn
og veraldlega höfðingja sem þar
sátu, en einnig um kotbýli og sel,
bændur, vinnufólk og fátæklinga.
Greint er frá landsháttum,
gróðurfari og búskap á miðöldum
og sagt frá því hvernig þessu
samfélagi reiddi af í svartadauða.
Bókin á sér upphaf í drögum
Kristjáns Eldjárns að riti um
miðaldasögu Svarfdæla, sem
hann setti á blað í forsetatíð
sinni. Arni Daníel Júlíusson
sagnfræðingur tók upp þráðinn
og nýtir sér nýjustu rannsóknir
til að skoða og greina mannlíf í
Svarfaðardal á miðöldum. Bókin
er ríkulega myndskreytt.
Sagnfræði og pönk
Arni Daníel stendur reyndar
víðar í stórræðum þessa dagana
því þann I. október s.l. sendi hin
goðsagnakennda pönkhljómsveit
hans Q4U frá sér nýja plötu eftir
margra ára þögn. Platan heitir
Qþrjú og eru á henni 14 ný lög.
Hér inni í blaðinu er viðtal
við Ama Daníel um Miðaldir í
skuggsjá Svarfaðardals.
t»t ty*í
iR- p b•Mt+ir'ö'*
(Sotw-fú""
** iwfe' ' ...
DANIEL JULIUSSON
fyrir leitarmönnum. Hún gerði
reyndar gott betur en það, því hún
gekk úr rúmi og var svo mætt um
morguninn til að ræsa og hafa til
morgunmat fyrir allar aldir. „Þetta
var bara eins og á fimm stjömu
hóteli; ristað brauð, rabbarbarapæ,
soðstykki og ég veit ekki hvað“
segir Arnór. Þórir móðurbróðir
Bjöms Más sem Iíka býr á
Egilsstöðum sá hins vegar til þess
að hýsa sleðana og þurrka af þeim
vosklæðin. Kunna þeir Þóri og
Guðfinnu hinar bestu þakkir fyrir
viðurgjöminginn.
Skilyrði batna
Sleðamir sem þeir félagar óku
á eru nýir, annar raunar svo nýr að
honum hafði aldrei verið ekið nema
upp á kerru þegar Amór settist á
hann á laugardeginum.
Á sunnudagsmorguninn er
farið á verkstæðið þar sem fötin
hanga þurr og vélsleðamir klárir
á kerrunni inni á verkstæði. Bjöm
Már og Arnór klæða sig á meðan
Kári setur kerruna aftan í en síðan
er ekið sem leið liggur að miðstöð
björgunarsveitanna. Þaremmættar
nokkrar sleðasveitir klárar í slaginn.
Veðurútlitið var miklu betra en
á laugardeginum og leitarskilyrðin
lfka og menn voru bjartsýnir því
betur viðraði til leitar. Það var þó
líka ótti í mönnum um að sá týndi
Framhald á bls. 2
Opnunartími:
Mán. - fðs. 10-19
laug. 10-18
sun. 13-17
Matvöruverslun - rétt hjá þér
Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202