Norðurslóð - 24.11.2016, Blaðsíða 3
Norðurslóð - 3
Jóhann Antonsson
Röðull hf útgerðarfélag -
Aðstaða byggð í landi
annar hluti
Þessi mynd er líklega tekin 1935 eöa 36. Ljósmyndarinn stendur á Lágarbryggjunni sem uppliajlega var nefnd
Höpfnersbryggja. Allar byggingarnar sem sjást á myndinni eru nú horfnar nema litla hvíta húsið framan við
bakkann (gamla rafstöðin) sem enn stendur í bakkanum sunnan við fiskvinnsluhús Samherja. Hvítu húsin sem eru
í klasa til vinstri á myndinni eru verslunarhús KEA og eru þar sem Húsasmiðjan og Samkaup eru í dag. Húsið uppi
á bakkanum, ofan við rafstöðina, er gamla sláturhúsið. Lengst til hœgri uppi á bakkanum er svo Höpfner. Það var
síðar flutt ofar í landið og er núna Kambhóll, sem stendur sunnan við Hvol. Ljósm. úrsafniKEA
Ljósmynd frá 1935 eða 36. Hér tekur Ijósmyndarinn myndina upp eftir
Lágarbryggjunni sem var mikið notuð til löndunar á fiski. Aflinn var svo
settur í vagna sem gengu eftir teinunum sem sjást á bryggjunni. Húsið lengst
til hœgri upp á bakkanum er Höfn sem enn stendur. Húsið Höpfner, sem er á
liinni myndinni frá sama tíma hér á síðunni, er vinsta megin á þessari mynd.
Hvíta litla liúsið fyrir miðri mynd erfrystihúsið sem síðar var ítrekað byggt
við. Hœgra megin við frystiliúsið eru Guluskúrarnir. Norðurgarðurinn kom
svo framundan norðurenda Guluskúranna fimm árum síðar. Ljósm úr safni
KEA
Þessi mynd er tekun rétt fyrir 1960 og sýnir Egilshúsið ogfyrir norðan það
sést Röðulshúsið sem er einnar liœðar hús. Þegar húsin voru byggð um
1950 náði sjórinn nánast alveg upp að þeim. Ljósm. Héraðsskjalasafn Sv.
I fyrstu greininni um Röðul
hf. útgerðarfélag, í októberblaði
Norðurslóðar, var ekki farið rétt
með fæðingardag Jóns Skagfjörð
Stefánssonar. Hann var sagður
hafa verið 25. ágúst, en hið rétta er
að Jón var fæddur 27. ágúst 1916.
Einstaklingar úr árgangnum sem
átt hefðu aldarafmæli nú í ár, það
er að segja þeir sem fæddir voru
árið 1916 hér í Svarfaðardal, urðu
áberandi í þjóðlífinu og gildir það
um Jón. Það á þó sérstaklega við
um Kristján Eldjám, sem fæddist
á Tjöm 6. desember 1916, en hann
varð eins og kunnugt er, síðar
forseti íslands. Þá má geta þess
að Jóhann Tryggvason, sem var
þekktur tónlistarmaður hér á landi
á sinni tíð, og síðar tónlistakennari
og hljómsveitarstjóri í London,
fæddist á Ytra Hvarfi 20. janúar
1916. Ef dæmt er út frá þessum
þremur fulltrúum árgangsins, sem
störfuðu hver á sínu sviði, má því
segja að árgangur 1916 hafi verið
öflugur.
Vertíðarbátar
í greininni í októberblaðinu
var sagt frá aðstæðum og
útgerðarháttum í aðdraganda þess
að fimm ungir menn á Dalvík, allir
innan við þrítugt, stofna hlutafélag
í þeim tilgangi að kaupa bát sem
þeir létu smíða í Svíþjóð. Báturinn
Bjarmi EA 760 var einn af þremur
sem komu nýir til Dalvíkur sumarið
1946. Utgerðarmynstur þessara báta
var líkt og margra norðlenskra báta
á þessum tíma og reyndar næstu
tuttgu árin, en það var þannig að í
ársbyrjun fóru þeir á vetrarvertíð
suður með sjó og var aðallega gert
út frá Suðurnesjum. Norður komu
bátarnir yfirleitt ekki fyrr en eftir
lokadaginn 11. maí. Það kom þó
fyrir að þeir komu fyrr og reyndu
þá fyrir sér með þorskanet eða
línuveiðar snemma vors hér fyrir
norðan.
A sumrin stunduðu bátamir
allir síldveiðar og lönduðu
síldinni þá eins mikið á Dalvík
til söltunar og aðstæður leyfðu.
Aðstaða til sfldarsöltunar á
Dalvík var mjög frumstæð áður
en hafnarframkvæmdir hófust um
1940, en það var þó saltað í yfir
4.000 tunnur hér 1937 og 6.000
tunnur árið 1938 sem var ekki
svo lítið miðað við sjávarplássin
hér í kring. Þess má geta að mest
var saltað hér á Dalvík árið 1961
eða í 19.215 tunnur. I næstu grein
verður sagt meira frá sfldveiðunum
og sfldarsöltun á Dalvík og þætti
Röðuls hf. eða Jóns Stefánssonar í
starfrækslu sfldarplana.
Stopult hráefni yfir veturinn
A haustin var sfldin veidd í reknet
í staðinn fyrir sfldamót og voru þær
veiðar stundaðar út af Vestfjörðum
eða í Húnaflóanum og var sfldinni
þá aðallegaa landað í tilfellum
Bjarmaútgerðarinnar í Bolungarvík.
Sum haust var þorskveiði stunduð
ýmist með línu eða netum. Það
stóðu auðvitað vonir til að stækkun
báta myndi auka fiskvinnsluna á
staðnum og það varð með söltun á
sfld yfir sumartímann. Það var hins
vegar flóknara með bolfiskvinnslu.
Bæði var aðstaða í landi til vinnslu
mjög fmmstæð og líka hitt að
bátamir fóm á vertíð suður yfir
vertrartímann eins og áður er sagt,
því þar var mun meiri veiði en hér
fyrir norðan. Það var því stopul
hráefnisöflun fyrir vinnslu yfir
veturinn.
Myndirnar sem birtast hér á
síðunni úr safni KEA sýna vel
hvemig aðstæðan var í láginni,
eða þar sem síðar varð frystihúsið
og svo fiskvinnsla Samherja nú í
dag. Guliskúrinn, sem bent er á í
myndatexta með myndinni sem
tekin var upp lágarbryggjuna, var
hólfaður niður þannig að útgerðir
gátu fengið aðstöðu þar og þá saltað
fisk ef því var að skipta. Einnig er
bent á hvít hús fyrir miðri mynd
við suðurenda Gulaskúrsins, en þau
mynda upphaf frystihúsbyggarinnar
á Dalvík. Um það leyti sem myndin
er tekin, eða 1935, keypti KEA þetta
hús af íshúsfélagi Dalvíkur sem var
félag í eigu ýmissa útgerðarmanna
á staðnum. Þar hafði verið fryst
sfld til beitu við mjög fmmstæðar
aðstæður. Snjó var safnað yfir
veturinn og síðan var salti blandað
í snjóinn til að ná upp ofurkælingu
þegar frysta átti.
KEA hefur fiskvinnslu á Dalvík
KEA keypt húsið að áeggjan
bænda til að frysta kjöt í
sláturtíðinni á haustin. KEA keypti
vélar fyrir frystinguna og gat, auk
frystingar á kjöti, þjónað útgerðinni
með frystingu sfldar til beitu. Það
var svo árið 1939 sem kaupfélagið
hóf vinnslu og frystingu á fiski í
þessum húsnæði og viðbyggingar
við húsnæðið fóm að rísa, en sú
viðbyggingarsaga verður ekki rakin
hér að þessum sinni. Frystihússtjóri
á þessum byrjunarámm var Kristján
E Jóhannesson, síðar hreppsstjóri
á Dalvík. Bima dóttir Kristjáns
segist muna vel eftir aðstæðunum
þarna á þessum árum. Sjálf hafi hún
unnið við vinnsluna fermingarvorið
sitt 1946. Hún segist hafa unnið
við að raða flökum í fimm-
pundapakkningar í pönnu og hafi
þær svo farið inn í frystiskápa. Það
var raðað í margar fimmpunda-
pakkningar í frystihúsinu á næstu
áratugum, enda aðalpakkningin
fyrir fisk í sölu til Bandaríkjanna.
Með rekstri frystihússins
var KEA komið með forystu í
bolfiskvinnslu á Dalvflc sem má
segja að hafi haldist og þróast í
þá vinnslu sem nú er hér rekin
af Samherja. Samskipti KEA,
eða réttara sagt frystihúsins, og
einstaklingsútgerðanna þriggja sem
keyptu Svíþjóðarbátana 1946, vom
aldrei mikil og áttu þær útgerðir
aldrei mikinn þátt í hráefnisöflun
húsins. Enda þróuðust mál þannig
að þau byggðu hvert sitt eigið hús til
athafna og þar á meðal fiskvinnslu.
Hæstaréttardómur um
landfyllingu
Þegar nýi brimvamargarðurinn
var farinn að virka eins og til
stóð kom í ljós að honum fylgdi
landfylling. Sérstaklega hlóðst
upp sandur og land norðan við
garðinn. Landið á þessum slóðum
var í eigu Brimness, eða Stefáns
Jónssonar bónda þar. Stefán taldi
að landfyllingin væri hluti af sínu
landi en hreppsnefnd taldi að þar
sem landfyllingin væri afleiðing
af breyttum hafstraumum vegna
hafnargarðsins væri þetta hluti hans
og í eigu hreppsins. Dómstólar
skám úr þessu deilumáli og dæmdi
Hæstiréttur Stefáni landfyllinguna í
frægum dómi frá 1946. Enn í dag er
vitnað til þessa dóms ef sambærileg
mál koma upp. Hreppurinn keypti
síðar allt Brimneslandið af Stefáni.
A þessari landfyllingu byggðu
síðan þessar þrjár útgerðir hús
fyrir rekstur sinn. Það var Egill
Júlíusson sem reið á vaðið og
leggur hann fram frumteikningu
að sínu húsi í júlí 1949 og virðist
hefja byggingarframkæmdir
það ár. Endanlegar teikningar
em dagsettar í júní 1952 og
byggingarframkvæmdum lokið
1953. Húsið, sem yfirleitt gengur
undir nafninu Egilshúsið, er
í fasteignaskrá Ránarbraut 2.
Greinilegt er að þetta hús hefur átt
að þjóna sem verbúð, líkt og vaninn
var á Suðumesjum, og gat hýst
aðkomufólk sem við fyrirtækið
ynnu. A það fyrirkomulag reyndi
þó lítið.
Fiskhús reist á landfyllingunni
Röðull hf byggði mun lágreistara
hús við hliðina. Jón lagði fram
teikningar í ágúst 1950 og hófust
framkvæmdir strax það ár og í
fasteignaskrá er húsið fullfrágengið
1951. Inní húsinu var teiknaður og
byggður þurrkklefi til að þurrka
saltfisk og var slíkur klefi líka í
Egilshúsinu. Fram til þess tíma
hafði saltfiskur verið breiddur
til þurrkunar úti. Öll aðstaða til
saltfiskverkunar varð auðvitað
til muna betri en áður hafði verið
hér með tilkomu þessara húsa. Þó
plássið hafi verið til muna meira
en áður þekktist og segist þó Ámi
Óskarsson muna eftir því að þegar
hann vann hjá Röðli vorið 1951
hafi flatningin farið fram utandyra
austan við húsið og fiskinum síðan
trillað inn og saltaður þar í stæður.
Aðalsteinn Loftsson, sem veitti
forstöðu þriðju útgerð þeirra sem
hafa verið hér til umræðu, byggði
svo nokkrum árum síðar stærstu
bygginguna af þessum þremur
handan við götuna. Hann lagði
fram teikningar seint á árinu 1957
og var húsið, sem oftast er kallað
Allahúsið, tekið í notkun árið 1958.
Þessar byggingarframkvæmdir
segja að ég held talsverða sögu um
framgangsmáta þessara útgerða.
Egill byrjar en fer sér í engu
óðslega, Jón fylgir í kjölfarið, reisir
sér ekki hurðarás um öxl en lýkur
framkvæmdum skjótt, og svo reisir
Alli stærstu bygginguna þegar hann
er tilbúinn og gerir það hratt og
örugglega