Norðurslóð - 24.11.2016, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 24.11.2016, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Noróurslóð ehf, Laugasteini 621 Dalvík. S. 8618884. Netfang: nordurslod@simnet. is Ritstjóri og úhyrgðarmaóur: Hjörleifur Hjartarson Dreifing: Sigriður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555 Umbrot: Hjörleifur Hjartarson Prentvinnsla: Asprent Stíll ehf, Akureyri Mikið verður um dýrðir á Dalvík á jólaföstunni þann 1. des er hið árlega aðventurölt í bænum. Markaður í Bergi og búðir opnar frarn eftir kveldi Akaffihúsi Bakkabræðra verður fjölbreytt aðventudagskrá og viöburðir nær alla daga 1. des er aðventurölt og upplagt að koma við 2. des kl. 23 verða tónleikar - Magni Ásgeirsson og Beggi Kára leika af fingrum fram miðapantanir í s: 865 8391. 3. des kl. 20 er dagskrá um Látra Björgu. Upplestur, kvæðasöngur og umræður. Kynnir/spyrill er Jón Hallur Stefánsson. Dagskrá í tilefni 300 ára afmælis Látra Bjargar. Frílt inn. 4. des kl. 15 kennir Addi Sím bakstur á dönskum eplaskífum. 7. des kl. 20 kennir Jón Arnar Sverrisson jóla- og aðventuskreytingar. 8. des kl. 20 er jólakortakvöld, föndur og jólastemmning! 9. deskl. 22 Diskótek, 16. des kl. 22. Tónleikar - Dagur Halldórsson, Hjörvar Óli Sigurðsson og Bjarni Karlsson leika af fingrum fram vel þekkt lög + jólalög! Frítt inn! Afreks- og styrktarsjóður íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir umsóknum í Afreks- og styrktarsjóð Helstu markmið sjóðsins eru að styðja og veita viðurkenningu fyrir góðan árangur og öflugt íþrótta-, félags- og æskulýðsstarf í sveitarfélaginu. Einnig að veita viðurkenningar til félaga fyrir gott fordæmi á sviði almenningsíþrótta. Styrkumsóknir skulu berast sjóðsstjórn í gegnum Mína Dalvíkurbyggð (undir umsóknir) eigi síðar en sunnudaginn 28. nóvember 2016. Reglur sjóðsins má finna hér: http://www.dalvikur- byggd.is/resources/Files/Reglugerdir/fraedslu/ Afreks-og-styrkstarsjodur-Dalvikurbyggdar.pdf Nánari upplýsingar veitir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Gísli Rúnar Gylfason, í síma 460 4900 og á net- fang i n u gislirunar@dalvikurbyggd. is „Réttir menn á réttum stað“ FRH AF FORSÍÐU hefði ekki lifað af aðra nóttina á fjöllum. Menn veltu líka fyrir sér þeim möguleika að hann hefði orðið fyrir slysi en það að hundurinn væri líka ófundinn vakti vonir um að eigandinn væri e.t.v. á lífi enn og hundurinn fylgdi húsbónda sínum. „Það voru þarna sveitir frá Garðabæ og Kópavogi að fara af stað á eitt leitarsvæðið og sá sem fór fyrir þeim vildi fá tvo í viðbót. Ég rétti þá upp höndina og segi að við séum tveir frá Dalvík og þarmeð vorum við komnir í þennan flokk“ segir Björn Már. Vélsleðahópnum var skipt, farið inn í Sauðárdal á tveim stöðum og rætt um að hóparnir mættust svo aftur á dalnum. Auk sleðanna frá Dalvík voru í þeirra hópi tveir sleðar frá Kópavogi og tveir frá Garðabæ. Hópurinn leggur upp frá þjóðveginum kl. 9:42 í 120 m hæð. Nákvæmlga hálftíma síðar (kl. 10:12 skv. leitarskýrslunni) er Friðrik fundinn í 690 m. hæð. Þyrlan er komin kl. 10:23. Leitarmennirnir tendra blys til að leiðbeina þyrlunni en sökum kófs lendir hún ekki heldur er sendur niður sigmaður kl. 10:26.1 skyndi er Friðrik halaður upp í þyrluna og kl. 10:28 hverfur hún fyrir fjallið. Hundurinn má hins vegar bíða og fá far með leitarmönnum til byggða. Arnaraugað Björn Már segist hafa furðað sig mjög á því hvemig Amór færi að því að koma auga á mann í þessari fjarlægð þegar hann hafði fyrst orð á því. Þeir keyrðu dálítinn spöl áfram til að vera vissir í sinni sök en létu svo hina vita. Þetta fór ekkert á milli mála; maður einn á ferð með einn staf, sem var reyndar byssan. Leitarmenn eru aldrei einir á ferð og alltaf með tvo stafi. Og svo kom hundurinn í ljós og þá bmnuðu þeir í átt að honum. Samt var erfitt að trúa því að þetta væri raunverulega maðurinn. Það var ekki liðinn nema hálftími og einhvern veginn of snemmt að ímynda sér að hann væri kominn í leitirnar. En hverning er tilfinningin að finna mann heilan á húfi eftir hátt í tveggja sólarhringa leit? „Þetta er náttúrulega frábær tilfinning" segir Arnór. Maður getur ekkert sagt nema bara já og jess þarna á staðnum en menn eru auðvitað hálfklökkir“. Og Björn Már bætir við. „Við reyndum auðvitað að sýna stillingu með manninn þarna hjá okkur. Hann var alveg rosalega feginn. „ Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég var glaður að sjá ljósin á vélsleðunum,, sagði hann. Við gáfum honum samloku með hangikjöti og opnuðum fyrir hann kók og hann sagði bara „Djöfull er kók gott“. Menn þurfa að sýna nærgætni við þessar aðstæður. En svo eftir að hann var farinn í þyrluna þá brutust út fagnaðarlæti. Þá komu hinir sex sleðarnir og þeir voru eiginlega enn trylltari í fagnaðarlátunum en við, drápu á sleðunum og görguðu tryllingslega af fögnuði. Svo föðmuðust allir og klöppuðu hver öðrum lof í lófa áður en lagt var af stað heim á leið. Og við Amór föðmuðumst innilega í lokin því við vorum ánægðir með okkar hlut. Amór á nátturulega heiður skilinn fyrir arnaraugað, að sjá manninn í þessari fjarlægð. Kl. 10:58 erum við svo aftur komnir niður á veg“. Amór: „Við hefðum ekkert mátt vera seinni því strax á eftir er komið miklu verra leitarveður, hríð og dimmra yfir. Það er auðvitað ekkert hægt að segja til um það en það er spurning hvort þyrlan hefði nýst til leitar stuttu síðar. Þjóðin fagnar Þeir félagarnir voru ekki einir um að fagna. Óhætt er að segja að þjóðin hafi öll varpað öndinni léttar að vita af manninum heilum eftir allar hrakningarnar. Þegar þeir komu aftur niður í leitarstöð var tekið á móti þeim með kostum og kynjum. Sjónvarpsmenn komu hlaupandi til að fá viðtöl og fréttir frá fyrstu hendi og Bjöm Már sagðist myndu halla sér glaður á koddann í kvöld. „Þessi tilfinning að vera hluti af því sem kallast björgunarsveit er gríðarlega góð. Maður þéttist allur þegar maður er að fara af stað. Maður hefur alveg farið í verkefni þar sem bara er beðið átekta og það er auðvitað hluti af þessu . En þegar maður er settur í fremstu víglínu þá þéttist maður allur einhvern veginn og kemst í eitthvað mjög gott ástand. Svo er þetta líka bræðralag eins og við höfurn talað um félagarnir Okkar böndf hafa styrkst alveg gríðarlega við að vera í þessum verkefnum saman. Það skiptir máli að menn nái vel saman. Maður lendir íka í verkefnum með bláókunnugum mönnum héðan og þaðan af landinu og þá er eins og menn hafi alltaf þekkst. En á endanum er það náttúrulega hver einasti björgunarsveitarmaður sem á heiðurinn þegar svona vel tekst til“. segir Bjöm Már að lokum. Friðrik Rúnar var hrœrður ogþakklútur öllum sem koinu að björgun hans, í sjónvarpsviðtali sem haft var við hann (í mánudaginn. Friðrik er lceknir og búsettur á Dalvík. Skemmtileg tilviljun að það skyldu vera Dalvíkingar sem fundu hanii Var Haförn á ferð í Svarfaðardal í vor ? Þetta sem nú verður frá sagt gerðist sunnudaginn fyrsta í sumri (24/4-16) . Ég var staddur í bústað mínum í Brekkukoti. Bjart veður, hiti 5-6 °C, snjór víða á flötum og í skurðum í hinu víðfeðma Brekkukotslandi. Ég hafði verið að kíkka eftir fuglum á víðlendum Brekkukots, og notið þess að heyra „raddir vorsins“. Var m.a að fylgjast með Helsingjunum sem mér fannst vera færri en oft áður en óvenju mikið af gæsum, bæði grágæsir og heiðagæsir Flestir farfuglar komnir nema krían. Allt var þetta normalt og vorhljómur fuglana hljómaði kunnuglega og fór vel í eyra. Um þrjú leytið sat ég inni í bústaðnum og drakk kaffi ásamt vini mínum, heyri þá allt í einu mikil læti í fuglunum, átta mig á að hér sé eitthvað óvenjulegt að gerast. Hleyp út á hlað og sé stóran dökkbrúnan fugl svífa til norðurs milli Brekkukots og Jarðbrúar og allur fuglaskarinn á eftir honum bæði staðfuglar og einnig nýkomnir. Gæsir, hrafnar, auðnutittlingar, þrestir, stelkar og hrossagaukar tóku þátt í mómælunum með miklum hávaða ( þetta var ekki síðra en mótmælin á Austurvelli. Margir mótmælendanna voru nýkomnir frá grunsamlegum eyjum og með tvöfalt ríkisfang). Fuglinn stefndi síðan á Húsabakka og flaug austur yfir ásamt flestum mómælendunum. En ég tel mig þekkja allvel til Islenskra fugla og er næstum vissum að þarna var Haförn á ferð. Það eru oftast ungir ernir sem eru á ferðinni, foreldrarnir hafa hrakið þá frá sér. Ernir verða ekki kynþroska fyrr en 5-6 ára gamlir og fara þá á flakk eins og önnur Haförn og súla t.h. ungmenni. Þegar ég vann í Noregi, við Nordfjord á vesturlandinu sáust ernir þar næstum daglega og á haustin stundum 3-4 ungar þar á ferð. Ég er því ekkert óvanur að sjá erni. Fróðlegt væri að vita hvort aðrir hafi séð öm um þetta leyti í nágrenninu. Ernir eru ekki áberandi nema á flugi og geta setið hreyfingalausir heilu dagana Fróðlegt væri einnig að vita hvort menn hafi orðið varir við erni hér við utanverðan Eyjafjörð - Dalvík - Svarfaðardal, á liðnum áratugum og þá hvar. Upplýsingum má koma til undirritaðs. Fleira um fugla Ég fer oft í gönguferð með „Tíunum“ á Sandinn eða í Hólana. Þetta eru allt menn sem fylgjast vel með umhverfinu og breytileika náttúrunnar. Laugardaginn 30. apríl sáum við Hafsúlu vera á sveimi framan við Steypistöðina. Allir voru sammála að þetta væri afar sjaldséð sjón að sjá súlu svona innarlega. Daginn eftir horfðum við á tvo himbrima gæða sér á silungi rétt neðan við hitaveitubrúna. Þeir bíða sennilega eftir að komast á Hrísatjömina. Einnig var óvenjumikið af straumöndum á ósnum. Frétti seinna að haförn hafi sést í Fnjóskadal í sömu vikunni og ég sá hann í svífa hér yfir. Sveinbjörn Steingrímsson

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.