Norðurslóð - 24.11.2016, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 24.11.2016, Blaðsíða 6
"ÍMAMÓT „Þú verður að vita hvar þú stendur" Helgihald í Dalvíkursókn jól og áramót 2016 - 2017 27. nóvember kl. 20:00 aðventukvöld í Dalvíkurkirkju Börn úr Dalvíkurskóla sýna helgileik. Kórsöngur. Ræðumaður kvöldsins er Dagbjört Asgeirsdóttir, rithöfundur og leikskólakennari. Kveikt verður á ljósakrossunum í kirkjugarðinum. Kaffi eftir stundina. 9. desember kl .20:00 Aðventukvöld í Urðakirkju 24. desember kl.18:00 Hátíðarguðsþjónusta í Dalvíkurkirkju 24. desember kl.23:30 Aftansöngur jóla 25. desember kl.13:30 Hátíðarguðsþjónusta í Tjarnarkirkju 26. desember kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta á Dalbæ 1. janúar kl. 17:00 Hátíðarguðsþjónusta í Dalvíkurkirkju Góð yfirsýn er grunnurinn að góðri fjárhagsstöðu. 360° ráðgjöf er þjónusta þar sem farið er yfir fjármálin þín frá öllum hliðum; lán, sparnað, tryggingar, stöðuna í dag og framtíðarmarkmið. Kynntu þér 360° ráðgjöf á landsbankinn.is/360. Upi’SKERUHÁtíð hestamanna. Fremst: Inga Maria, Kristm, Bjarki. Mið: Friðrik, Elín Sveinbjönsdóttir (f.h. Þrastar Karlssonar). Efst: Armann, Svavar, Zophonías, Ingvi og Hjörleifur. Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Hrings og Hrossaræktarfélags Svarfdæla var haldin sl. laugardagskvöld í Hringsholti. Þar voru veittar viðurkenningar bæði fyrir árangur á sviði hestamennsku og hrossaræktar og fyrir félagsstarf. Hringsfélagi ársins var kjörin Kristín Gunnþórsdóttir á Bakka. í umsögn stjórnar kemur fram að hún hafi unnið mikið og gott starf á sviði fjáröflunar og ótaldar vaktir í eldhúsi og annari umsýslu án þess að það hafi farið hátt. Það vilji félagið þakka. íþróttamaður hrings 2016 var kjörinn Svavar Öm Hreiðarsson með 539 stig. Þetta er í fyrsta sinn sem Svavar hampar þeim titli en hann hefur verið í fremstu röð skeiðknapa á kappreiðabrautum landsins undanfarin ár. I ár komst hann með þrjá skeiðhesta í allar skeiðgreinar á landsmótinu á Hólum. Knapi ársins var Bjarki Fannar Stefánsson. Hann vann sér rétt til að keppa í tölti T1 á Landsmótinu á Hólum í sumar með frábærri sýningu á Dúkkulísu á Hringsvellinum sl. vor. Hann krækti í fimm gullverðlaun á árinu og reið 18 sinnum í úrslit. Þá var kjörinn fyrirmyndarfélagi Hrings 2016 og hlaut Hjörleifur Helgi Sveinbjörnsson þann heiðurstitil. I umsögn er hann sagður hjálpsamur, glaðsinna og duglegur og ekki mikið fyrir að setja sig á háan hest í umsögn dómnefndar. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir hrossarækt á árinu og hlutu þau Inga María Stefánsdóttir, Friðrik Þórarinsson Zophonías Jónmundsson, Ingvi Baldvinsson, Armann Gunnarsson og Þröstur Karlsson viðurkenningar. Afmæli Þann 24. nóvember er 80 ára, Svanhildur Björgvinsdóttir á Dalbæ, Dalvík Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir í janúar innritaðist hún í Blumington og flutti til Bandaríkjanna ásamt unnusta sínum, Guðbjarti Hákonarsyni, sem lærir á fiðlu við samaskóla. Námið við Blumington er fjögra ára nám en Marta klárar það á tveimur og hálfu ári. „Ég er að fara að útskrifast núna í desember en spilaði útskriftartónleikana mína reyndar í apríl. Það gerði mér kleyft að taka þátt í keppninni núna. Það hefur mjög mikla þýðingu að ná árangri í þessari samkeppni og opnar ýmsa möguleika til framtíðar." Marta segir að einleikstónleikarnir í janúar með ungu einleikurunum séu jafnan þeir tónleikar á vetrardagskrá hljómsveitarinnar sem mesta eftirvæntingu vekur. „Þar birtist framtíðin í tónlistinni og það er alveg sérstök stemning í gangi. Ég er búinn að sitja í marga mánuði, marga klukkutíma á dag við að læra verkið og núna fylgir því ekkert nema gleði og tilhlökkun að fá að spila það. Það er þess vegna sem maður leggur þessa vinnu á sig. Til að vera nákvæmlega þarna. Ég hlakka líka til að spila með Synfóníuhljómsveit fslands. Þarna eru gamlir kennarar og margir sem hafa verið í kring um mann á undanfömum árum.“ Marta verður áfram í Blumington næsta vetur á meðan Guðbjartur, kærasti hennar, er að ljúka sínu námi en hvað svo tekur við verður spennandi að sjá. Spilar með Sinfó Hrafnhildur Marta Guðmunds- dóttir hélt sl. laugardag sellótónleika í Dalvíkurkirkju. Meðleikari var móðir hennar Helga Bryndís Magnúsdóttir. Marta bar á dögunum sigur úr býtum í hinni árvissu samkeppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit íslands og Listaháskólinn standa fyrir og var ásamt þrem öðrum valin til að leika einleik með Sinfóníuhljómsveitinni þann 12. janúar n.k. Tónleikarnir í Dalvíkurkirkju voru haldnir m.a. til að fjármagna ferðina og þátttökuna en Hrafnhildur Marta stundar um þessar mundir nám í St. James School of Music í Blumington, Indiana, USA og útskrifast þaðan um miðjan desember. A tónleikunum í Dalvíkurkirkju spilaði hún m.a. sigurverkið; Rókokkó tilbrigði eftir Tchaikovsky. „Það munaði mikið fjárhagslega fyrir mig um þessa tónleika á Dalvík. það er dýrt að fara svona á milli og ekki síst ef maður er sellóleikari því ég þarf að kaupa sæti fyrir sellóið líka. Ég hef einu sinni sett sellóið með farangrinum á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Stokkhólms og það byrjaði nú á því að týnast og kom svo eftir dúk og disk í skralli. það væri auðvitað ódýrara og einfaldara að spila á þverflautu". Marta hóf hefðbundið tónlistarnám í Tónlistarskóla Dalvíkur. Hún byrjaði að læra á fiðlu 6 eða 7 ára en snéri sér svo Hrafnliildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari að sellóinu. „Ég þreyttist svo í fótunum að standa með fiðluna og vildi geta setið með hljóðfærið" segir hún. Tónlistarskólinn á Dalvík bauð ekki upp á strengjanám þannig að Marta var skráð í Tónlistarskóla Akureyrar hjá Asdísi Arnardóttur og keyrði á milli með föður sínum Guðmundi Óla Gunnarssyni. Aftur á móti fékk hún á sínum tíma styrk úr Menningarsjóði Sparisjóðsins til sellókaupa sem hún segir að hafi breytt öllu. „Það skiptir svo miklu máli að spila á gott hljóðfæri. Þá fer maður að taka framförum og fær endumýjaðan áhuga“ segir hún. Eftir Menntaskóla lá leiðin í LHÍ þar sem hún lærði hjá Sigurgeiri Agnarssyni og Gunnari Kvaran. Um tíma var hún í skiptinámi við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn en síðan

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.