Norðurslóð - 24.11.2016, Blaðsíða 4
4 - Norðurslóð
Fornar kirkjur, kuml og garðar
Einstakt umhverfi til fornleifarannsókna segir Arni Daníel Júlíusson höfundur Miðalda í skuggsjá Svarfaðardals
Eins og lesendum Norðurslóðar
er kunnugt hefur Árni Daníel
Júlíusson sagnfræðingur
að undanförnu unnið að
sagnfræðiriti um byggðasögu
Svarfaðardals. Hugmyndin er
raunar komin frá Kristjáni
Eldjárn. Kristján hugðist skrifa
bók um Svarfaðardal þar sem
byggðasagan yrði rakin út frá
heimildum fornleifafræðinnar en
hann lést fyrir aldur fram og hafði
þá eingöngu ritað formálann. Er
hann birtur óbreyttur í bók Árna
Daníels. I Sögufélagi Svarfdæla
kom upp sú hugmynd að fá Árna
Danícl til þessa verks og hefur
hann setið i skjóli Þjóðminjasafns
Islands á annað ár og skrifað.
Bókin kemur út á 100 ára
afmælisdegi Kristjáns, 6. des. n.k.
Mikið vatn hefur runnið til
sjávar á sviði fomleifarannsókna
og sagnfræði frá því hugmyndinni
var hreyft í fyrsta sinn og
hugmyndir manna um fyrstu aldir
íslandssögunnarhafabreystogorðið
nokkuð fyllri. Það er forvitnilegt
að heyra hvað fomleifarannsóknir
í Svarfaðardal og vangaveltur í
tengslum við þær hafa við þá sögu
að bæta. Norðurslóð hitti Áma
Daníel á dögunum og spurði hann
fyrst um hvað bókin fjallaði
Fornleifar ekki bara gripir
Þessi bók fjallar um miðaldasögu
Svarfaðardals frá landnámi til
svona 1500. Hún fjallar ekki um
landbúnað, landnýtingu, þjóðhætti
eða svoleiðis hluti heldur hverfist
umfjöllunin fyrst og fremst um
það hverjir áttu landið, hverjir nutu
góðs af framleiðslunni, hverjir fóru
með völdin og þess háttar. Þetta
er sem sagt ekki landbúnaðarsaga
heldur saga auðs og valda.
Ég tek fomleifafræðilegar
heimildir og notar þær sem
sagnfræðilegar heimildir beint og
fyrirvaralaust. Þetta snýst raunar
ekki bara um fornleifarnar sem
slíkar. Fólk sér fornleifar kannski
fyrst og fremst fyrir sér sem
gripi, ryðguð sverð og því um
líkt. En hér er horft á landslagið;
landamerki, bæjarhóla, seltóftir,
gróðurfar og allt slíkt. Þetta eru allt
fornleifar og partur af því hvemig
túlkunin er unnin. Bæjarstæðin em
merkileg heimild, bæimir sjálfir
skilja eftir sig spor sem ná alveg
aftur í landnám. Bóndabæirnir í
Svarfaðardal eru lykillinn að sögu
dalsins alveg fram á okkar daga.
Einstakar aðstæður
Geturðu nefnt einhver dœmi um
fornminjar í dalnum sem hœgt er að
lesa með þessum hœtti?
Fyrir utan bóndabæina sem
staðið hafa í 1000 ár þá er þrennt
sem Svarfaðardalur hefur til að bera
sem ég held að sé alveg einstakt að
hafa svona allt á sama stað.
í fyrsta lagi eru það kumlin.
Kuml eru sem kunnugt er grafir að
heiðnum sið og því frá því fyrir árið
1000. Það hafa fundist óvenjumörg
kuml í Svarfaðardal. Svæðið á
Dalvík ef maður tekur það sem
heild er langstærsta kumlasvæði
sem til er á landinu. Þetta eru 20-
25 kuml í 3-4 kumlateigum og
síðan hafa fundist kuml út um allan
dal í lágsveitinni en ekki inni í
inndölunum, hvorki í Skíðadal né
fram-Svarfaðardal. Það er nokkuð
athyglisvert.
I öðm lagi eru það garðlögin.
Þau eru nú bara sýnileg öllum
og allir kannast við þau þarna á
svæðinu. Menn kalla megingarðinn
Sveitarlang og hafa lengi velt
honum fyrir sér. Fyrir nokkrum
ámm var gerð athugun á því hvað
garðlögin eru gömul með því að
grafa í þau á nokkrum stöðum.
Þau reyndust hafa verið reist frá
bilinu 950 fram yfir 1000. Þetta eru
gríðarlega miklar fornleifar; 75 km
af görðum sem allir em yfir þúsund
ára gamlir en einng hafa margir
garðar eyðst, sokkið í jörð eða eyðst
við framkvæmdir einkum á síðari
hluta 20. aldar, túnasléttun og þess
háttar. Þó má enn finna mest af því
ef skoðað er undir yfirborðið því
neðri hlutar garðanna eru þar víðast
ennþá.
í þriðja lagi er það að nefna að
til eru óvenjugóðar heimildir um
kirkjur í Svarfaðardal. Það er til skrá
frá 1487 um hálfkirkjur og bænhús
á norðanverðum Tröllaskaga,
síðan eru til fornbréf. Bænhúsið á
Böggvisstöðum vitum við bara um
af fornbréfi frá 1441. í þessari skrá
frá 1487 kemur fram að það vom
kirkjur á 21 bæ sem vitað er um. Það
þýðir að það voru kirkjur á þessum
bæjum á 11. öld því bænhúsin em
öll leifar af fjölskyldukirkjum sem
er fyrsta tegund kirkna sem byggðar
vom á íslandi. Slíkar kirkjur voru
byggðar á stórum hluta bæja sem
voru í byggð um kristnitöku. Fyrstu
íbúar dalsins höfðu kumlateiga
heima hjá sér. í framhaldi af því
komu svo fjölskyldugrafreitir og
fjölskyldukirkjur þegar kristinn
siður er tekinn upp. I dalnum eru
kumlateigir á flestum jörðum sem
sýnast vera landnámsjarðir og
þar voru líka kirkjur síðar. Þessar
rúmlega tuttugu kirkjujarðir eru
í niðursveitinni, á landmiklum
jörðum sem heita gjarnan stuttum
náttúrunöfnum, Gmnd, Bakki, Hof,
Hofsá. Slík nöfn bera vott um jarðir
sem em snemma í byggð.
Það er þetta þrennt; kirkjurnar,
skv ritheimildum sem vísa 500
ár aftur í tímann, garðarnir sem
við sjáum enn með bemm augum
og kumlin sem fundist hefur svo
óvenjulega mikið af sem gerir
Svarfaðardal sérlega áhugaverðan
til rannsókna.
Hvað kumlin varðar þá er
dalurinn hluti af stærra svæði
sem er augðugasta kumlasvæði á
Islandi og spannar alla ströndina
frá Akureyri út fyrir Dalvík að
meðtöldum dölunum neðanverðum.
Kuml helga land
Er einhver skýring á því af
hverju þetta svœði er svo auðugt af
kumlum?
Það er mjög góð spuming af
hverju svona mikið er af kumlum
á þessu svæði. Víða annars
staðar finnast nær engin kuml á
stómm svæðum. f innsveitum
Svarfaðardals og Hörgárdals og
inni í Eyjafirði em líka nær engin
kuml.
Ein kenningin um landanámið er
sú að landið hafi allt byggst mjög
hratt, að allar jarðir sem í byggð
voru á 14, öld hafi verið byggðar
strax á 9-10. öld. Þá hljóti að hafa
verið kuml á flestum jörðum en
þessi mynd er ekki nægilega vel
rökstudd með því sem við sjáum
núna. Þetta er mynd sem á uppruna
sinn í íslendingasögunum og
Landnámabók en það eru heimildir
frá 13. öld, heilum 400 áram eftir
landnám.
Pegar talað er um fullnumið
land í Landnámu þýðir þá ekki
endilega að landið hafi verið byggt
fram ídalabotna?
Nei fullnumið landi þýðir þá
frekar að menn hafi verið búnir að
slá eign sinni á allt land þó það hafi
ekki allt verið byggt. Rannsóknir
á Langholti í Skagafirði þar sem
lengst af hafa staðið 20 býli, sýna að
árið 930 voru þar fjórir bæir, en þá
á land þar að hafa verið fullnumið
skv. heimildum. Ef við tökum sama
hlutfall í Svarfaðardal þar sem vom
um 70 býli þá þýðir það um 10-
12 býli á landnámsöld. Það kemur
vel heim og saman við margar
aðrar vísbendingar í dalnum, s.s.
landamerki og kuml. Það em kuml
á 10 stöðum í dalnum og raunar á
öllum líklegum landnámsbýlum
nema tveim; Völlum og Tjörn.
Kannski hafa þau ekki fundist eða
kannski voru þau ekki þama af
einhverri ástæðu. Ef maður veit
ekki nógu mikið þá er svo gaman
að giska í eyðurnar. Þessi skortur
á kumlum á þessum stóru býlum,
Völlum og Tjörn kallast á við
samskonar kumlafátækt á stórbýlum
í Hörgárdal; Auðbrekku, Fomhaga,
Hallgilsstöðum, Möðruvöllum.
í Noregi finnast kuml ekki fyrst
og fremst á jörðum aðalsbænda
heldur á löndum sjálfseignarbænda.
Kuml eru þar túlkuð sem helgun
sjálfseignarbænda á landi sínu;
„mitt fók á þetta land og hefur
átt það lengi“. Hér á landi hefur
fundist ýmislegt sem styður svipaða
túlkun, ekki bara kuml heldur
líka fjölskyldukirkjugarðar. Á
Hofsstöðum í Mývatnssveit hefur
verið grafinn upp kirkjugarður sem
sýnir að sama fjölskyldan bjó á
Hofsstöðum í um 300 ár.
Svarfdælskir
sjálfseignarbændur
Á Langholti í Skagafirði
virðist vera annað mynstur en
í Svarfaðardal. Þar eru engin
kuml og fáar kirkjur. Þar eru
fjórar landnámsjarðir og tvær
þeirra Reynisstaður og Seila að
því er virðist elstar og helstar, og
kirkjur vom á þeim báðum. Þar
og á Glaumbæ vom einu kirkjur
í Langholti sem fundist hafa.
Reynisstaður virðist hafa slegið
eign sinni á allan norðurpart
Langholts. Þar hefur kannski
verið maður sem leit á sig sem
aðalsmann og gæti hafa sest þar
að með miklu fylgdarliði, e.t.v.
þrælum. í Svarfaðardal hefur
kannski verið önnur hugsun í
gangi, ekki aðalsmenn, heldur
sjálfseignarbændur og þess vegna
em öll þessi kuml. Þetta em
vangaveltur sem vitnisburður
fornleifaheimildanna býður upp á.
Ber þá þessi mikli fjöldi kumla
á litlu svœði við Eyjafjörð vitni
um það sé svœði byggt fleiri
sjálfseignarbœndum en vi'ða
annars staðar þar sem menn voru
leiguliðar aðalsmanna?
Já það má færa rök að því.
Kannski vom leiguliðamir
leysingjar, fyrrverandi þrælar, og þá
skuldbundnir höfðingjanum.
Hvað segir það til um landnámið
sjálft. Hvernig fór það fram?
Það hefur þá verið einhvers
konar hóplandnám. Ekki einn
höfðingi heldur sveitin öll í
merkingunni flokkurinn /hersveitin.
Þetta orð „sveit“ er einmitt
athyglisvert í þessu ljósi. Þeir
gætu hafa aðhyllst einhvers konar
jafnréttishugsun sem vera má að
eigi sér uppmna í bagmnni þeirra í
Noregi, sérstaklega í stuðningsliði
Haraldar hárfagra. Þar taka kuml
að birtast á svipuðum tíma og
Haraldur nær völdum og eru til
kenningar um það að valdataka
hans hafi stuðst við uppreisn bænda
gegn aðalsmönnum. Þetta em að
vísu bara vangaveltur en annað eins
hefur gerst.
Er þetta ekki farið að ríma
nokkuð vel við hina gömlu
rómantísku hugmynd um landnám
fijálsborinna manna á Islandi?
Jú hún er farin að gægjast
upp aftur, allavega hvað varðar
Eyjafjörð, Þingeyjarsýslur og
Austurland eftir að hafa verið jörðuð
allharkalega af fræðasamfélaginu.
Uppgangur aðalsmanna
Þessar vangaveltur um landnám
sjálfseignarbænda fær líka stuðning
af öðrum þáttum. Hugmyndin um
sjálfseignarbændur sem kjósi sér
goðorðsmenn virðist hafa verið
ráðandi á landnámsöld og virðist
enn vera ráðandi í Eyjafirði um
tólfhundmð þegar Guðmundur
dýri reynir að ná völdum á þessu
svæði og vel að merkja með
stuðningi bænda í Svarfaðardal.
Valdaættin í Svarfaðardal á þeim
tíma; Fomungar, var langöflugasta
stuðningsætt Guðmundar dýra.
Hann var giftur inn í þá ætt og þeir
studdu hann mjög í þeirri viðleitni
að leggja undir sig Eyjafjörð.
Guðmundur dýri var með sínar
höfuðstöðvar innst inni í Öxnadal,
á Bakka sem ekki var auðugasta
höfuðból í Eyjafirði, langt frá
því. En þarna á þessum tíma var
búið að leggja öll meginhémð
landsins undir héraðshöfðingja
sem litu á sig sem, aðalsmenn.
Rangárvallasýsla var undir
Oddaverjum og Árnessýslan undir
Haukdælum, það héraðsríki var
líklega komið fram þegar árið 1000
og þeir réðu líka Skagafirði. Þessi
héraðsríki voru allt annars eðlis en
goðaveldið. Þau vom ekki eins og
gert er ráð fyrir í Grágás, þar sem
menn velja sér goða heldur hafði
hérarsríkið yfir ákveðnu landsvæði
að ráða. Eyjafjörður er það svæði á
landinu sem varðist þessari þróun
lang lengst.
Og þama er ákveðinn
samhljómur á milli þess sem sjá
má af fornleifum og þess sem
kemur fram í sögum. Gamla
þjóðveldisfyrirkomulagið var við
lýði í Eyjafirði löngu eftir að það
var liðið undir lok víðast hvar
annars staðar og komin upp skýr
og öflug héraðsríki í Ámessýslu og
Skagafirði t.d. Eyjafjörður er eitt
af auðugustu landbúnaðarhéruðum
landsins.
Ef við segjum að það hafi
verið sjálfseignarbændur sem
stofnuðu Alþingi þá gmnar mann
að á ákveðnum svæðum hafi verið
fólk sem leit á sig sem aðalsfólk,
sérstaklega í Ámessýslu, sem í
raun hafði aðra sýn. Það má líka
lesa úr fomleifum í Skagafirði að
t.d. á Reynisstað hafi verið fólk
sem taldi sig öðmm æðra. Það
hafi svo orðið kjaminn í þessari
sókn til héraðsrfkis þannig að um
1200 eru í raun tvenn lög í landinu,
lög héraðsríkjanna annars vegar
og hins vegar Grágásarlögin sem
grundvölluðust á þessu hreppakerfi
sjálfseignarbænda. í hreppsstjóm
em sjálfseignarbændur en mega
taka inn leiguliða með sérstöku
leyfi og samþykki allra bændanna.
Það er mikið búið að gera grín
Arni Daníel Júlíusson sagnfrœðingur