Morgunblaðið - 20.01.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.01.2017, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2017 Skipasundi 56, 104 Reykjavík – Sími 553 3402 Þorramatur Verslunin Rangá er með EKTA sviðin svið ásamt öðrum þorramat til sölu á þorranum. Opið alla daga frá 10 – 10 V eitingastaðurinn Bryggjan brugghús á Grandagarði hefur gert mikla lukku. Margrét Ríkharðsdóttir yfirkokkur þykir einstaklega lagin við að gera ljúffenga rétti úr sjáv- arfangi og öðru fersku hráefni, á meðan efnafræðingurinn Bergur Gunnarsson sýnir sínar bestu hlið- ar í míkró-brugghúsi veitingastað- arins, og nýtir þar bruggmennt- unina sem hann fékk í Edinborg. Gyða Lóa Ólafsdóttir er mark- aðsstjóri Bryggjunnar brugghúss og segir hún að allt frá því stað- urinn var opnaður í október 2015 hafi mikill metnaður verið lagður bæði í bjór og mat. „Nánast frá upphafi höfum við t.d. boðið upp á bjórskóla og bjórtúra þar sem gestir geta kynnst bjórframleiðsl- unni okkar.“ Hefur veitingastaðurinn fengið mjög góðar viðtökur, bæði hjá heimamönnum og erlendum gest- um, og þykir andrúmsloftið þægi- legt, innréttingarnar fallegar og gott útsýni yfir hafnarsvæðið. Þorrabjór með hverjum platta Bryggjan brugghús mun fagna þorranum með sérstökum mat- seðli, sérbrugguðum þorrabjór og þorrasnafs sem barþjónarnir hafa dundað sér við að blanda. Gyða segir hefðbundna matseðilinn áfram í boði en þeir sem vilja þorramatinn geti pantað þorrap- latta. „Og það er alveg sjálfsagt að verða við því ef sumir gestir við sama borð vilja panta af venju- lega matseðlinum en aðrir fá sér þorramat, og þurfa ekki allir að panta það sama.“ Með þorraplattanum fylgir glas af þorrabjórnum sem fengið hefur hið skemmtilega nafn Hrútskýrir. „Þessi bjór er framleiddur í mjög takmörkuðu magni og verður að- eins fáanlegur á dælu hér hjá okk- ur. Er þetta súrsaltur bjór með ís- lensku salti og kóríanderfræjum, og nafnið fær hann lánað frá orði ársins.“ Grænmetisvæddur þorri Tvenns konar þorraplattar eru í boði. Annars vegar er hefðbundinn platti en á honum er tvíreykt lambakjöt með rauðbeðum, capers og piparrót; sinnepssíld í krukku og seytt rúgbrauð; sviðasulta og rófustappa; harðfiskflögur og þeytt smjör, og hákarl í lokaðri krukku. Hinn plattinn er sniðinn að þörfum grænmetisætanna og laus við hvers kyns dýraafurðir. Á þeim platta er að finna tvíreykta rauðbeðu með pekanhnetum, ca- pers og piparrót; grafna gulrót með sinnepsdressingu á seyddu rúgbrauði, sveppa- og kasjú pate; döðlur og bjórsýrðar gúrkur; og gulrófu- og nípuflögur með hum- mus. „Okku var ljúft og skylt að gera vegan-þorraplatta enda fjölgar sí- fellt í hópi þeirra sem ekki neyta dýraafurða,“ segir Gyða. „Við vor- um einnig með vegan-jólamatseðil á síðasta ári og urðum vör við mikinn áhuga og ánægju meðal viðskiptavina.“ Glens og bjórsmakk Þorramatseðillinn verður í boði frá og með bóndadeginum og ætl- ar Bryggjan brugghús að vera með smávegis húllumhæ á veit- ingastaðnum þann daginn. „Við fáum uppistandara í heimsókn og geta gestir hlýtt á gamanmál með matnum. Grunar mig að í tilefni dagsins muni grínið fjalla mikið um samskipti kynjanna,“ segir Gyða. „Þá verðum við með frían bruggtúr frá kl. 16 á föstudeg- inum, og áfram á heila tímanum fram á kvöld. Þar geta áhuga- samir matargestir fengið að smakka bjór og fræðst um brugg- ið.“ ai@mbl.is Uppistandari fer með gamanmál á bóndadag- inn og matargestir geta fengið að skoða bjór- bruggið hjá Bryggjunni brugghúsi. Þeir sem vilja ekki dýraafurðir geta pantað tvíreykta rauð- beðu og grafna gulrót. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjónusta Gyða segir Bryggjunni Brugghúsi ljúft og skylt að koma til móts við þarfir grænmetisæta. Hefðbundni þorramat- urinn er vitaskuld líka í boði en margir grænmetisréttirnir hljóma eins og þeir kunni jafnvel að smakkast enn betur. Þorrabrugg og vegan-þorraplatti Tilefni Bergur bruggmeistari er höfundur þorrabjórsins sem hefur á sér súran en góðan keim. Bjórinn Hrútskýrir má aðeins fá beint af krana á veitingastaðnum. 1 gulrófa millistærð (Einnig gott að nota rauðrófur) 2 nípur olía salt og pipar Aðferð: Takið af hýðið og notið svo skrælara eða mandolín til þess að skræla/skera gulrófuna og nípuna í mjög þunnar sneiðar. Hitið olíu, u.þ.b. 1 - ½ lítra í góðum potti. Gott hitastig er 140- 160 gráður. Steikið nú rót- argrænmetið. Best er að gera hverja tegund fyrir sig og ekki setja of mikið í pottinn í einu. Gott er að nota skeið með götum eða góðar tangir. Nípan er tilbúin þegar hún er orðin gullinbrún að lit og rófan þegar hún er byrjuð að dökkna vel á köntunum. Þegar tekið er upp úr pottinum er mikilvægt að reyna að hrista sem mest af olíu- nni af og leggja flögurnar á bakka með stykki í botninum eða pappír sem dregur í sig olíuna. Kryddað með salti og pipar og leyft að jafna sig í nokkrar mínútur. Kjúklingabauna-dýfa 1 dós kjúklingabaunir (lítil) safi úr 1/2 sítrónu 1 dl ólífuolía handfylli af fersku basil eða kórí- ander hvítlaukur, 2-3 geirar eftir smekk salt og pipar Hvítlaukur, kryddjurt, sí- trónusafi og olía sett saman í mat- vinnsluvél eða unnið með töfra- sprota þar til orðið fínt og þá kjúklingabaunir maukaðar vel saman við. Kryddað með salti og pipar. Má einnig auka við olíu eða sítrónusafa til að gera dýfuna þynnri. Gulrófu- og nípuflögur með dýfu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.