Morgunblaðið - 20.01.2017, Page 11

Morgunblaðið - 20.01.2017, Page 11
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2017 MORGUNBLAÐIÐ 11 Þ að eru engar ýkjur að segja að Íslendingar séu sólgnir í síld. Hvort heldur hvers- dags eða þegar mikið liggur við er algengt að landinn sæki krukku af ljúffengri síld úr ísskápn- um og beri á borð fyrir heim- ilismeðlimi, gesti, eða einfaldlega fyrir sjálfan sig. Kemur þá líka fátt annað til greina en síldin frá Ora. Sólgin í sæta síld Gestur Steinþórsson er vörumerkja- stjóri hjá Ísam og segir hann Ís- lendinga vilja hafa síldina mjög sæta, en erlendis er meiri hefð fyrir að gefa síldinni súrara síldarbragð. „Við höfum okkar eigin stíl, eins og vera ber, og höldum tryggð við þá norrænu hefð að borða síld á hátíð- isdögum enda herramannsmatur.“ Þorrinn er líflegur tími í síldarsöl- unni og segir Gestur að sama gildi um jól og páska, og eins að mikið seljist af síld yfir sumarið. Umbúðir sem sækja í hefðina Ora framleiðir ekki sérstaka þorra- síld í ár, en hins vegar kynnir fyr- irtækið til sögunnar nýjar umbúðir fyrir lauksíld og maríneraða síld, sem eru þær síldartegundir sem þykja eiga hvað best við á þessum árstíma. „Nýja útlitið er hluti af um- búðabreytingum Ora. Munu allar Ora-vörur breyta um útlit á árinu og sækja innblástur til Grænu baun- anna sem hafa verið ein helsta ein- kennisvara Ora frá upphafi.“ Stöðugar framfarir Ekki eru það bara umbúðirnar sem breytast heldur hafa orðið framfarir við framleiðsluna líka. Neytendur fá sömu góðu síldina en stigin hafa verið ný skref til að tryggja gæðin enn frekar. „Framleiðsluaðferðirnar eru í stöðugri þróun, og vandað mjög til við síldargerðina. Má t.d. nefna að lögurinn sem síldin er mar- íneruð í er soðinn áður en síldarbit- unum er blandað saman við. Með því að sjóða löginn fer súrefnið úr honum og þannig minnka líkurnar á að síldin þráni í krukkunni. Veljum við vitaskuld að- eins besta fáan- lega hráefni til að gera Ora-síld.“ ai@mbl.is Nýjar umbúðir, sama góða síldin Lauksíldin og maríneraða síldin fyrstar til að fá nýjar umbúðir. Allar Ora- vörur munu fá breyttar umbúðir á árinu. Góðgæti Gestur segir Íslendinga gjarnan velja síld á tyllidögum. Þó mörgum finnist best að setja síldina beint á smurt rúg- brauð eða franskbrauðsneið þá má líka nota síldina í alls kyns matargerð. Hér er ein uppskrift úr safni Ora: 6 flök maríneruð síld eða krydd- síld 1 laukur 1 dl sýrður rjómi, 10% eða 18% 2-3 græn epli soðin egg til skrauts Skerið eplin i teninga og blandið saman við sýrða rjómann Skerið síldina í hæfilega bita og laukinn í jafna strimla Leggið á fat og berið fram með brauði og soðnum kart- öflum. Síldarfreist- ing Ora Sælgæti Íslendingar vilja hafa síldina sæta, segir Gestur. Hefðir Sumum þykir síldin best á rúgbrauði, á meðan aðrir vilja helst af öllu stinga gafflinum ofan í krukkuna og svo beint upp í munn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.