Morgunblaðið - 20.01.2017, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2017 MORGUNBLAÐIÐ 13
Í KJÖTBORÐ NÓATÚNS
ÞORRINN ER KOMINN
Pantið þorraveisluna á www.noatun.is
Við gerum meira fyrir þig – Nóatún Austurveri – www.noatun.is
brottfluttir hreppsbúar og gestir
þeirra.“
Hvernig þorramat fáið þið?
„Hefðbundinn þorramat, svið og
sviðasultu, súrsaða hrútspunga,
hangikjöt, saltkjöt, harðfisk, hákarl
og ýmislegt fleira. Mér finnst fínt að
borða þorramat einu sinni á ári og
borða þá vel af honum. En maður er
ekki að borða þetta ella nema maður
komist í harðfisk eða hákarl.“
Manstu eftir þorrablótum fyrri
tíma?
„Þau þorrablót sem ég man eftir
hafa verið með svipuðu sniði og nú
er. Maturinn er keyptur af veislu-
þjónustu hér fyrir norðan. En áður
fyrr var víst komið með mat í trog-
um og þá hver fyrir sig.“
Hvað með vínföng ef fólk vill þau?
„Maður kemur með sín vínföng
sjálfur – það er ekki heimagert. Vín-
búð er á Blönduósi og þar verslar
maður. Mér finnst henta best að fá
mér bjór með matnum og svo
brennivín með hákarlinum.“
Er mikið um kveðskap á þorra-
blótum?
„Það er svolítið sungið alltaf og
skemmtilegustu stundirnar þegar
hljómburðurinn á karlaklósettinu er
nýttur. Þá syngjum við gjarnan allt
sem við kunnum og munum. Ætli ég
haldi ekki mest upp á Álftirnar
kvaka, kvæði Jóhannesar úr Kötlum
við lag Þorsteins Jónssonar.
Hátt upp á heiðum hvítir fuglar kvaka.
Vængjunum stóru veifa þeir og blaka,
það eru álftir, – álftirnar, sem kvaka.
Handan af hafi, heim í auðnir fjalla,
vordægrin snemma villta hópinn kalla.
–
Þá er nú sungið – sungið fyrir alla.
Kyrr eru kvöldin, – kviðið er þá fáu.
Sofa í hreiðrum svanabörnin smáu.
Víðbláminn skyggir vötnin djúpu, bláu.
Hringaðir hálsar hljóðar taka dýfur.
Árvakur skari öldufaldinn klýfur.
Andi guðs friðar yfir vötnum svífur.
Þorrablótsannáll og leikþættir
Eru skemmtiatriðin á þessum
þorrablótum heimatilbúin?
„Já, þau eru heimatilbúin. Settir
eru upp leikþættir, svo er þorra-
blótsannáll og ef maður hefur gert
eitthvað rétt á árinu þá er gert grín
að manni á þorrablótinu. Á hverju
ári er svo valið í þorrablótsnefnd.“
Hefur þú verið í slíkri nefnd?
„Einu sinni fengum við Barbara
það hlutskipti að vera í þorrablóts-
nefnd. Við pöntuðum matinn og
hljómsveitina og útbjuggum
skemmtiatriðin. Yfirleitt er fengin
hljómsveit af svæðinu. Stundum hef-
ur maturinn verið keyptur frá
Gæðakokkum í Borgarnesi og þá
fylgir hljómsveit með. Í raun er eng-
in föst regla á þessu. Það er reynt að
hafa þetta eins frjálslegt og
skemmtilegt og hægt er.“
Manstu eftir einhverjum sér-
stökum viðburðum í sambandi við
þorrablótin?
„Þetta er alltaf gaman, hafi maður
farið einu sinni á þorrablót hér vill
maður fara aftur. Þegar ég var
yngri var þetta fjölskylduskemmtun
án aldurs svo maður var mættur
þarna mjög ungur, en nú er komið
aldurstakmark.“
Hvað segir Barbara um þorra-
blótin?
„Hún lætur sig hafa þetta. Á
hennar heimaslóðum eru ekki svona
skemmtanir. Hún er frá Zürich og
kom til Íslands til að vera við tamn-
ingar. Hún byrjaði á að koma hingað
á sveitabæ en við kynntumst á Hól-
um í Hjaltadal þar sem við vorum
bæði við nám í Landbúnaðarháskól-
anum þar.“
Er mikið dansað á þorrablótum?
„Já, þetta er allsherjar skemmtun
sem lifir inn í nóttina.“
Syngur annan tenór í karlakór
Ertu farinn að dressa þig upp fyrir
næsta þorrablót?
„Ég segi það nú ekki en eitthvað
dreg ég út úr skápnum þegar að
þorrablótinu kemur. Það verður
laugardaginn 28. janúar næstkom-
andi.“
Tekur þú mikinn þátt í félagslífi í
þinni sveit?
„Maður reynir að vera með í því
sem er í boði. Ég er í Karlakór Ból-
staðarhlíðarhrepps, syng annan
tenór. Skarphéðinn Einarsson frá
Blönduósi stjórnar þeim kór og í
honum eru í kringum þrjátíu karlar.
Við æfum tvisvar í viku og það er
mjög skemmtilegt. Það hefur hins
vegar ekki tíðkast að karlakórinn sé
skemmtiatriði á þorrablótinu.“
gudrunsg@gmail.com
Ein af kind Íslenska sauðkindin –
án hennar og afurða hennar vær-
um við Íslendingar varla hér.
Skemmtistaður Rétt-
irnar hafa jafnan verið
tilefni mikils spenn-
ings í sveitum lands.
Gleðiglaumur Á þorrablótum
er gjarnan sungið og skemmt
sér fram á rauða nótt.