Morgunblaðið - 20.01.2017, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2017
Gamle Ole Jarlinn Stilton
Osta- og ljúfmetisverslun
Grandagarður 35 · Sími 551 8400 www.burid.is
Í ár býður Víking brugghús upp á Juniper Bock í
annað sinn. Bjórinn hét áður Einiberja Bock. Í
hann eru notuð íslensk einiber til að ljá bjórnum
hið sérstæða bragð sitt, en eins og kunnugir
þekkja þá eru einiber helsti bragðgjafinn í gini
og sénever (en það er flæmskt orð sem þýðir
einfaldlega einiber, eða juniper á ensku).
„Einiberin íslensku eru þarna til að mynda
enn ríkari tengingu við hina þjóðlegu stemn-
ingu þorrans, íslenska náttúru og hreinleika
hennar,“ segir Baldur Kárason, bruggmeistari
Víking brugghúss. „Það er eitthvað alveg sér-
stakt við íslenska kryddið. Það er meiri kraftur
í bragðinu og það skilar sér í drykkinn. Eini-
berjabragðið kemur betur fram og gefur
skemmtilegan keim í bjórinn.“
Eldforn hefð fyrir einiberjum
Að sögn Baldurs
er staðfest að notkun einiberja í margs konar
matargerð sé hefð á Norðurlöndum sem nái aft-
ur til víkingatíma. Með þessa ævagömlu arfleifð
séu þeir hjá Vífilfelli að leika sér fyrir þorrann.
„Það eru líka heimildir fyrir því að víkingar hafi
bruggað einhvers konar mjöð úr einiberjum á
sínum tíma og okkur fannst það því smellpassa í
stemninguna.“
Dökkur litur, töluvert maltbragð
Baldur bendir ennfremur á að einiber séu
strangt til tekið afbrigði af könglum og þar sem
þau séu algeng hér á norðurhvelinu séu þau
mikið notuð sem krydd, sérstaklega með
villibráð. „Í bruggferlinu koma einiberin í
stað humla að nokkru leyti en grunnurinn að
bjórnum er malt sem gefur honum dökkan lit
og töluvert maltbragð,“ útskýrir hann. „Til
að fá mýkri áferð og aukna fyllingu eru not-
aðir hafrar og hveitimalt á móti maltinu.
Sætur karamellukeimurinn er stemmdur af
með léttum einiberjatónum.“
Einiberin allra meina bót
Samkvæmt sögunni þá notuðu víkingar fyrr
á öldum einiber í
mjöðinn sinn og því má segja að Baldur
bruggmeistari sé að halda á
lofti heiðri víkinganna með þessari nýj-
ung í íslenskri bjórgerð.
Vel fari á því enda einiberin í meira lagi
meinholl. „Í náttúrulækningum hafa einiber
verið notuð við margvíslegum kvillum. Þau
örva nýrun og hafa þvagræsandi áhrif og
virka vel gegn ýmsum bólgum og vökva-
söfnum í liðum auk þess að hafa góð áhrif á
meltinguna og vinna gegn brjóstsviða og
þembu.“
Heiðri víkinganna haldið á lofti
Víking Juniper Bock
Bjórstíll: sterkur lager
Áfengismagn: 6,2%
Framleiðandi: Víking brugghús
„Þetta er lagergerjaður bjór, bruggaður eftir
pilsen-hefðinni,“ útskýrir Sigurður Bragi Ólafs-
son, bruggmeistari Bruggsmiðjunnar á Ár-
skógssandi. „Hann er rafgullinn á litinn, eig-
inlega koparlitaður, og humlaður með blöndu
af breskum Fuggle-humlum, ásamt Mosaic
og Citra frá Bandaríkjunum. Þetta er því
þokkalega humlaður lagerbjór og líkist
kannski mest pale ale bjórum hvað beiskjuna
áhrærir en er eftir sem áður lager-gerjaður,“
bætir hann við.
Samanborið við Þorra Kalda síðustu ára
segir Sigurður að bjórinn í ár sé svipaður upp
á maltið að gera en humlasamsetningin sé,
svo sem framar greinir, töluvert öðruvísi.
„Með þessari samsetningu fannst mér ég ná
meira jafnvægi í bjórinn, milli malts og
beiskju. Humlarnir gefa annan karakter og
mér finnst þessir tóna betur með bygginu
sem við notum í bjórinn. Eins og venjulega
verður hann í takmörkuðu upplagi í takt við
framleiðslugetuna hjá okkur.“
Sem þýðir að það er vissara að næla sér í
sýnishorn áður en allt klárast.
Þorra Kaldi
Bjórstíll: lager
Áfengismagn: 5,6%
Framleiðandi: Bruggsmiðjan
Þorra Kaldi í humlaðra lagi
Kraftmikið
handverksbrugg
sem hæfir þorra
Árstíðabundinn bjór verður sífellt vinsælli þáttur í hinni
ört vaxandi handverksbjórasenu á Íslandi. Þorrabjór-
inn er þar síst undanskilinn og á bóndadag ár hvert er
nú von á verulega áhugaverðum bjórtegundum. Árið í
þar er þar engin undantekning og margt nýjunga er að
finna í bland við góðkunningja fyrri ára. Sumar nýj-
ungar eru glænýir bjórstílar, aðrar eru útfærslur á önd-
vegisbjórum sem þegar hafa komið fram.
Þrisvar áður hefur Borg sent frá sér mjöð á þorra en í fjórðu
atrennu kveður nokkuð við nýjan tón. Í fyrsta sinn heitir mjöð-
urinn kvenkyns nafni (hinir voru Kvasir Nr. 22, Galar Nr. 29
og Fjalar Nr. 37. Hitt er enn mikilvægari breyting að á meðan
hinir fyrri þrír voru í þurrara lagi þá er sætan heldur meiri í
þetta sinn.
„Við erum búnir að fara í gegnum söguna góðu um það
hvernig skáldamjöðurinn varð til. Hann var búinn til úr blóði
Kvasis af dvergunum Fjalari og Galari. Loks var það Gunnlöð
dóttir Þryms sem gætti skáldamjaðarins en lét tælast af Óðni
sem náði fyrir bragðið að komast yfir skáldamjöðinn. Með
Gunnlöðu vendum við kvæði okkar í kross því þessi útgáfa er
leikur með sætleikann, eitthvað sem fólk tengir meira við
mjöð og hunang en tilfellið var með hina þrjá, sem voru vilj-
andi hafðir mjög þurrir á bragðið.“
Fjórði mjöðurinn frá Borg
Gunnlöð Nr. 46
Stíll: Mjöður
Áfengismagn: 10,5%
Framleiðandi: Borg Brugghús
„Það er lítið frábrugðið við þennan bjór frá því í fyrra,
þetta er nánast sami bjórinn,“ segir Dagbjartur Ari-
líusson, bruggmeistari hjá Steðja, um þorrabjórinn
þeirra í ár, sem ber heitið Hvalur 2. „Nema hvað að
pungarnir í þessa lögun voru ívið stærri!“ Það var
og.
Það eru semsé taðreykt langreyðareistu sem
ljá þorrabjórnum frá Steðja hinn sérstæða og
reykta bragðkeim, nokkuð sem kom bjórnum á
erlendan lista yfir brjáluðustu bjóra veraldar.
Grjótharður bjór verður þar af leiðandi ennþá
harðari að þessu sinni? Dagbjartur tekur hlæj-
andi undir það.
Aðspurður hvort það hafi hreinlega verið upp-
leggið með bjórnum, þegar hann var bruggaður í
fyrsta sinnið á síðasta ári, að búa til bjór sem
væri álíka krefjandi – jafnvel umdeildur – og
þorramaturinn er sjálfur segir hann það ekki
fjarri lagi.
Gengur vel með þorramat
„Já, það var eiginlega hugmyndin að koma fram
með eins þorralegan bjór og við mögulega gætum
búið til. Hann yrði líka að vera tiltölulega drekkanlegur
svo hann gengi með þessum mat sem við erum að láta of-
an í okkur á þorranum. Þannig viljum við meina
að þetta sé hinn fullkomni þorrabjór.“
Dagbjartur bendir á að langreyðareista sé
býsna flókið hráefni í öflun, og ekki síður í með-
förum og verkun.
„Enda er upplagið af bjórnum takmarkað hjá
okkur. Ferlið allt og vinnslan er flókin, það þarf
að hafa öll tilskilin leyfi rétt og það þarf að með-
höndla þetta hráefni rétt. Verkunin er kúnstug
og við fylgjum sérstakri gæðahandbók við
verkunina á eistunum. Það þarf að sjóða þau,
og svo sía og gerilsneyða. Þegar upp er staðið
er þetta fyrst og fremst bragðið sem við erum
að fá í gegn og út í bjórinn. En það næst líka
vel í gegn.“
Ekki til sem bjórstíll
Þegar talið berst að bjórstílnum sem Hval-
ur 2 tilheyrir vandast málið, því Dag-
bjartur segir hann ekki falla fyllilega í
neinn þekktan flokk sem bjórstíll. Það
kemur kannski ekki svo á óvart, þegar að
er gáð.
„Þessi bjór er bruggaður sem öl og þó að
margir hafi reynt að líkja honum við stout
eða porter þá er hann í rauninni alls ekki
þar. Einnig mætti reyna að líkja honum við
rauchbier, eða reyktan bjór, en í slíkan
bjór er notað reykt bygg og við erum ekki
með neitt af slíku. Þetta er því í rauninni
bara vel drekkanlegt öl með reykbragði, og
jafnvel hárfínum kjötkeim í restina. Banda-
ríkjamenn sem hafa bragðað Hval hjá okkur
segja bragðið yfirleitt eins og maður sé að drekka
beef jerky,“ segir Dagbjartur hjá Steðja að endingu.
Ívið stærri pungar í ár
Hvalur 2
Bjórstíll: Öl með reyktum keim – í
raun einstakur bjórstíll, engum líkur.
Áfengismagn: 5,1%
Framleiðandi: Steðji brugghús