Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2004, Side 6

Víkurfréttir - 04.11.2004, Side 6
> Málefni Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli: Diddi, til vinstri og Veigar, til hægri, við Sandgerðisveginn. Tína rusl fyrir Danmerkurferð Diddi og Veigar voru kampakátir þegar blaðamaður Víkurfrétta hitti á félagana við Sandgerðisveg þar sem þeir voru að tína rusl. í heildina voru 13 krakkar úr 9. bekk í Sandgerði sem tíndu rusl frá Rockville og niður að Sandgerðisbæ. Krakkarnir eru að safna sér fyrir skólaferð til Danmerkur og ef þau halda þessum dugnaði áfram er ekki ósennilegt að þau geti safnað sér fyrir heimsreisu. HATIÐNIÞVOTTUR Á RIMLAGLUGGATJÖLDUM Þriggja ára reynsla Hægt er að fá gardínurnar til baka samdægurs Gerið verðsamanburð Sækjum og sendum ef óskað er Upplýsingar og pantanir í síma 894 2297 Allt hreint ehf. Alhliða hreingerningaþjónusta Tl 30°/o afsláttur af fiskréttum S90-kr-kg- 5 kr. kg. >o Fiskbúðin Vík Hringbraut 92 • Sími 421 4747 Fréttirnar koma ekki á óvart Frétt Víkurfrétta í síðustu viku um flutning vopna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli til Spánar og Ítalíu vakti mikla athygli. Víkurfréttir leituðu til þingmanna Suðumesjamanna þeirra Böðvars Jónssonar sjálfstæðisflokki, Hjálmars Árnasonar framsóknarflokki og Jóns Gunnarssonar sam- fylkingu og fengu viðbrögð þeirra við fréttum um samdrátt hjá Varnarliðinu. Fjölmiðlar tóku frétt Víkurfrétta upp, fjölluðu um málið og veltu upp ýmsum spurningum. Á þriðjudag upplýsti Davíð Oddsson utanríkisráðherra að hann myndi eiga fund með Colin Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna þann 16. nóvember næstkomandi þar sem varnarmál íslendinga verða rædd. Hjálmar flrnason þingmaður framsóknarflokksins Hvað finnst þér um þær fréttir að starfsemi Varnarliðsins sé að dragast allverulega saman? Þessar fréttir koma ekki á óvart. Eg minni á að ef Vamannála- ráðuneytið hefði fengið að ráða þá væri búið að loka stöðinni. Það eru annarsvegar deilur á milli bandaríska vamarmála- ráðuneytisins og utanríkis- ráðuneytisins og svo hinsvegar, sem kannski skiptir mestu máli, að málið er komið úr höndum embættismanna á pólitískt stig með skírskotun í vamar- samninginn. Vandinn er hinsveg- ar að forsetakosningamar hafa tmflað alla ákvarðanatöku. Hvaða afleiðingar hefur þessi samdráttur fyrir Suðurnes? Við eigum nú eftir að sjá hvað muni gerast. Auðvitað mun það hafa mikil áhrif á Suðumesjum ef allt fer, en ég á eftir að sjá að það gerist. Miðað við það póli- tíska samkomulag sem byggir á tvíhliða samningnum þá hef ég miklar efasemdir um að þróunin verði eins og Vamamiála- ráðuneytið er að spá. Er einhver pólitísk vinna í gangi? Halldór Ásgrímsson hefúr fúnd- að með Powell og Davíð Odds- son hefúr átt fúnd með Banda- ríkjaforseta vegna málsins. Þingmenn hafa einnig verið stöðugt að nefha þessi mál við háttsetta embættismenn og aðra sem hingað hafa komið. Meðal annars ræddum við þetta þegar Hillary Clinton og John McCain komu hingað til lands í sumar. Þau lýstu bæði skilningi yfir þörf íslendinga til að viðhalda vamarsamningnum. Það skiptir auðvitað máli að John McCain er einn af áhrifamönnunum í bandaríska hermálaráðinu og það sýnir að pólitíski skilningurinn á málinu er annar en hjá embættis- mönnum í Vamarmálaráðu- neytinu. Jón Gunnarsson þingmaður samfylkingarinnar og odduiti Uatnsleysustrandarhrepps Hvað f'innst þér um þær fréttir að starfsemi Varnarliðsins sé að dragast allverulega saman? Fréttimar koma í raun ekki svo mikið á óvart miðað við það hvað maður hefúr haft á til- finningunni. En þærkoma á óvart miðað við þau fáu svör sem fonnlega hafa fengist ffá utanrík- isráðuneytinu um hvað sé að gerast þama. Hvaða afleiðingar hefur þessi samdráttur fyrir Suðumes? Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrirþví. Min fýrsta hugs- un er sú að þama muni verða mikill samdráttur. Næsta hugsun er sú hvemig þessum samdrætti verður mætt. Ef að menn fara í alvöru að velta fyrir sér hvemig megi mæta samdrættinum þá er ekkert víst að hann verði svo verulegur. Til þess að það geti orðið þá verða menn að fara að viðurkenna að það sé samdráttur og vandi. Um leið og þeir sem fara með þessi mál viðurkenna vandann þá er von til þess að hægt sé að fara að mæta þessum samdrætti. Er einhver póiitísk vinna í gangi? I raun og veru er ekki mikil pólitísk vinna í gangi því menn koma henni ekki af stað vegna afneitunar þeirra sem með fara. Sveitarstjómir á Suðumesjum hafa af þessu miklar áhyggjur. Við ályktuðum á aðalfúndi okkar í Sandgerði um helgina að við köllum eftir löngu tímabæm virku samráði við okkur. Það er í raun ótrúlegt til þess að vita að á öllum þessum tíma sem liðinn er síðan við byijuðum að óska eftir þvi við ráðuneytin ræddu við okkur um hvað er að gerast þama að það hafi ekki einn einasti fúndur verið haldinn. Þetta er í raun lítilsvirðing í garð sveitastjómannanna á Suður- nesjum frá þessum ráðuneytum. Böðvar Jónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar Hvað finnst þér um þær fréttir að starfsemiVarnarliðsins sé að dragast allverulega saman? Mér finnst þær alvarlegar ef þær em réttar. Það er mjög mikilvægt að það verði Ieitað nákvæmra upplýsinga hjá yfirmönnum bandaríska hersins um hvort þetta sé rétt. Hvaða afleiðingar hefur þessi samdráttur fyrir Suðurncs? Fyrst og fremst vamarlega. Það er mjög alvarlegur hlutur ef vamir landsins em með allt öðmm hætti en við höfúm trúað að þær væm fram til þessa. Fyrir okkur sem Suðumesja- menn er þetta líka alvarlegt því okkar fyrirtæki hafa verið með kannski 20% af sinni veltu tengdri þeim sem búa á flugvell- inum, fýrir utan þá sem hafa verði að vinna rnnan vamar- svæðisins. Þetta hefúr mikil áhrif á þá sem starfa innan vallar og þau fýrirtæki sem þjónusta okkur Suðumesjamenn og um leið vamarliðsmenn og fjölskyldur þeirra. Er einhver pólitísk vinna í gangi? Það er alltaf vinna í gangi ef við hugsum í atvinnulegu tilliti. Það er ekki einhver vinna út af vamarþættinum því sú vinna fer öll fram í utanríkisráðuneytinu og hjá ríkisstjóm. Auðvitað er heilmikil vinna í gangi á vegum sveitarstjómarmanna á svæðinu - ekkert sérstaklega vegna þessara írétta heldur er sú vinna alltaf í gangi. Þó ég ásamt öðmm sveitarstjómarmönnum fáum upplýsingar um að engar breyt- ingar séu í vændum á Keflavíkurflugvelli og að jafnvel verði byggt upp þar, þá breytir það ekki þeirri stöðu að við munum halda áfram að byggja upp atvinnu á svæðinu. 6 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.