Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2004, Síða 24

Víkurfréttir - 04.11.2004, Síða 24
www.vf.is -ferskarfréttir á hverjum degi Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ákveðið að vera með Kolaport í 88-húsinu í desember ef deildinni berst nægjaniegt magn af söluvarningi. Þeir sem eru að gera jólahre- ingerningu eru beðnir um að henda ekki gömlum bókum, plötum né öðru sem hægt væri að nýta. Móttaka er hjá Asmundi í síma 894 3900. Þeir aðilar sem vilja selja vörur hafiö samband í sama síma. Knattspyrnudeild Keflavíkur Hef hafið störf á hárgreiðslustofurmi Carino Býð gamla og nýja viðskiptavini velkomna Tímapantanir í síma 421 2488 Linda Björk Þórðardóttir Kolaport 1 Reykjanesbæ ánægð árangurinn „EJiirað égfórað taka inn lmedeen töflumar hef égfundið stóran mun d rakostigi húðar- innar. Húðin á öllum likamanum er orðin svo mjúk og rakaþétt að éggleymi ofi að bera á mig líkamskrem. Húðin á hœlunum er hatt að springa auk þess sem áferð húðarinnar er öll sléttari og þéttari. Mér finnst ég líka hafa mun meiri orku til allra daglegara starfa. “ „Ég er mjög ántegð með árangurinn af notkun Imedeen time perfection. “ Sigriður Halldórsdóttir Reykjavík » húðin verður bjartari, sléttari, þéttari og jafnari » hefur áhrif á húð alls líkamans » dregur samstundis úr áhrifum öldrunarferlisins » hefur augljós áhrif á rakaþéttni húðarinnar * dregur úr hrukku- og llnumyndun Fœl|, Sn,r,iuarudtilí Hagkaupa. Lyfju, Lyl E Heil.u, Hringbrautarapóteki, Lyfjavali, Apóteki Vestmannaeyja Borgarnesapóteki og Sauðárkróksapóteki IMEDEEN Fyrir fallegri húð - 2 töflur á dag www.imedeen.com Imedeen Time Perfection™ > Grindvíkingarfá ekki inni og huga að byggingu fjölnotahúss: Verða Njarðvík og Keflavík ein í Reykjaneshöllinni? Svo gæti farið að Njarðvík og Kefiavík yrðu einu knattspyrnufélögin sem fengju að stunda knattspyrnu í Reykjaneshöllinni í vetur. A fundi Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanes- bæjar fyrir stuttu var erindi knattspyrnufélaga Njarðvíkur og Kcflavíkur um aukna æfin- gatíma samþykkt. Formaður knattspyrnudeildar Grinda- víkur fagnar niðurstöðu MIT og segir það nauðsynlegt að í Grindavík rísi fjölnotahús tii íþróttaiðkunar. Stefán Bjarkason framkvæm- dastjóri MIT sagði í samtali við Víkuríréttir að uppgangur væri í kvennaknattspyrnunni í Reykja- nesbæ og því væri þörf á auknum æfingatíma fyrir félögin. Tillagan ætti engu að síður eftir að fara í gegnum bæjarstjóm og ljóst væri að tekjutap hlytist af því ef Njarðvík og Keflavík væru einu félögin sem æfðu í Reykjaneshöllinni. Knattspymudeild UMFG væri án æfingaraðstöðu vegna þessa en þar í bæ hefur verið tekið á það ráð að kynna sér fjölnotahús með gervigrasi svo félagið dragist ekki aftur úr hvað styrk og aðh- lynningu að yngri flokkum varðar. Húsið sem er í skoðun hjá Grindvíkingum svipar til hússins sem FH er að byggja og á að vígja nú um áramótin. Það hús er 45 m x 62 m og u.þ.b. 12 m á hæð. Fleiri íþróttir en knattspyma myndu rúmast í húsi af þessu tagi í Grindavík, til að mynda gæti göngufólk leitað í húsið ásarnt því að hinar ýmsu uppákomur gætu flust þar inn ef leiðinda- veður skylli á. „Það er ekki eftir neinu að biða og við verðum að taka skrefið í átt til framkvæmda,” sagði Jónas Þórhallsson formaður knatt- spymudeildar Grindavíkur í sam- tali við Víkurfréttir. „Staða Grindavikurbæjar er það sterk miðað við önnur sveitarfélög á svæðinu og knattspyrnumenn hafa hingað til verið í forsvari fyrir uppbygginu á íþróttamann- virkjum lrvað knattspyrnuna varðar. Við höfum lagt hönd á plóginn við að leggja gras á alla sparkvelli okkar og safhað fé ffá þjónustuaðilum og útgerðar- aðilum í þessi mannvirki og nú síðast í stúkuna okkar. Nógu erfitt er að reka knattspymudeild, aðrir stjórnendur knattspyrnu- félaga á landinu þurfa ekki að hafa áhyggjur af uppbyggingu á íþróttamannvirkjum en hér í bæ höfurn við jrurft að ltafa fmmkvæðið að allri okkar upp- byggingu.” Jónas sagðist _að lokum fagna niðurstöðu MÍT. „Þeir eru að nota sína aðstöðu fyrir sina iðk- endur og ltafa þannig manngildin skörinni ofar en peningagildin.” 24 VfKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLECA!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.