Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2006, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 16.02.2006, Blaðsíða 21
 i I Lands ~t'iúriMA.ðÁi Hjörtur Harðarson hefur unnið þrjá bikartitla með Keflavik. Hann mun nú freista þess að bæta þeim fjórða í safnið. Halda Grindvíkingar 100% árangri Grindvíkingar hafa þrisvar farið í bikarúr- slit (95, 98 og 00) og unnið í hvert skipti. Fyrsta árið lögðu Grindvíkingar Njarðvik, þá KFÍ og loks KR þar sem loka- staðan var 59-55 í stigalægsta bikarúrslitaleik frá upphafi. Stigahæstur Grindvíkinga í bik- arúrslitum er Darryl Wilson sem skoraði 37 stig í sínum eina leik, gegn KFf 1998. Honum næstur kemur Helgi Jónas Guðfmnsson með 30 stig í tveimur leikjum. Pétur R Guðmundsson hefur leikið alla úrslitaleiki Grindvík- inga hingað til og á reynsla hans eflaust eftir að hjálpa Grindvík- ingum í ár. Páll Axel Vilbergsson, fyr- irliði Grindavíkur, er að taka þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik en hann telur að það lið sem hafi sterkari vilja í leiknum fari með sigur af hólmi. Þetta er íyrsta skiptið þitt í Höll- inni, við hverju býst þú? „Hörkuleik, ég hef ekki gengið í gegnum þetta áður en ég veit svo sem við hverju á að búast því maður hefur tekið þátt í stórum leikjum áður. Þetta er stærsti einstaki leikur sem ein- staklingur getur tekið þátt í og ég er fullur tilhlökkunnar.” Grindvíkingar hafa hrósað sigri öll þrjú skiptin sem þeir hafa Helgi Jónas Guðfinnsson er kominn aftur á ferðina eftir erfið meiðsli. Hann hefur unnið tvo bikartitla með Grindavik. leikið til bikarúrslita, verða þau fjögur? „Það er alltaf skemmtilegt að segja já, en ég veit það ekki, við stefnum að sigri. Fyrri leikir liðsins í bikarnum hjálpa okkur ekki á laugardaginn. Það verður viljinn sem hjálpar okkur, það lið sem hefur sterkari vilja fer með sigur af hólmi. Oft er rætt um dagsformið en ég hef ekki mikla trú á því, hver og einn skapar sitt eigið dagsform og menn verða bara að mótivera sig fyrir leikinn.” Hver fmnst þér vera helsti mun- urinn á Keflavík og Grindavík? „Það eru plúsar og mínusar hjá báðum liðum, við höfum meiri hæð og meiri leik inni í teig en Keflavík. En Keflavík er meira „up - tempo” lið en við erum, þeir pressa mikið og spila svona skipulagðan kaos leik.” Grindavík Leikmenn Nr Nafn F.ár Hæð 4 Nedsad Biberovic 1977 206sm 5 Björn S Brynjólfsson 1982 187sm 6 Hjörtur Harðarson 1972 183sm 7 Ármann Ö Vilbergsson 1985 187sm 8 Páll Kristinsson 1976 204sm 9 Davið P Hermannsson 1985 195sm 10 Páll Axel Vilbergsson 1978 197sm 11 Pétur R Guðmundsson 1972 190sm 12 Guðlaugur Eyjólfsson 1980 190sm 13 Þorleifur Ólafsson 1984 192sm 14 Jeremiah Johnson 1980 180sm 15 Helgi Jónas Guðfinnsson 1976 186sm Þ: Friðrik Ingi Rúnarsson Bikar Molar Hættulegustu vopn Grindvíkinga eru án efa skytturnar þcirra, en þeir hafa á að skipa nokkrum bestu 3ja stiga skyttum landsins. Páll Axel Vilbergsson, Jerem- iah Jolnison og Helgi Jónas Guðfinnsson hafa verið sjóð- andi heitir upp á síðkastið, en Guðlaugur Eyjólfsson er meiddist á fingri fyrir skemmstu. Ekki er víst að þessi skæði skotmaður nái sér í tíma lyrir úrslitin en hann stefnir á að leika. Þrátt fyrir að hafa verið burðarás Grindavík- urliðsins í mörg ár hefur Páll Axel Vilbergsson aldrei unnið bikartitil með liðinu. Páll hafði ekki unnið sér l’ast sæti í liði UMFG árið 1995 og 98 var hann á mála hjá Skallagrími. Síðasta árið var hann svo í atvinnumennsku í Belgíu þannig að honum gefst nú færi á að lyfta sítuun fyrsta hikar. Grind víkingarnir Hjörtur Harðarson og Páll Kristinsson hafa báðir unnið bikartitla með sínum gömlu liðum. Páll með UMFN árin 1999, 2002 og 2005 og Hjörtur með Kellavík árið 1993,2003 og 2004. VfKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. FEBRÚAR 2005 I

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.