Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2006, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 16.02.2006, Blaðsíða 23
 '5jÍ^r^ Vann með báðum liðum Körfuknattleikskappinn Nökkvi Már Jónsson lagði skóna á hilluna fyrir nokkrum árum, en hann var sigursæll með á ferli sínum með Grindavík og Keflavík. Svo skemmtilega vill til að Nökkvi var einmitt í fyrstu bikarliðum beggja, með Keflavík árið 1993 og Grindavíktveimurárum síðar. Þú varst i fyrsta bikarmeistaraliði Keflavíkinga og Grindvikinga, Hvor Ieikurinn er eftirminni- Iegri og hvor sigurinn var sætari? Frómt frá sagt man ég lítið eftir fyrsta bikar- meistaratitli Keflvíkinga frá 1993 er við öttum kappi við lið Snæfells. Þó þykist ég muna að við mættum ákveðnir til leiks, staðráðnir í því að koma höndum okkar á bikarinn. Leikurinn æxl- aðist eins og að var stefnt og ef ég man rétt skildu um 40 stig liðin að í lokin. Líklega hefur Kristinn Geir verið bestur á vellinum, hann var að sigla inn í vor ferils síns urn þessar mundir. Hvað leikinn með Grindavík 1995 varðar, gegn Njarðvík, þá er minnið ívið skárra og þar af leið- andi er sá leikur eftirminnilegri. Samfara því að Njarðvíkingar voru sigurstranglegri var um fyrsta stóra titil Grindavíkur að ræða. Hann var því sæt- ari en sigurinn með Keflavík 1993. Var hlutverk þitt mismunandi í liðunum tveimur? Ekki rekur mig minni til þess, ég hef sennilega spilað áþekka rullu. Þó má segja að mér hafi verið ætluð meiri ábyrgð með liði Grindavíkur enda var það að mestu skipað ungum og óreyndum leik- mönnum, ef frá er talinn Guðmundur Bragason, þá landsliðsfyrirliði. Hvenær og af hverju fórst þú til Grindavíkur? Eg skipti yfir í Grindavík um sumarið 1993. Ástæðan var sú að Guðmundur Bragason hafði verið ráðinn þjálfari hjá Grindavík þá um sum- arið og hafði metnað til að tefla fram sterku liði næsta tímabil. Ég man að ég var hikandi í fyrstu en þegar Hjörtur Harðarson sýndi vilja til að skipta einnig yfir reyndist ákvörðunin auðveld. Það tímabil sem fór í hönd reyndist svo eitt hið skemmtilegasta á mínum ferli. Hver var munurinn á að spila með þessum tveimur liðum? Munurinn var einkum sá að í liði Keflavíkur voru virkir landsliðsmenn í hverri stöðu, og jafnvel á bekknum. Lið Grindavíkur var hins vegar öllu óreyndara og rnjög ungt þegar ég steig þar urn borð. Það kom þó ekki í veg fyrir að liðið varð deildarmeistari vorið 1994. Hverjar eru sterku og veiku hliðar Iiðanna í dag? Ég hygg að styrkur Keflavíkur felist fyrst og fremst í mikilli reynslu sem leikmenn þeirra hafa viðað að sér, einkum í úrslitaleikjum sem þessum. Slík reynsla ætti að koma þeim til góða, einkum ef lítið er skorað og taugaspenna er mikil. Grindvíkingar eru með engu síðri leikmenn en Keflvíkingar en stöðugleikann vantar og getur leikur þeirra þ.a.l. stundum verið fálmkenndur. Hvernig heldurðu að úrslitaleikurinn fari og hvoru liðinu heldur þú með? Ég ber ekkert skynbragð á það hvernig þessi leikur muni þróast. Ég vona hins vegar að leikurinn verði spennandi og að Grindavík standi uppi sem sigurvegarar. Allirí Laugardalshöllina! SpKef Sparisjóðurirm í Keflavík Sparisjóðurinn í Keflavík styður körfuknattleik á Suðurnesjum VÍKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. FEBRÚAR 2005 I

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.