Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2006, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 16.02.2006, Blaðsíða 2
Breytingar í brottfararsal Leifsstöðvar Langt er komið að þilja af gluggana til beggja enda í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar til að skapa iðnaðar- mönnum rými til nauðsyn- legra verka. Meðfylgjandi mynd (tekin 31. janúar 2006) sýnir glöggt hvernig nú er um að litast á brottfararsvæðinu og fleiri sýnilegra breytinga er að vænta eftir því sem fram- kvæmdum miðar áfram. Aðstandendur framkvæmd- anna kappkosta hins vegar að þetta rask haft sem minnst áhrif á urnferð farþega í flug- stöðinni og víst er að fólk sýnir því ríkan skilning að gera þurfi bráðabirgðaráð- stafanir hér og þar til að lífið geti gengið sinn vanagang í stórum dráttum. □4104000 Landsbankinn MUNDI Pant ekki sjá um rœstingar hjá Sýsla. Hafiði séð öll þessi fingraför...? Fólksfjölgun á Suðurnesjum frá 2001: HVAR ERT ÞÚ AÐ AUGLÝSA? Pósthússtrœti eða Manhattan? Fyrsta háhýsið við Pósthússtræti í Reykjanesbæ gnæfir yfir Keflavíkurhöfn og þegar er hafin bygging á öðru eins húsi. Þá eru hafnar framkvæmdir við háhýsi á hafnarbakkanum gegnt verslun BYKO. Gárungarnir hafa haft á orði að hafnarsvæðið i Keflavík taki brátt á sig svip Manhattan í New York, Aukin umsvif við útgáfu vegabréfa í Keflavík • • Oll afgreiðsla íslenskra vegabréfa verður á hendi sýslumanns- embættisins í Keflavík frá og með 11. apríl næstkomandi. Færslan á þessu verkefni frá útlendingaeftirlitinu er liður í endurskipulagningu sýslu- mannsembættanna á landinu. Hún miðar að því að dreifa verkefnum og mun sýsluskrif- stofan á Blönduósi t.d. sjá um alla sektainnheimtu á lands- vísu. Vegna þessara auknu umsvifa mun sýsluskrifstofan fjölga starfsfólki og opna útibú að Brekkustíg 39 í Njarðvík þar sem vegabréfaútgáfan verður til húsa ásamt öku- skírteinaútgáfu embættisins og tollafgreiðslu. Stöðugildi verða fjögur um vetrartímann en með auknuni umsvifum á sumrin verða þar allt að sjö starfsmenn. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að ljósmyndaað- stöðu verður komið upp hjá öllum embættum og myndir og fingraför viðkomandi send á rafrænu formi til Keflavíkur þar sem vegabréf verða útbúin og fullunnin. „Reynsla okkar og staðsetning nálægt alþjóða- flugvellinum gerir okkur að góðum kosti til að sinna þessu verkefni," sagði Ásgeir Eiríks- son, sýslumannsfulltrúi í Kefla- vtk, í samtali við Víkurfréttir. „Það er greinilegt að ráðuneytið hefur fulla trú á okkur til að standa vel að þessu verkefni og við ætlum að standa undir því trausti." MEST FJÖLGUN í VOGUM Sveitarfélagið Vogar er með mestu hlut- fallslegu íbúafjölgunina á Suðurnesjum síðan í desember 2001, eða 21% aukningu. Sveitarfélagið Garður kemur þeim næstur með 14% fjölgun og Grindavík er þar skammt undan með 12.3%. íbúum Sandgerðis hefur fjölgað um 9.7% á tíma- bilinu, en það athyglisverða við þeirra tölfræði er sú staðreynd að öll sú fjölgun átti sér stað á síðasta ári. Reykjanesbær rekur svo lestina í hlutfallsreikn- ingnurn með 3.7% fjölgun, en eru með mestu raunfjölgunina, eða um 400 íbúa. Reykjanesbær er 5. fjölmennasta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möllers (S) á Alþingi fyrir skemmstu. Þar kemur einnig fram að hlutfall erlendra ríkis- borgara af íbúum sveitarfélags er hæst í Garði, eða 10.1%. Sandgerði kemur þar næst með 7.4%, þá Vogar með 4.8%, Grindavík með 4.1% og Reykja- nesbær með 3.4%. Fór með hand- legg í flökunarvél Laust fyrir hádegi á þriðjudag var tilkynnt um vinnuslys í Garði hjá Fiskverkun HP. Þar hafði starfsmaður lent með vinstri handlegg í flökunarvél og var hann fluttur með sjúkrabifreið á HSS. Hann mun þó ekki vera alvarlega meiddur en var með nokkra skurði á handleggnum. Leikskólakennarar fá kjarabót: Launaviðbætur samþykktar Bæjarstjórnir Grinda- víkur, Sandgerðis, Reykjanesbæjar og Garðs samþykktu í síðustu viku svokallaðar launavið- bætur til leikskólakennara. Launanefnd sveitarfélaga hefur veitt sveitarfélögum skilyrtar heimildir til tímabundinnar hækkunar launa, sem felst í eingreiðslum og hækkunum á launaflokkum. Þessar hækkanir eru tíma- bundnar til hausts og standa utan við gildandi kjarasamning sem þá verður laus. Bæjarstjórnir sveitarfélaganna Grindavíkur, Garðs og Sandgerðis samþykktu jafnframt að nýta heimildir þær sem launanefndin veitti til að hækka með samskonar hætti lægstu laun starfsmanna í ASI og BSRB félögum, sem launa- nefndin hefur samið við þegar á þessu ári, um allt að 15 þús. kr. á mánuði. Reykjanesbær hafði þegar um áramót hækkað laun ófaglærðra starfsmanna á Ieikskólum. AUGLÝSINGASÍMINNER 4210000 Litlar telpur fundu hasslón á leikvelli Tvær litlar telpur komuálögreglustöð- ina i Keflavík með hasslón sem þær höfðu fundið á Smáratúnsleik- vellinum. Uin er að ræða beyglaða hálfslítra plast- flösku sem hefur verið notuð til hassreykinga. Sýslumaðurinn í Keflavík: VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA! 2 VÍKURFRÉTTIR 7. TÓLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.