Víkurfréttir - 23.02.2006, Síða 2
Skarst á höfði og
fluttur til Reykjavíkur
Lögregla og sjúkralið var
kallað að veitingastað í Kefla-
vík á aðfaranótt fimmtu-
dags, en fyrir utan staðinn
hafði maður fallið og skorist
nokkuð á höfði.
Var maðurinn fluttur á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja
þar sem gert var að sárum
hans. Við svo búið var hann
fluttur með sjúkrabifreið til
Reykjavíkur þar sem hann
hafði líklega tekið inn ein-
hver lyf áður en slysið átti sér
stað, segir í dagbók lögreglu.
Hafnaði á Ijósastaur
eftir 32 metra hemlun
Laust eftir hádegi á mánudag
fékk lögreglan í Keflavík til-
kynningu um að ekið hafi
verið á ljósastaur við Baug-
holt í Keflavík. Bifreiðin var
óökufær eftir áreksturinn og
var flutt á brott með krana-
bifreið. Tveir voru í bifreið-
inni og meiddust þeir ekki.
Bifreiðin hefur líkast til verið
nokkuð yfir leyfiiegum há-
markshraða þar sem bremsu-
förin mældust 32 metrar.
Landsbankinn
AAUNDI
Sparisjóðurinn má líka
taka við mtnum skuldum
t Landsbankanum
í Sandgerði..
Hitaveita Suðurnesja vill
bora í Reykjanesfólkvangi
Hitaveita Suðurnesja hefur sótt um leyfi
til Umhverfisstofnunar til að hefja til-
raunaboranir á 300 ferkílómetra svæði
á Reykjanesi, sem að hluta nær inn á Reykjanes-
fólkvang.
Verið er að leita að bestu stöðunum til að reisa
virkjanir fyrir álver Norðuráls í Helguvik. Nú
þegar hefur Hitaveitan fengið framkvæmdaleyfi í
Trölladyngju og hefur borað þar eina holu.
Stjórn Reykjanesfólkvangs óttast afleiðingarnar
og vill að svæðinu verði þyrmt. Landvernd er að
vinna að ályktun um málið.
Kastað upp við landsteina
Loðnubátarnir þurfa ekki að sækja aflann langt þessa dagana þar sem Ijósmyndari Víkurfrétta rak
augun í nokkur skip rétt utan við Helguvik. Loðnan hefur verið að ganga vestur með suðurströndinni
og er nú komin inn í Faxaflóa.
Undir aldri
í bíltúr
• •
Okumaður sem ekki
hafði öðlast öku-
réttindi vegna ungs
aldurs var stöðvaður af lög-
reglu á sunnudagskvöld.
Hafði hann tekið bifreiðina
heiman frá sér án vitneskju
foreldra sinna.
Litlar skemmdir
íbræðslubruna
Eldur kom upp í bræðsf-
unni í Helguvík á sunnu-
dag þegar verið var að
keyra upp vélarnar. Eldurinn
blossaði upp í mjölkæli en
starfsmenn brugðust skjótt
við og höfðu stjórn á eldinum
þar til Brunavarnir Suðurnesja
komu á svæðið.
Að sögn Eggerts Einars-
sonar, verksmiðjustjóra, voru
skemmdir óverulegar og engin
slys á fólki. Þá gerði hann ráð
fyrir að einungis yrðu um nokk-
urra klukkustunda tafir þar til
vinnsla gæti hafist.
Nótaskipið Súlan EA 300 laddaðiá fimmtudag fyrstu loðnunni i Helguvik sem kemur á land á Suðurnesjum á þessari vertíð. Súlan var
með fuflfermi, um 930 950 tonn, eftir að hafa verið að veiðum út af Vik i Mýrdal. Öll loðnan sem Súlan færði á land fer í bræðslu í Helgu
vík en loðnan kom fyrir Reykjanesið nokkru siðar og eru batarnir nú við veiðar i Faxaflóa.
Sandgerði:
SpKef tekur við afgreiðslu Landsbankans í Sandgerði
Landsbanki íslands og
Sparisjóðurinn í Kefla-
vík hafa gert samkomu-
lag um kaup Sparisjóðsins á
afgreiðslu Landsbankans í
Sandgerði. Sparisjóðurinn
mun taka við öllum eignum og
skuldum afgreiðslunnar þann
5. mars n.k.
Sparisjóðurinn mun einnig taka
við samningi um póstafgreiðslu
í Sandgerði sem Landsbankinn
og íslandspóstur eru aðilar að.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá bönkunum.
Til hægðarauka fyrir viðskipta-
vini afgreiðslunnar munu ein-
ungis bankanúmer þeirra breyt-
ast en öll reikningsnúmer hald-
ast óbreytt. Sparisjóðurinn mun
senda viðskiptavinum nánari
upplýsingar um framkvæmdina
á næstu dögum.
Engar uppsagnir starfsmanna
í tengslum við söluna eru fyr-
irhugaðar og hefur núverandi
starfsmönnum Landsbankans í
Sandgerði verið boðin störf hjá
Sparisjóðnum.
2 IVÍKURFRÉTTIR I 8. TÖLUBLAÐ i 27. ARGANGUR
VÍKURFRÉTTiR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTiR DAGLEGA!