Víkurfréttir - 23.02.2006, Qupperneq 4
Skemmtanir
AFGREIÐSLUSTARF
Laust er til umsóknar starf í verslun
okkar í Reykjanesbæ.
Um er að ræða 75% starf.
Umsóknum skal skilað í verslunina að
Hafnargötu 25, Reykjanesbæ.
• • ÚTIVIST&SPORT shi
Hafnargata 25 - Keflavík - s: 421 3322
Verslnmarhúsnœði óskast
Óskum eftir að leigja eða kaupa
40-100m2 verslunarhúsnæði
við Hafnargötu.
Upplýsingar í síma 897 2323.
Öll almenn lóðaþjónusta
Vélavinna og hellulagnir
Einnig pallasmíði
Gröfum einnig fyrir nýjum húsum.
Sigurður Ólafsson
s:822 3650
Iðavöllum 7, 230 Reykjanesbær
Sfmi 421 7090 Fax 421 7091
E-mail: flg@simnet.is
Opið: mán. - fös. 9-12 & 13-18
Gólfflísar, veggflísar, útiflísar, baðflísar,
Sísalteppi, stigateppi, heimilisteppi,
Viðarparket, plastparket,
Linoleumdúkar, vínyldúkar,
korkflísar og að sjálfsögðu
öll fylgiefni.
Verið velkomin í verslun okkar
VIKURFRÉTTIR i 8.TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR
Eí
Þorrablót Keflvíkinga slegið af
Ekkert verður af fyrir-
huguðu þorrablóti
sem knattspyrnu- og
körfuknattleiksdeildir Kefla-
víkur höfðu ráðgert að halda
í sal íþróttahússins við Sunnu-
braut þann 25. janúar næst-
komandi. Ástæðan er sú að
framkvæmdaraðilar fengu
ekki tilskilin leyfi til að halda
skemmtunina, þar sem um 500
manns áttu að koma saman.
Guðmundur Steinarsson, fyr-
irliði knattspyrnuliðs Keflvík-
inga og einn af aðstandendum
skemmtunarinnar, sagði í sam-
tali við Víkurfréttir að þessi
málalok væru mikil vonbrigði.
„Við erum bara hundfúlir þar
sem þetta er okkar stærsta
fjáröflun fyrir æfingaferðum
erlendis. Við vorum búnir að
sækja um öll leyfi til lögregl-
unnar og þeir sannfærðu okkur
um að þetta yrði ekki neitt mál.”
Sigmundur Eyþórsson, slökkvi-
liðsstjóri Brunavarna Suður-
nesja, tók húsnæðið út að ósk
lögreglu og sagði aðspurður
að húsnæðið væri afar óhent-
ugt með tilliti til brunavarna.
„Húsið er einfaldlega ekki
hannað fyrir skemmtanahald
og þar eru ekki nægjanlegar
brunavarnir fyrir 500 manna
samkomu. Það er margt sem
kemur þar inn en meðal ann-
ars fengum við ekki nægar
upplýsingar frá aðstandendum
skemmtunarinnar.”
Guðmundur er einnig ósáttur
við að Keflvíkingar hafi ekki
fengið nægilegar upplýsingar
um hverju þyrfti að skiía til yf-
irvalda. „Svo skiljum við ekki
hvers vegna svona skemmtana-
hald er leyfilegt í íþróttahúsum
á öðrum svæðum en ekki á Suð-
urnesjum. Þessi mál virðast ekki
vera á hreinu og það þarf að
taka þau til endurskoðunar.”
Þorrablótið var því blásið af
þetta árið, en Guðmundur segir
að þeir muni koma til með að
halda blót að ári. „Ég vil bara
biðja þá sem hafa orðið fyrir
ónæði, til dæmis þá sem voru
búnir að panta miða eða ráða
sig í vinnu um kvöldið, afsök-
unar. Við munum hins vegar
halda þorrablót á næsta ári
hvort sem það verður hér eða í
öðru bæjarfélagi.”
Sveitarfélagið Vogar:
ÍBÚAFUNDUR UM
SKIPULAGSMÁL í VOGUM
Bæjaryfirvöld í Vogum héldu í síðustu
viku ibúafund um aðalskipulagsmál um-
hverfis bæinn. Um 40 manns mættu á
fundinn sem fór fram í Tjarnasal í Stóru-Voga-
skóla.
Fulltrúar frá Landslagi fóru yfir tillögur að nýju að-
alskipulagi umhverfis Voga og bæjarstjóri fór yfir
þjónustuþörf sem fylgir í kjölfar Ijölgunar íbúa.
I tillögunum er gert ráð fyrir að byggðar verði um
400 íbúðir, norðan Iþróttamiðstöðvar og um 80
íbúðir á miðbæjarsvæði sem áætlað er að verði
staðsett á núverandi vatnstökusvæði bæjarins
(austan Stapavegar). Á heimasíðu Voga kemur
fram að allmargir hvöttu sér hljóðs og voru um-
ræður bæði líflegar og málefnalegar. Fulltrúar
Landslags, forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri
sátu fyrir svörum.
Þetta var fyrsti fundurinn um aðalskipulagsmál.
Stefnt er að því að halda annan fund um miðjan
mars. Á þeim fundi er gert ráð fyrir að tekið verði
til umræðu aðalskipulag bæjarfélagsins í heild.
Þeir sem vilja hafa áhrif á skipulagsferlið eru
hvattir til að nýta sér þann rétt. Á heimasíðu
bæjarins er hægt að nálgast skipulagstillögurnar
og nokkur súlurit sem sýna hugsanlega þróun
byggðar. Einnig er hægt að fá uppdrátt af tillög-
unum á skrifstofu bæjarins, fyrir þá sem kjósa
það frekar.
VÍKURFRÉTTIR A NETIMU • www.vf.is • LESTU MÝIUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!