Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2006, Síða 15

Víkurfréttir - 23.02.2006, Síða 15
SVART & SYKURLAUST Samsóknin tilbúin Nú má gera ráð fyrir því að fjör fari að færast í kosningabaráttu í ljósi þess að aðeins eru um 3 mánuðir til sveitarstjórnar- kosninga. Fram- boð Framsóknar og Samfylkingar er tilbúið og verður það kynnt í fé- lögunum á næstu dögum. Ekki kom margt á óvart nema ef vera skyldi innkoma Reynis Valbergs- sonar, fyrrverandi fjármálastjóra Reykjanesbæjar í baráttusæti list- ans. Eysteinn Jónsson, aðstoð- armaður landbúnaðarráðherra leysir Kjartan Má Kjartansson, bæjarfulltrúa Framsóknar af hólmi en hann baðst undan því að vera í einu af toppsætunum sökum anna. Ýmis nöfn hafa heyrst á fram- boðinu en Sam-sókn er eitt þeirra. Kannski orð að sönnu og skýra sig sjálf. Alla vega mun floldcurinn þurfa að sækja til að ná völdum af núverandi meiri- hluta sem fékk góða úttkomu í skoðanakönnun Tíðinda sem nú eru komin í eigu Halldórs Leví Björnssonar, en hann hefur áður starfað fyrir nokkra hér- aðsmiðla á Suðurnesjum eins og blaðið Reykjanes, Suðurnesja- fréttir/Nýjan Miðil og lítillega fyrir Tíðindi áður en hann keypti blaðið af Grágás. Þótti ýmsum kaup hans á Tíðindum sem hafa lengi verið mikil „Ótíð- indi” fyrir núverandi meirihluta koma á góðum tíma fýrir meiri- hlutann, nú rétt fyrir kosningar. Leví hefur undanfarið selt vín- föng í félagi við forseta bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar, Björk Guðjónsdóttur en hefur sem sagt helt sér út í fjölmiðlunina aftur enda baktería sem erfitt er að losna við eins og hann sagði einhvers staðar... íhaldið eins? Ekki er von á mikilli breytingu á röðun efstu manna á lista Sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ fýrir komandi kosn- ingar. Hefur heyrst að jafnvel sjö efstu sætin verði skipuð sömu aðilum og fyrir síðustu kosn- ingar en þá vann flokkurinn hreinan meirihluta í bæjarfélag- inu. Það er algengt í íþróttum að breyta ekki sigurliði og kannski ekki óeðlilegt að íhaldið geri það nú enda margir á því að vel hafi verið staðið að málum í bænum á kjörtímabilinu. Velja bæjarstjórn ekki bæjarstjóra í grein sem Eysteinn Jónsson, annar maður á nýjum lista Framsóknar og Samfylkingar skrifar í VF í dag segir hann að verið sé að velja bæjarstjórn en ekki bæjarstjóra. Þar segir hann líka að hann sé fylgjandi því að sveitarfélagið ráði sér faglegan rekstrarmann til að reka sveit- arfélagið frá degi til dags í stað stjórnmálamanns. Það er þá á hreinu að nýi Samsóknar-listinn mun ekki þjóða bæjarststjóra- efni... □ Tónlistarskóli Reykjanesbæjar: Dagur tónlist- arskólanna -Tónfræðakeppnin Kontrapunktur Hinn árlegi Dagur tón- listarskólanna verður haldinn hátiðlegur laugardaginn 25. febrúar n.k. Löng hefð er orðin fyrir því að tileinka íslenskum tónlistar- skólum síðasta laugardag febr- úarmánaðar og er tilgangur þess dags er að vekja athygli á starfsemi tónlistarskólanna í landinu. Af því tilefni efna tón- listarskólar til margvíslegrar dagskrár fyrir almenning. í tilefni dagsins, þá stendur Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, eins og í fyrra, fyrir keppni í tón- fræðagreinum meðal nemenda skólans, ásamt þekkingu á hljóð- færum og almennri þekkingu í tónlist. Keppnin ber heitið Kontrapunktur og er það nafn fengið frá tónlistarkeppni, sem haldin var af norrænu sjónvarps- stöðvunum fyrir fáum árum. I keppninni að þessu sinni, verður tekið í notkun nýtt, sér- smíðað fjölborða bjöllukerfi til að nota í bjölluspurninga- flokknum. Kontrapunktur er liðakeppni og er hvert lið skipað nemendum hvers tónfræðabekks í skól- anum. Keppnin fer fram á sal Fjöl- brautaskóla Suðurnesja frá kl. 13-18 og keppt verður í 3 riðlum á eftirfarandi tímum: 1. riðill keppir kl. 13, 2. riðill keppir kl. 15, 3. riðill keppir kl. 17. Keppni í hverjum riðli stendur yfir í u.þ.b. klukkustund og fær hvert sigurlið veglega viðurkenn- ingu fyrir frammistöðuna. Allir eru hjartanlega velkomnir að fylgjast með keppninni. HLJOÐMON A NJARÐARBRAUT Verið er að vinna við uppsetningu á svo- kallaðri hljóðmön við Njarðarbraut í Reykjanesbæ. Ákveðið var að setja upp hljóð- mönina til að skýla íbúum við hljóðmengun sem berst frá um- ferðinni á Njarðarbraut en hún var langt yfir settum mörkum heilbrigðiseftirlitsins. Hljóð- mönin eða hljóðveggurinn á að draga úr hávaða í þeim íbúðum sem snúa að Njarðarbraut. „Hljóðmönin verður ekki há en þetta er partur af framkvæmd- unum sem hafist var á í fyrra við Njarðarbrautina,” sagði Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðu- maður umhverfis- og skipulags- sviðs Reykjanesbæjar, í samtali við Víkurfréttir. Fyrst var komið fyrir kjarna úr Helguvík á hljóðmöninn. Nú er verið að hlaða hana úr holta- grjóti og síðar verður gróður- sett á henni. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við Njarðar- brautina ljúki fyrir 17. júní. Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ - s: 421 8808 - fax: 421 8818 - bilahusid@bilahusid.is - www.bilahusid.is NISSAN NAVARA 35" STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VIKURFRÉTTIR FIMMTUDAGURINN 23. FEBRÚAR 20061 15

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.