Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2006, Side 19

Víkurfréttir - 23.02.2006, Side 19
 Steinþór Jónsson, bæjarfulltrúi skrifar:_ Bylting í umhverfís- málum í Reykjanesbæ í vetrarsól! Eysteinn Jónsson, skrifar um málefni Reykjanesbæjar: Hverjum treystir þú best til að ráðstafa skattpeningum þínum? Nú eru einungis rétt rúmir 90 dagar til sveitarstjórnarkosn- inga í landinu. Kosið verður laugardag- inn 27. maí í öllum sveitar- félögum ins. Hér í Reykja- nesbæ er ljóst að næstu kosningar verða sögu- legar þar sem í fyrsta skipti í sögu sveitarfélagsins munu félagshyggjuöflin bjóða fram sameiginlegan lista þar sem óflokksbundnum íbúum Reykja- nesbæjar er einnig boðið að taka þátt í mótun sveitarfélags- ins. Kosningarnar snúast í raun og veru um hverjum kjósendur treysta best til að ráðstafa skatt- peningum sínum, þ.e. tekjum sveitarfélagsins í þágu íbúanna. Breiður hópur fólks býður sig fram til að vinna í okkarþágu Ekki er enn ljóst hvaða einstak- lingar munu skipa framboðs- lista hins nýja framboðs en flokkarnir sem bera ábyrgð á framboðinu skipuðu uppstill- ingarnefnd sem nú hefur lokið störfum og skilaði hún tillögu sinni til formanna beggja flokk- anna nú í vikunni. Nú er ein- ungis eftir að boða til félags- funda hjá báðum flokkum og taka afstöðu til tillögu uppstill- ingarnefndar. Ljóst er að breiður hópur fólks hefur ákveðið að bjóða fram starfskrafta sína fyrir okkar ágæta bæjarfélag og er það fagnaðarefni. Mikilvægi sveitarstjórn- arstigsins hefur aukist og mun halda áfram að aukast Mikilvægi sveitarstjórnarstigs- ins í stjórnsýslu á Islandi hefur verið að aukast undanfarin ár með tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Grunnskólarnir eru gott dæmi um þessa þróun, en ljóst er að vilji er fyrir því bæði hjá ríkinu og sveitarfélög- unum að færa fleiri verkefni frá ríkinu til sveitarfélaganna. Nefnd á vegum félagsmálaráð- herra hefur starfað að þessum málum og er formaður nefndar- innar Hjálmar Árnason alþingis- maður okkar Suðurnesjamanna. Með auknum verkefnum sveit- arfélaga er ljóst að mikilvægi sveitarstjórnarstigsins hefur aukist verulega og mun halda áfram að aukast eftir því sem verkefnum fjölgar. Hugmyndir eru m.a. um að færa alla þjón- ustu við aldraða og fatlaða til sveitarfélaganna auk heilsugæsl- unnar og jafnvel framhaldsskóla- stigið. Markmiðið með tilfærslu verkefnanna er fyrst og fremst að bæta þjónustu við íbúa og eru grunnskólarnir gott dæmi um vel heppnað verkefni sem á betur heima hjá sveitarfé- lögunum. Það er ljóst að með auknum verkefnum sveitarfé- laganna færist ábyrgð einstakra málaflokka nær okkur sem njótum þjónustunnar en sam- hliða því bjóðast okkur tækifæri til að hafa mun meiri áhrif á rekstur málaflokkanna og þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir okkur. Því verður þátttaka okkar í mótun samfélagsins æ mikilvægari og mikilvægi þess að breiður hópur fólks með sterka skírskotun til samfélags- ins og góða þekkingu á þörfum þess veljist til að móta stefnuna verður enn mikilvægara. Bæjarstjórnar en ekki „bæjarstjórakosningar” Öllum ætti að vera ljóst á þessu hve mikilvægt það er að breiður hópur fólks veljist til starfa fyrir sveitarfélagið við stefnu- mótun þess. I komandi sveitar- stjórnarkosningum fáum við tækifæri til þess að kjósa þann hóp fólks sem við treystum best til að móta stefnu sveitarfé- lagsins í einstökum málum og framfylgja henni með sem hag- kvæmustum hætti. Mikilvægt er að breiður hópur fólks með sterka skírskotun til samfélags- ins veljist til þessarra starfa. Við megum ekki gleyma því að við erum að velja okkur bæjar- stjórn en ekki „bæjarstjóra". Ég persónulega hef verið hlynntur því að sveitarfélagið ráði sér fag- legan rekstrarmann til að reka sveitarfélagið frá degi til dags í stað pólitíkus. Þetta módel er víða þekkt á Norðurlöndum þar sem sveitarfélög hafa farið þá leið að ráða til sín faglegan fram- kvæmdastjóra til að annast dag- legan rekstur sveitarfélagsins. I slíkum tilfellum hefur forseti bæjarstjórnar tekið við auknum verkefnum er varða það að stýra fundum og mæta á opinberar samkomur fyrir hönd sveitarfé- lagsins og halda góðar ræður við hátíðleg tilefni. Eysteinn Jónsson Formaöur Fulltrúaráðs Framsóknatfélaganna Sóknartækifæri Reykja- nesbæjar liggur í styrk bæjarfélagsins. Þegar fólk vel ur sér stað til að búa á eru margir þættir sem horft er til svo sem at- vinnuöryggi, þjónustustig, aðbúnaður í skólum, iþróttaaðstaða svo ekki sé minnst á fallegt og að- Iaðandi umhverfi. Það er því ekki að ástæðulausu að íbúum Reykjanesbæjar fari nú ört fjölgandi enda flestir þeir þættir sem fjölskyldum er um- hugað um hér í góðum farvegi. Umhverfismál er mikilvægur þáttur í nútíma þjóðfélagi en með góðum árangri í þessum málaflokki má auðga mannlíf og lífsgæði til muna, auka atvinnu- tækifæri og bæta útivistarmögu- leika. Gríðarlegt átak hefur verið unnið á síðustu árum í um- hverfismálum í Reykjanesbæ og hafa íbúar bæjarins yfir mörgu að gleðjast í þeim efnum enda hefur umhverfi bæjarins tekið miklum stakkaskiptum á mjög skömmum tíma. Öll viljum við hafa fallegt og að- laðandi umhverfi. Fegrun bæjar- ins af hálfu bæjaryfirvalda hefur verið markviss og hnitmiðuð síðustu ár. Hvatning til einstak- linga og fyrirtækja til fegrunar húsa og nánasta umhverfis hefur þegar skapað bæjarfélag þar sem gott er að búa og gott heim að sækja. Lokið við mörg verkefni á kjörtímabilinu Frá ómunatíð hefur umhverfi frá sjávarsíðu bæjarins ekki verið okkur til framdráttar. Klæðning strandlengjunnar frá glæsilegu Keflavíkurbergi í norðri að þverhníptum sjávar- björgum Stapans er einstakt stór- verkefni sem þegar setur mikinn svip á umhverfi bæjarins bæði frá sjó og landi. Með þessari miklu framkvæmd hefur okkur bæði tekist að bæta sjónrænt útlit strandarinnar um leið og öflugir sjóvarnargarðar munu verja landið ágangi sjávar til Iangrar framtíðar. Aðalaðkoma frá tvöfaldri Reykjanesbraut til bæjarins verður við Fitjar en þær eru í dag glæsileg útvistar- paradís þar sem fuglalífið fær að njóta sín. Um fáar framkvæmdir hefur meira verið rætt á síðustu árum en endurbyggingu Hafnargöt- unnar sem um árabil hefur verið þyrnir í augum. Löngu tímabært var að hefja þessar mikilvægu framkvæmdir sem eru ekki síst í þágu frekari uppbyggingar í verslun og þjónustu. Framtíðar- áform um verslunarmiðstöð í miðbænum þykja ekki lengur fjarlægur draumur í tengslum við lifandi aðalgötu á lífæðinni og skemmtilegan bæjarbrag. Ég fullyrði að ekkert sveitarfé- lag á Islandi hefur tekið eins miklum breytingum í umhverfis- málum og Reykjanesbær hefur gert á síðustu árum. Auk þess sem að ofan greinir má nefna lagfæringu gangstétta og opinna svæða með göngustígakerfi sem nú er að mestu frágengið, upp- byggingu gamla bæjarins og Duushúsa og nánasta umhverfis. Þá má nefna árlega hreinsunar- daga að vori og nýtt átak bæj- arins í að fjarlæga járnrusl en á síðustu tveimur árum voru á annað þúsund tonn af járnrusli fjarlægt úr bæjarlandinu. Það er mat undirritaðs að of- angreindar framkvæmdir séu bænum og bæjarbúum öllum til mikils sóma. Við getum verið stolt af umhverfi okkar en ætlum að halda áfram góðu verki og munum fylgja eftir já- kvæðri þróun af fullu afli. Steinþór Jónsson bœjarfulltrúi f I % 1 Orkudans -fylltu líkamann af kraftil Föstudaga klukkan 19:30 Nómskei& hefst 3. mars Púl/inn œvintýrahús SondgerSisbæ Vikurbrout 11 Simor: 423 7Í00 vVWW.pulsinn.is STÆRSTA FRÉTTA- 0G AUGLÝSINGABIAÐIÐ Á SUÐUSNESJUM VÍKURFRÉTTIR i FIMAATUDAGURINN 23. FEBRÚAR 2006| 19

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.