Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2006, Qupperneq 21

Víkurfréttir - 23.02.2006, Qupperneq 21
 ,*,Eg fer mjög sáttur frá Eimskip enda eru skipakomum fækkaði og togara- landanir heyrðu sögunni til, þró- aðist starfsemin úr því að vera fyrst og fremst skipaafgreiðsla í vaxandi mæli yfir í það að vera alhliða flutningafyrirtæki í sam- starfi við marga aðila, t.d. Eim- skip, Flytjanda, Atlantsskip o.fl. Ekki á leið aftur í pólitík En hvað tekur við, ætlar Jón kannski að hella sér aftur í pól- tík, núna þegar menn eru að undirbúa slaginn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar? Er ein- hver neisti? „Nei, ég hætti í pólitík fyrir 20 árum og hafði þá verið í hrepps- nefndinni í 10 ár. Ég hef ekki sóst eftir störfum á þeim vett- vangi þess utan að ég sat í stjórn Hitaveitunnar, f.h. Sandgerðis- bæjar í tæp 12 ár. Einnig hef ég verið í Varnarmálanefnd síðan 1994. Ég var á spjallfundi um daginn þar sem verið var að ræða það hvort ég myndi ekki hella mér aftur í pólitíkina en finn að mig skortir alveg áhuga fyrir því“, segir Jón. Hann neitar því samt ekki að það komi upp smá pólitískur fiðringur á fjög- urra ára fresti og hann fyígist alltaf með því sem er að gerast á þessum vettvangi. Nú þegar Jón er svona hálf- sestur í helgan stein ætti að gef- ast meiri tími fyrir áhugamálin, hver eru þau? „Garðyrkjan hefur verið sameig- inlegt áhugamál okkar hjóna lengi og við eyðum miklum tíma í lóðinni heima. Það er skemmtilegt og afslappandi og sérstaklega gaman þegar vinnan skilar árangri, en við höfum tvisvar sinnum unnið til verð- launa fyrir garðinn. Auk þess höfum við gaman af ferðalögum og ég hef mjög gaman af stang- veiði og hef verið lengi í veiði- klúbbi með nokkrum góðum félögum. Það er t.d. fastur liður hjá okkur að fara alltaf sömu dagana í byrjun september í Laxá í Dölum. Annars snúast þetta höfðingjar í samskiptumogstarf- semin hefurgengið afbragðs vel hlutirnir að sjálfsögðu mikið í kringum fjölskylduna," segir Jón. Oft byrjað eða hætt ungur Jón var 37 ára þegar hann hætti afskiptum af bæjarstjórn- armálum. „Þegar ég hugsa urn það, þá hef ég mjög oft byrjað á einhverju og hætt einhverju yngri en margir gera. Ég var 10 ára þegar ég missti föður minn og þá fluttum við mamma frá Akureyri til Reykjavíkur. Ég var ekki nema 11 ára þegar ég réði mig í vinnu hjá Silla og Valda sem sendill og vann þar í tvö sumur, auk þess að vinna meðfram skóla. Arið 1961, þá fjórtán ára, réði ég mig á olíu- skipið Hamrafell og sigldi m.a. til Batumi við Svartahafið. Við vorum einnig í Hamborg í heilan mánuð rneðan skipið var í viðgerð og vöndum komur okkar á klúbb nokkurn sem hét Topp Ten vegna skemmti- legrar tónlistar sem þar var flutt. Þar var hljómsveit að spila sem síðar átti eftir að valda tónlistar- legri byltingu í heiminum. Þetta voru nefnilega Bítlarnir áður en þeir náðu heimsfrægð. Skrýtið til þess að hugsa að hafa setið þarna og hlustað á þá spila kvöld eftir kvöld“, segir Jón og hlær. Hann sigldi einnig til Suður-Am- eríku á þessu sama skipi, réði sig síðan sumarið eftir á Arnarfellið í síldartunnuflutninga o.fl. Jón og eiginkona hans Ólafía Kristín Guðjónsdóttir hófu ung búskap í Sandgerði og var Jón 19 ára fluttur í húsið sem þau byggðu og búa enn í. Þau eiga 3 börn og 11 barnabörn. Kærar þakkir til allra „Á þessurn tímamótum er mér efst í huga þakldæti til fjöl- margra samstarfsmanna og sér- staklega vil ég þakka starfsfólki mínu traust og vináttu í gegnum árin,“ sagði Jón að lokum. AFMÆLI Páll Orri Pálsson varð 7 ára í gær, 22. febrúar. Hann er í heilsuátaki Latabæjar eins og flestir krakkar og brosti breitt með Sollu stirðu í Heiðarskóla. Innilega til hamingju Porri okkar. Fjölskyldan. Vilt þú læra að lifa lífinu til fulls, andlega og líkamlega 6 vikna byrjenda námskeið hefjast 6. mars Kennt mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:30-19:30 Verð kr. 16.500,- Ástundun fyrir alla þá sem hafa verið á námskeiði Kennt mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.30 -19 Hádegistímar þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12:05 -12.50 Rope Yoga eykur lífsafl á öllum sviðum lífs þíns, hentar öllum Hefur þú áhuga? Upplýsingar og skráning í síma 892 7008 Kristín Stefánsdóttir Rope Yoga kennari Lífsorkan Iðavöllum 3b - ropeyoga.is STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 23. FEBRÚAR 2006I 21

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.