Víkurfréttir - 23.02.2006, Page 23
Leikskólinn Hjallatún:
Opið hús á fimm ára afmæli
leikskólans Hjallatúns
Opið hús verður á leik-
skólanum Hjallatúni
i Reykjanesbæ á
morgun þar sem haldið verður
upp á fimm ára afmæli skól-
ans.
Hjallatún er fjögurra deilda leik-
skóli þar sem 94 börn dvelja
í heilsdagsplássum. Þar er
kennslan einstaklingsmiðuð og
áhersla lögð á að virða rétt barns-
ins til að hafa áhrif á eigið líf.
„Við leggjum líka mikla áherslu
á hlýju og gleði í okkar starfi,”
sagði Gerður Pétursdóttir, leik-
skólastjóri, í samtali við Víkur-
fréttir. „Einnig að tilfinningar
barnanna séu virtar og þeim
hjálpað við að koma orðum að
þeim. Viðurkennandi samskipti
eru rauði þráðurinn í starfsem-
inni og að talað sé fallega til
barnanna og af virðingu. Starfið
á Hjallatúni einkennist af sveigj-
anleika, víðsýni og umburðar-
lyndi.”
A Hjallatúni er unnið út frá
Fjölgreindarkenningu Howards
Gardners. Kenningin byggir
á því að greind mannsins sam-
anstandi af átta eða fleiri jafn-
gildum greindarsviðum. Þessi
svið þroskast mismunandi og
á ólíkum tíma hjá hverri mann-
eskju. Allir einstaklingar læra
ólíkt og fer það eftir því hvaða
greindarsvið eru sterkust hjá
þeim hvaða kennsluaðferðir
henta þeim best. Fjölgreindar-
kenning Gardners undirstrikar
einstaklingsmun og mikilvægi
þess að koma til móts við þarfir
hvers og eins. Reynt er að finna
út hvar sterkar hliðar hvers
barns liggja og hvaða kennsluað-
ferðir henta hverjum og einum.
Áhugasamir geta sótt sér frekari
upplýsingar um starfsemi skól-
ans á vefsíðu hans, www.reykja-
nesbaer.is/hjallatun
Á afmælisdaginn mun starfsfólk
Hjallatúns kynna veggspjöld
sem þeir hafa búið til þar sem
fjölgreindarkenningin er út-
skýrð í máli og myndum. Einnig
hefur starfsfólkið tekið saman
námskrár fyrir öll aldurstig leik-
skólans þar sem leitast er við að
skýra hvernig greindirnar birt-
ast hjá börnunum og hvaða að-
ferðir er hægt að nota til að efla
þær. Þá mun Gerður leikskóla-
stjóri afhenda Árna Sigfússyni,
bæjarstjóra og formanni fræðslu-
ráðs, eintak af námskránum.
Gerður hvetur gamla nem-
endur, foreldra þeirra og fyrr-
verandi starfsfólk til að mæta á
milli kl. 14.30 og 16 og rifja upp
skemmtilegar minningar.
Subway-Keflavíkurflugvelli
Óskum eftir fólki í kvöld og helgarvinnu. Leitum að
jákvæðu og lífsglöðu fólki með mikla þjónustulund.
Hægt er að sækja um á subway.is eða á staðnum.
Aðeins eldri en 18 ára og með hreint
sakavottorð koma til greina.
Nánari upplýsingar gefur Kolbrún ísíma 696 7012.
hlökkum ti aö sjá þig
di aunni
dj gunni
atli skemmtanalöqqa
tfrtt inn tíl 1D0
jnn á risaskjá
eineken
cafe.bar.keflavík
yello
skemmtilegum leikj
TONLIST.IS
Safnaðu 6 strikamerkjum af Frissa Fríska og taktu þótt í
skemmtilegum leik. Frábærir vinningar í boði; 10 PSP
tölvur, 50 áskriftir aS tónlist.is, Frissabolir og fleira. Dregið
verður 15. apríl - gríptu þátttökuseðil í næstu verslun!
1 fífc4* 1 '9 3 í
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSiNGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUÐAGURINN 23. FEBRÚAR 2006 23